Tíminn - 30.05.1996, Side 8
8
Fimmtudagur 30. maí 1996
Deilur haröna í
Bandaríkjunum
kringum svokallaöa
afrocentrista, sem
halda því fram m.a.
aö konungur einn í
Malí hafifundiö Am-
eríku og aö speki
Forn-Grikkja sé rit-
stuldur frá svörtum
frœöimönnum
Mabur skyldi ætla a&
hvítir og svartir
Bandaríkjamenn
væru ósammála um nógu
margt, þótt nefið á Sving-
sinni egypsku og hörundslit-
ur Kleópötru Egyptadrottn-
ingar bættust ekki á þann
lista. Á þá leib skrifaði fyrir
skömmu fréttamaður breska
blaðsins Sunday Times í New
York.
Þar vestra er komin í efsta lag
umræðunnar stefna í sagnfræði
sem nefnd hefur verið Afrocent-
rism og margir blökkumenn,
líklega einkum í Bandaríkjun-
um en einnig annars staðar, að-
hyllast, þ.ám. sagnfræðingar.
Að mati afrocentrista er sagan
eins og flestir þekkja hana föls-
un mikið til, gerð í þeim til-
gangi að upphefja hvíta menn
en niðurlægja blökkumenn.
Sókrates, Hannibal,
Esóp ...
Úr hópi afrocentrista, sem
telja Forn-Egypta til blökku-
manna, hefur því t.d. verið
haldið fram, að spekingar Forn-
Grikkja hafi stolið hugmyndum
þeim, sem þeir urðu svo frægir
fyrir, frá svörtum fræðimönn-
um egypskum. Þá segja sumir
afrocentristar að þeir Sókrates,
Hannibal og Esóp hafi verið
blökkumenn, sem og amma
Kleópötru. Hafi sú fræga drottn-
ing líkst í þá ætt.
I milljónmannagöngunni til
Washington í október s.l. hélt
Louis Farrakhan, leiðtogi Nati-
on of Islam, sem af mörgum er
talinn áhrifamesti forystumað-
ur bandarískra blökkumanna
nú, því fram að Napóleon mikli
hefði, er hann hertók Egypta-
land (1798), látið skjóta nefið af
Svingsinni, svo að ekki sæist að
andlitsdrættir hennar hefðu
verið „afrískir".
Enn kenna afrocentristar að
sá sem „fann" Ameríku hafi ver-
ið Abu Bakari, konungur í Malí
sem sent hafi kaupskip í þús-
undatali vestur yfir haf á fyrri-
hluta 14. aldar, löngu áður en
Kólumbus fæddist.
Á bak við þetta er að miklum
líkindum gamalkunn vanmeta-
kennd blökkumanna. Yusef
Dakari, stuðningsmaður Farrak-
hans í Denver, sagði nýlega að
svartir nemar myndu sniðganga
með öllu „hvítt" námsefni.
„Afrocentrískir skólar munu,
með því að kenna svörtum
börnum sögu blökkumanna og
menningu, innræta þeim virð-
ingu fyrir sjálfum sér, en hana
vantar þau sárlega. Það er eina
ráðið til þess að útrýma ofbeldi
milli blökkumanna innbyrðis,
fíkni- og eiturefnaneyslu og
öðrum plágum innborganna."
„Eyöileggjandi"
kvikmyndir
Þess eru mörg dæmi að geng-
ið hafi verið frjálslega um garða
sagnfræðinnar með það á bak
við eyrað aö upphefja eigin
Farrakhan í lok milljónmannagöngunnar: barátta gegn vanmetakennd.
Nef Svingsarinnar
þjóð o.s.frv. og efla sjálfstraust
síns fólks. En a.m.k. miðað við
það sem gerst hefur á síðustu
tímum ganga afrocentristar lík-
lega óvenju langt í þessu.
Hvítir bandarískir háskóla-
menn hliðruðu sér hjá því lengi
vel að gagnrýna kenningar afro-
centrista, af ótta við að móðga
svarta starfsbræður sína. Hvítir
háskólamenn hafa meira að
segja sagt á þá leið, að það
markmið afrocentrista að efla
stolt og sjálfstraust blökku-
manna væri ekki síður mikil-
vægt en að segja söguna eins og
hún gerðist.
