Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 4
Föstudagur 7. júní 1996 Wlltllillll STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Ritstjóri: Rltstjórnarf ulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Útgáfufélag: Tímamót hf. |ón Kristjánsson Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 563 1600 55 16270 125 Reykjavík Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk. Að tala eba mala Uppskurður, ekki niðurskurður Heföbundin umræöa um sumarlokanir á sjúkrahúsum er nú hafin í þjóðfélaginu. Að þessu sinni kveður þó við nokkuð breyttan tón í umræðunni vegna nýlegrar skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar sem verulega aðrar áherslur komu fram en yfirleitt hafa farið hæst í umræðu undan- genginna ára. En vandi sjúkrahúsanna er engu að síður mikill og al- mennur. Margir hafa komið fram — einkum úr röðum gagnrýnenda heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnarinnar — og bent á að flatur niðurskurður og almennur sparnaður sé kominn út fyrir öll velsæmismörk. Slíkur sparnaður skili sér ekki, þegar á heildina er litið, vegna þess að hann hljóti að vera ómarkviss og fálmkenndur. Þetta er að verulegu leyti rétt. Það sem þarf í heilbrigðiskerfinu er uppskurður en ekki niðurskurður, það þarf í raun marga uppskurði vítt og breitt um kerfið. Sannleikurinn er sá að þjóðin lifir nú þannig tíma, að auknar fjárveitingar til heilbrigðismála verða ekki eins auðsóttar og þær hafa verið um áratuga- skeið. Það þýðir einfaldlega að mikilvægasta þróunin í heilbrigöiskerfinu mun felast í því að nýta takmarkaða fjármuni á betri og öflugari hátt en gert er í dag. Eftir um- ræðu undanfarinna ára um heilbrigðismál fer þetta að telj- ast til almæltra sanninda, en fram að þessu hafa menn lát- ið þar við sitja, að halda þessum sannindum almæltum. Fáir hafa komið með miklar eða ítarlegar hugmyndir eða tillögur um hvað, hvar, hvernig eða hvenær eigi að takast á við það verk að skera upp í heilbrigðiskerfinu. Allra síst hafa slíkar tillögur komið fram frá peim sem hæst hafa gagnrýnt ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra, eins og stjórn- arandstöðunni. Heilbrigðisráðherra kynnti frumvarp fyrir hálfum mán- uði um breytingar á heilbrigðisþjónustu á höfuðborgar- svæðinu þar sem hugmyndin var að samþætta og sam- ræma undir einni stjórn, með mun víðtækari hætti en til þessa hefur tíðkast, starfsemi sjúkrahúsanna á höfuðborg- arsvæðinu. Það eru tillögur um uppskurð á kerfinu sem líklegar eru til að straumlínulaga rekstur þess og nýta bet- ur það fjármagn sem fyrir hendi er, án þess þó að draga úr þjónustunni. í þessum tillögum er gert ráð fyrir að sam- eina öldrunardeildir á einn stað, setja endurhæfingu und- ir einn hatt og koma á fót kjarnahópum sérfræðinga, sem væru ráðnir á einn stað en færu á milli sjúkrahúsanna. Gríðarleg undirbúningsvinna liggur að baki þessum tillög- um og fjöldi aðila henjir komið að málinu á einstökum stigum þess. Þess vegna hljóta viðbrögð stjórnarandstöð- unnar við því, þegar taka átti það fyrir á síðustu dögum þingsins, að valda nokkrum vonbrigðum. Sá neikvæði tónn, sem strax kom fram hjá talsmönnum stjórnarand- stöðunnar, gefur ekki tilefni til bjartsýni um að uppskurð- ur á kerfinu muni yfirleitt fá góðar viðtökur í þeim her- búðum. Þó er enn von, því málið er komið til nefndar og kemur aftur á dagskrá