Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. maí 1996 7 Atvinnuleysi tvö- til þrefalt meira meöal mœbra ungra barna heldur en annarra kvenna: Leiöir eymabólga ungbarna til atvinnuleysis mæöranna? Er konum meö ungbörn hugs- anlega ýtt úr starfi, eba eru þær mun síöur ráönar en konur sem eru barnlausar eöa meö stálpaöa krakka? Leggja ung- barnsmæöumar sig hugsan- lega minna fram viö aö finna sér starf en hinar? Svör viö þessu liggja ekki á lausu. En vinnumarkaöskannanir Hag- stofunnar leiöa í ljós aö at- vinnuleysi hefur veriö tvöfalt til þrefalt meira meöal kvenna sem eiga 0-6 ára börn heldur en meöal barnlausra kvenna eöa þeirra sem eiga aöeins eitt barn komiö á grunnskólaaldur — en þaö er raunar sá hópur kvenna sem minnst hafði af atvinnuleysi aö segja á árun- um 1991-1994. Áberandi mest er atvinnuleysi aftur á móti meðal kvenna sem eiga fleiri en eitt barn og þau yngstu enn undir 6 ára aldri. Þessi hluti vinnumarkaös- könnunar Hagstofunnar náöi til kvenna á aldrinum 25-55 ára á árunum 1991-1994. Á þessum árum var atvinnu- leysi aðeins um eða innan viö 2% meöal kvenna sem áttu ein- ungis eitt barn sem orðið var 7 ára eöa eldra. Af barnlausum konum voru tæplega 3% at- Eyrnalœknir ab störfum. vinnulausar. En aftur á móti 6- 7% þeirra kvenna sem áttu eitt barn yngra en 6 ára. Atvinnuleysi var ennþá meira hjá konum meö fleiri en eitt barn, en þar skipti aldur yngstu barna líka miklu máli. Þannig fór atvinnuleysið upp í 8-9% meðal kvenna meö ungbörn, borið saman viö 4-5% þegar börnin voru bæði/öll orðin 7 ára eða eldri. Aldur barnanna hefur líka veruleg áhrif á atvinnuþátttöku kvenna. Af barnlausum konum á áðurnefndum aldri (25-54 ára) eru um 92% á vinnumarkaði (þ.e. í starfi eöa aö leita að vinnu). Og hlutfallið er þaö sama meöal kvenna sem eiga aö- eins 1 barn, ef það er komið á skólaaldur. Af konum með eitt ungbarn voru aftur á móti í kringum 75% á vinnumarkaði í byrjun umrædds tímabils, en þaö hlutfall hækkaöi í um 85% á árunurn 1993-1994. Af þeim konum sem eiga fleiri börn en eitt, en öll komin á skólaaldur, voru kringum 87% á vinnumarkaöi. En þar sem yngstu börnin eru undir sjö ára aldri er um fjórðungur mæðr- anna utan vinnumarkaðarins. Kvennaskólinn í Reykjavík hefur unniö ítarlega úttekt á gœöum skólastarfsins, sem vonast er til aö nýtist öörum skólum sem mcelikvaröi viö mat á skólastarfi. Mat lagt á 900 atriöi í skólastarfinu ; »l > 1 r i Próf hafa hingab til verib sá mælikvarði sem mest er notabur viö mat á skólastarfi. Útkoma á prófum getur vissulega veriö mælikvarði á þá þekkingu sem nemendur hafa aflaö sér meb skólavistinni, en hún segir ekki endilega alla söguna um gæöi skólastarfsins. í Kvennaskólan- um í Reykjavík er nú unnib aö því aö skilgreina stabla og mæli- kvaröa, sem hægt er ab nota vib mat á skólastarfi. Kvennaskólinn gerði fyrir rúmu ári þjónustusamning viö ríkið, sem felur í sér að skólinn hefur meira fjárhagslegt og faglegt sjálf- stæði en áður. Skilyrði þess að gerður sé slíkur samningur við rík- isstofnun er að hún geti sýnt mæl- anlegan árangur. „Mælanlegur árangur í skóla- starfi var ekki mjög plægt hugtak þegar þessi samningur var gerður. Niðurstaðan var að það