Þetta langlundargeð virðist
nú komið á undanhald, og
kann að vera að það sé sumpart
í tengslum við vaxandi spennu
þarlendis milli gyðinga og
blökkumanna, en antisemít-
isma gætir nú verulega meðal
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
þeirra síðarnefndu. Nýlega var
ákveðið að loka deild einni í há-
skóla New York- borgar, sem
fjallaði um sögu og menningu
blökkumanna. Það gerðist eftir
langt málaþras í framhaldi af
því að 1991 hélt Leonard Jeffri-
es, blökkumaður sem þar var
prófessor, því fram m.a. að sum-
ar kvikmynda þeirra, sem gyð-
verskir kvikmyndahöfundar í
Hollywood framleiddu, væru
gerðar með það fyrir augum aö
„eyðileggja svarta fólkið".
Nýlega kom út bók eftir pró-
fessor Mary Lefkowitz við Well-
esley College. í riti þessu, sem
ber titilinn Not Out of Africa,
snýst Lefkowitz, sem er gyð-
ingaættar og sérfróð um sögu og
menningu fornaldar, mjög svo
eindregið gegn kenningum
afrocentrista, er hún segir að
séu mestanpart bull. Hún segist
ekki hafa haft ýkja miklar
áhyggjur af meðferð róttækra
afrocentrista á sögunni, en sér
hafi ekki litist á blikuna er hún
sá að háskólaheimurinn, „lam-
aður af „political correctness",,,
hafði ekki hugrekki til að mót-
mæla því að verið var að blekkja
stúdenta.
Arlstóteles,
Kleópatra, Shake-
speare ...
Lefkowitz dirfðist raunar þeg-
ar 1993 að draga í efa kenningu
Yosefs ben- Jochannan, svarts
sagnfræðings, þess efnis að Aris-
tóteles hefði orðið Alexander
mikla, nemanda sínum, sam-
ferða til Egyptalands, en afro-
centristar segja speki Aristóte-
lesar ritstuld úr bókasafninu
mikla í Alexandríu. Lefkowitz
benti á að engar sannanir væru
til fyrir því að Aristóteles hefði
nokkurn tíma til Egyptalands
komið og þar að auki hefði
nefnt bókasafn ekki verið byggt
fyrr en eftir dauða hans, á tím-
um Ptólemea.
Svo er að sjá að mörgum afro-
centristum sé kappsmál að fá
viðurkennt að Kleópatra hafi
verið svört. Ýmsir blökkumenn
hafa með það í huga látið í ljós
að óviðeigandi hafi verið að láta
Elizabeth Taylor leika Kleópötru
í kvikmynd. Á þá leið hefur m.a.
skrifað Nelson Mandela, Suður-
Afríkuforseti og líklega mest
metni blökkumaður sögunnar.
Svartir fræðimenn benda á í
þessu sambandi að hjá Shake-
speare standi að Kleópatra hafi
verið „gulbrún". Lefkowitz svar-
ar því sneglulega: „Eins og
Shakespeare hafi verið sérfróður
um Egyptaland Ptólemea!"
Hvítir sagnfræðingar hrósa
bók Lefkowitz ákaflega og er
engu líkara en að þeim hafi létt
við það að loksins skyldi ein-
hver úr þeirra hópi manna sig
upp í að andmæla afrocentris-
manum eindregið. Hins vegar
bendir enn fátt til þess að áföll
þau, sem afrocentristar hafa
orðið fyrir með áðuráminnstri
lokun háskóladeildar og gagn-
rýni Lefkowitz, verði til þess að
þeir linist. Úr þeirra hópi hefur
verið sagt að Lefkowitz sé
„heilaþvegin af hvítum sagn-
fræðingum" og að á bak við
gagnrýni hennar sé ekki annað
en „eitt gyðingasamsærið enn".
Aðrir hvítir gagnrýnendur afro-
centrískra kenninga hafa verið
kallaðir heilaþvegnir rasistar,
sem haldi dauðahaldi í kenn-
ingar um yfirburði hvíta kyn-
þáttarins, er heyri liðna tíman-
um til.