Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 6
Föstudagur 7. júní 1996 Garöyrkjuskóli ríkisins: 46 nemendur útskrifaöir Garbyrkjuskóli ríkisins út- skrifabi þann 1. júní síbastlib- inn 46 garbyrkjufræbina af fjórum brautum. Skólinn sem starfræktur er í Hveragerbi býbur reyndar upp á fimm brautir, en Þórhallur Hrób- marsson yfirkennari segir ab ekki hafi borist nógu margar umsóknir um nám á ylræktar- og útimatjurtabraut. Á hinn bóginn sé þab Ijóst ab hún verbi starfrækt á næsta tíma- bih. Hinar brautirnarfjórar eru blómaskreytinga- og markabs- braut, garöplöntubraut, skrúö- garðyrkjubraut og umhverfis- braut. Um er ab ræba tveggja ára nám á fjórum af fimm brautum og eru nemendur því teknir inn annað hvert ár. Nám á blómaskreytingabraut er hins vegar talsvert styttra, en engu aö síður eru nemendur teknir inn og útskrifaðir á sama tíma. Samkeppni í plöntusölu: Plöntusala hjá BYKO Byggingavöruverslun Kópa- vogs, BYKO, hefur hafið plöntusölu í öllum verslunum sínum. Andrés Jóhannsson, aðstoðarverslunarstjóri BYKO í Kópavogi, segir að þetta hafi verið reynt að minnsta kosti tvívegis áður og tekist vel. Plöntusala BYKO verður í allt sumar og segir Andrés úrvalið vera allgott. -PS Varðandi fjölda nemenda við skólann, segir Þórhallur að nú hafi verið útskrifaður svipaður hópur nemenda og undanfarin ár. Þó hafi það komið fyrir að þeir hafi verið fleiri. Jafnframt segir hann að allt líti út fyrir að svipaður fjöldi nemenda verði næstu tvö árin. í það minnsta bendi fjöldi þeirra umsókna, sem komnar eru og skólayfir- völd vita að eru á leiðinni, til þess. Þá sé það ljóst að ylræktar- og útimatjurtabrautin verður starfrækt í vetur og verða braut- irnar því fimm. Þórhallur segir að langstærsti hluti þeirra nemenda, sem út- skrifast frá skólanum, fari í vinnu við garðyrkju og að þeir hafi skilað sér mjög vel í þau störf sem nemendurnir eru menntaðir til að sinna, bæði hjá garðyrkjustöðvum, bæjarfélög- um, Skógrækt, Landgræðslu og víðar. Garðyrkjuskóli ríkisins hefur verið starfræktur allt frá árinu 1939, en hann er í eigu ríkisins og heyrir undir landbúnaðar- ráðuneytið. Alls eru unnin 23,5 ársverk og er fjöldi starfsfólks við skólann, að sögn Þórhalls, breytilegur eftir árstíma. -PS Góð tíö hefur mikil áhrifá sölu sumarblóma og plantna. Vilhjálmur Sigtryggsson, framkvœmdastjóri Skógrœkt- arfélags Reykjavíkur: Sala sumar- blóma hálfum mánuði fyrr Vilhjálmur Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Skógrækt- arfélags Reykjavíkur, segir sölu á sumarblómum og plöntum almennt hafa farib um hálfum mánubi fyrr af stab nú en fyrr og megi fyrst og fremst þakka þab mjög góbum vetri og vori. Vilhjálm- ur segir plöntusölu hafa verib mjög góba og mikill áhugi á faílegum plöntum og sumar- blómum. Hann segir ennfremur ab verð á blómum og plöntum hafi far- ið lækkandi á undanförnum ár- um. Ástæðuna fyrir því megi fyrst og fremst rekja til þess að samkeppni hafi aukist til muna í þessari grein, eins og mörgum öðrum. Sumarblóm hafi verið orðin nokkuð dýr, en þau hafa lækkað mjög nú síðari ár. Fyrir nokkrum árum hafi það verið örfáir aðilar, sem hafi verið að selja sumarblóm, og