skyldi tek- inn í gegn heildstætt einn skóli, hann setji sér viðmiö og síðan verði skoðað hvort það geti gilt fyrir aðra skóla," segir Aðalsteinn Eiríksson, skólameistari Kvenna- skólans. Mat á þjónustu Hann segir að reynslan sýni aö próf og útkoma úr þeim segi mikiö Kvennaskólinn í Reykjavík. til um árangur skólastarfsins. Þau segi hins vegar ekki endilega til um hvaö megi betur fara þegar ekki tekst nógu vel til eða hvaða þjónustu fólk fær. „Þú kannt að fara í opinbera stofnun og fá erindum þínum framgengt. Þar með er ekki sagt að þú sért sáttur við þjónustuna eða það viðmót sem þú mætir. Þegar við emm að tala um framhalds- skóla er það ljóst að það skiptir verulegu máli hvernig einstak- lingnum líður þar sem hann þarf að vera í fjögur ár. Þaö getur haft áhrif á árangur. Þannig að þótt einhver árangur náist með fjög- urra ára skólasetu gæti hann verið betri ef aðstæður væm betri. Þess vegna þarf að skoða m.a. hvað hef- ur áhrif á líðan fólks og spinna það saman við þær fjárreiður sem hið opinbera skammtar oss," segir Að- alsteinn. Skosk fyrirmynd Aöferðin, sem verið er að þróa í Kvennaskólanum, felst í því að skólastarfið er brotið niður í 900 skilgreind atriði, sem hvert fyrir sig er skoðað rækilega. Þannig er hægt að fá nákvæma og heild- stæða mynd af skólastarfinu og sjá hvað megi betur fara og hvað sé í réttu horfi. Listinn, sem farið er eftir, byggir að hluta til á skoskri fyrirmynd, en hefur verið lagaður að íslenskum aðstæðum. Um helmingur þessara 900 at- riða var kannaður með viðhorfa- könnun sem lögð var fyrir nem- endur, kennara og foreldra, og hinn helmingurinn með rann- sókn á skráðum atriðum í bók- haldi skólans. Sem dæmi um þau atriði sem könnuð vom nefnir Aðalsteinn: markmiðasetningu, skipulag, stjórnun, boðleiðir og upplýs- ingastreymi, fundi, faglegt um- hverfi kennara og kennslu. Innan hvers þessara kafla var síðan spurt um fjöldamarga undirþætti. T.d. vom könnuð 22 atriði hjá stjórn- endum, m.a. aðgengileiki, fagleg þekking, viðvera, fmmkvæði, undirtektir við fmmkvæði starfs- manna o.s.frv. Innan kennslu var spurt ítarlegra spurninga um hverja einstaka kennslugrein og/eða kennara. Aðalsteinn segir að fyrstu nið- urstöður viðhorfakönnunarinnar sýni að þeir sem sæki þjónustu til Kvennaskólans (nemendur, Aöalsteinn Eiríksson skólameistari. kennarar og foreldrar) séu ánægð- ir með ýmislegt, eins og t.d. kennsluna, viðmót og fyrir- greiðslu. Óánægja me& upplýs- ingastreymi „Atriði, sem könnunin sýnir hins vegar að menn eru með ein- hverjum hætti óánægðir með, eru t.d. húsnæði, aðstaða og boðleiðir og upplýsingastreymi. Við höfum sett okkur þau viðmiö að ef 80% neytenda eru ánægöir, teljum við að það sé viðunandi. Önnur atriði verðum við að reyna að bæta." Aöalsteinn segist binda vonir við að aðrir skólar geti nýtt sér þá þróunarvinnu sem verið er aö vinna innan Kvennaskólans. Einn skóli, Framhaldsskólinn á Húsavík, hafi þegar lagt hliðstæða könnun fyrir hjá sér og verið sé að vinna úr henni. Með því að fleiri skólar framkvæma slíka úttekt á skólastarfinu verður gildi úttekt- arinnar meira, því um leið fæst samanburður á milli skólanna. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.