því nánast einráðir á markaðnum. Nú séu hins vegar komnir fleiri á mark- aðinn. -PS Á horni Hverfisgötu og Vatnsstígs er timburhús sem vekur athygli. Húsið er eitt þab fallegasta í Skuggahverfinu. Þann 5. nóvember 1898 fær Jóhann Gubmundsson í Sundi leyfi til að byggja hús á lóðinni á horninu milli Hverfisgötu og Vatnsstígs, 10 x 8 álnir, aö viðbættum skúr, 3x3 álnir. Tómthúsbýlið Sund mun hafa stað- ið handan Vatnsstígs þar sem nú er ris- ið fjölbýlishúsið Hverfisgata 49. Þab var byggt á landi frá Grjótgaröi, eins og fleiri hús bæði við Vatnsstíg og Veg- húsastíg. Elín Erlendsdóttir er skráður eigandi að Vatnsstíg 8 (Sundi) 5. júní 1900. Þá sækir hún um að fá að byggja salerni á lóðinni. Fyrsta brunavirðingin á húsinu er gerð 18. ágúst 1900. í þeirri virðingu er sagt að Elín Erlendsdóttir hafi látið byggja húsið, því er lýst á eftirfarandi hátt: „Húsið er byggt af 4" bindingi, klætt utan með plægðum gólfborðum og pappa þar yfir á suðurgafli og aust- urhlið. Það er með járnþaki á súð, með pappa í milli. Allt er hús þetta stoppað í binding, með marhálmi. Niðri í hús- inu eru fjögur herbergi og eldhús með tvöföldum loftum, allt þiljað og málað. Þar eru tveir ofnar og ein eldavél. Uppi eru þrjú herbergi og framloft, þiljuð og máluð. Þar eru tvær eldavélar. Kjallari er undir öllu húsinu og í honum eru tvö herbergi þiljub og máluð, með tveimur litlum ofnum. Þar er eitt geymsluherbergi óþiljab. Við austurhlið hússins er skúr, byggður af bindingi eins og húsið og klæddur utan með plægðum gólfborð- um og með járnþaki á súð." Árið 1905 selur Elín Erlendsdóttir hluta af lóð sinni meðfram Hverfisgötu J.E. Jensen bakara. í manntali árið 1902 eru skráðir til heimilis að Vatnsstíg 8: Elín Erlends- dóttir húsmóðir, fædd 1857 í Grinda- vík; Jón Jónsson Norðmann ráðsmað- ur, fæddur 1866 í Vindhælishreppi; Þorsteinn Lárus Einarsson fósturbarn, fæddur 1893 í Reykjavík; Jóhanna Guðnadótdr fósturbarn, fædd 1898 í Reykjavík; Árni Vigfússon söðlasmiður, fæddur 1870 í Asahreppi; Þorsteinn Páll ísaksson tómthúsmaður, fæddur 1861; Pálína Einarsdóttir kona hans, fædd 1854, og Sigríður Ketilsdóttir, barn Pálínu, fædd 1883. Elín Erlendsdóttir bjó í húsinu allt Vatnsstígur 8 (Sund) til dauðadags, en hún mun hafa látist um 1940. Elín var sannur dýravinur og til marks um það lagði hún sig í hættu við að bjarga kettinum sínum, þegar kviknabi í kjallara hússins. Talið var að um íkveikju hefði verið að ræða, en það var ekki að fullu sannað. Um tíma hafði Elín varphænur í hluta kjall- arans undir húsinu. Þá voru dyr á kjall- aranum í norður þar sem bílaplanið er nú. Ef viðraði vel, voru hænsnin frjáls að ganga út og inn eins og þeim sýnd- ist. Það var nokkuð algengt á árum áð- ur að fólk héldi hænsni í kjöllurum húsa sinna eða byggði skúr á lóbinni fyrir þau. Árib 1950 var sótt um að byggja annað hús á lóðinni. Þeirri beiðni var synjað. Björn Laxdal Jónsson bauð bæjar- rábi Reykjavíkur forkaupsrétt á eign sinni að Vatnsstíg 8, í apríl 1959. Björn mun hafa ætlað að nota lóðina til að byggja á henni. En vegna fyrirhugaðrar breikkunar á Vatnsstíg fannst honum HUSIN I BÆNUM FREYjA JÓNSDÓTTIR eðlilegt að Reykjavíkurbær keypti eignina. Ekki varð af söl- _________________ unni til bæjar- ins. í brunamati frá 1963 er þess getíb að búib sé að stækka húsið. Viðbyggingin sé úr timbri á steinsteyptum grunni. Þar sé eldhús, en þar sem eldhúsib var áður er nú stofa. í júní 1959 sækir Aðalheiður Georgs- dóttir um að mega stækka húsið. Leyf- ið var gefið, en með því skilyrði ab verðhækkun sú, sem breytingin hefði í för með sér, kæmi til frádráttar ef Reykjavíkurbær gerði uppkaup á eign- inni vegna breikkunar Vatnsstígs. Þess- ari kvöð lét Klara Óskarsdóttir létta af eigninni 7. október 1985. Klara Óskarsdóttir kaupir Vatnsstíg 8 (Sund) af Óskari Ólasyni lögreglu- manni árib 1972. Fljótlega eftir ab Klara og börn hennar flytja í húsið, ger- ir hún gagngerðar endurbætur á því. Þau af börnum hennar, sem voru upp- komin, og tengdabörn abstoðuðu hana í endurbótum á húsinu. Nýtt þak var sett á húsið og skipt um alla glugga í því. Leyfi var fengið fyrir breytingu á gluggum, sem eru sex faga, en voru áð- ur með fjórum fögum. Synir Klöru, þeir Guðmundur ívar og Karl Þórhalli Ás- geirssynir, sem báðir eru trésmiðir, smíðuðu alla gluggana. Útidyrahurðir á húsinu eru teiknaðar af Guðmundi ívari, en smíðaðar í trésmiðju. Húsið var síðan klætt með timbri og fer þab vel við byggingarlag þess. Til gamans má geta þess að þegar veriö var að rífa utan af húsinu, kom í ljós gluggi sem sett hafði verið fyrir og vísar út á Vatns- stíginn. Hann var látinn halda sér og veitir nú birtu inn í stofuna og útsýni út á Vatnsstíg og Hverfisgötu. Fljótlega eftir að búið var að gera húsið upp að utan, var hafist handa við að taka þar allt í gegn innandyra. Mörg lög af ýmiskonar veggfóðri voru rifin af veggjum og panellinn látinn njóta sín. Einnig voru gólfdúkar teknir og gólf- borðin slípuð upp. Fyrsta gólfið, sem gólfborðin fengu að njóta sín á, var í eldhúsinu. Tvær stofur voru á hæðinni, en milliveggur var tekinn og nú er þar ein stór stofa. Þakhæðin var öll endurnýjub, þar voru þrjú herbergi og lítib eldhús, sem var gert að vinnuherbergi. Núna eru þar tvö herbergi og hol. Skorsteinninn var allur hreinsabur, en mörg lög af málningu voru utan á honum. Kjallari var einnig endurnýjabur, þar er íbúbar- herbergi, línherbergi, þvottahús og geymsla. Þar næst á eftir var rábist í ab endurbæta garbinn við húsið. Klara og fjölskylda áttu óteljandi vinnustundir þar eins og í húsinu sjálfu. 1986, eftir að börnin voru öll upp- komin og flutt að heiman, seldi Klara húsið. Þá kaupa það Colin Porter hljómlistarmaður og Sigrún Lára Shannko, kona hans. Þau breyttu garb- inum og hellulögðu grasflötina. En gamansamir nágrannar segja að hund- arnir þeirra hafi verið meb ofnæmi fyr- ir gróðri. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Þetta reyndist hins vegar satt. Elísabet Þorsteinsdóttir meinatæknir kaupir Vatnsstíg 8 (Sund) af þeim Col- in Porter og Sigrúnu Láru árið 1989, og býr þar nú með börnum sínum og tengdabörnum. Húsinu og garðinum er afar vel við haldið og eru stolt okkar Skuggahverfisbúa. Heimildirfrá Borgarskjalasafni og Landsbókasafni. rk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.