í haust, auk þess sem meginþungi gagnrýni stjórnarandstöðunnar snerist á endanum um málsmeðferð frekar en efnisatriði. Það er hægt að fallast á að frumvarpið var seint á ferðinni, og heilbrigbisráðherra hefur raunar viðurkennt það. Hins vegar er það líka rétt hjá ráðherranum að miðað við mikilvægi málsins og þann mikla undirbúning og forvinnu, sem unnin hafði verið, hefði verið leikur einn að afgreiða málið með hraði. Úr því sem komið er, hljóta menn þó að gera ráð fyrir að málið fái vandaða og skjóta afgreiðslu í haust, enda löngu kominn tími til að uppskurðartillögur leysi af hólmi niðurskurðar- tillögur. Þegar Garri var ungur dáðist hann að þeim mönnum, sem gátu staðið í ræðustóli klukkutímum saman og látið dæluna ganga stanslaust og alveg blaðalaust. Hann gat ómögu- lega skilið hvernig þeir fóru að þessu. í dag skilur hann ekki ennþá hvernig þeir fara að þessu. Hann skilur ekki heldur hvernig menn nenna þessu og það er fráleitt að hann dáist að þessum hæfileika. Nú dáist Garri mun meira að mönnum sem geta sagt mikið í fá- um orðum en þeim sem tala óra- lengi án þess að segja neitt sérstakt. Alþingi íslendinga er stundum skrýtin samkoma. Þar koma saman þjóðkjörnir einstaklingar til að vinna að og varðveita lýðræði ------ þjóðarinnar, ásamt því að útdeila peningum og reyna að draga úr ____ kostnaði hins opinbera. En lýð- ræðislegt skal það vera og meirihluti ræður ákvörðunum. Þannig virkar lýðræðið yfirleitt, en þó ekki alltaf. Það eru nefnilega sumir sem ekki eru tilbúnir að viðurkenna tap, hvað sem leikregl- urnar segja. Mismunandi hlutverk Tilfellið er að það er margt líkt með Alþingi ís- lendinga og leikhúsi. Menn stíga inn á nokkurs- konar leiksvið þegar þeir setjast í sæti þingmanns- ins og Ieika mismunandi hlutverk eftir því hvern- ig vindurinn blæs og málin þró- ast. Sumir eru meiri leikarar en aðrir, eins og gengur, og fara létt með að bregða sér í ólík hlutverk. En sumir eru líka ósköp litlir leik- arar. Af og til kemur það fyrir ab einstakir þingmenn festast í ákveðnum hlutverkum og kom- ast ekki úr þeim. Senuþjófurinn Senuþjófur vikunnar á Alþingi er án efa Hjörleifur Guttormsson, en hann hélt landsstjórninni allri í herkví í röskar fjórar srundir daginn sem til stóð að slíta Al- þingi. Betri tíma gat hann ekki valið til að fá menn til að hlusta á sig, en spyrja má hvort svo marg- ir hafi í raun og veru hlustað þeg- ar þingmaðurinn var búinn að tala í nokkur „hjörl", en það hugtak gefur ákveðna vísbendingu um hvaða hlutverki við- komandi þingmaður hefur fest í. Þegar fréttamaður Ríkisútvarpsins benti Hjör- leifi á að hann hefbi á sínum tíma viljað stöbva málþóf Inga Björns Albertssonar í öbru máli, þá sagðist þingmaðurinn ekki sjá samhengið. Enda er ekkert hugtak tengt við Inga Björn og hann er bara fastur í heildsalahlutverkinu. Þar að auki verður fólk að gera sér grein fyrir því að það er stór munur á því ab tala og mala — í hálfan vinnudag. Garrí GARRI „Aö ljúka þingstörfum" Þingstörfum lauk á mibvikudags- kvöldib og ef aö líkum lætur liggja þingfundir niðri næstu mánuð- ina, eða til fyrsta október. Á fimmtudagsmorguninn hlust- aði ég á pistil Illuga Jökulssonar þegar ég var að búa mig til vinnu, þar sem hann fjallaði um þá leið- inlegu framhaídssögu fjölmiðla um hvenær þingstörfum lyki. Vissulega er sú framhaldssaga fast- ur liður í umfjöllun fjölmiðla og bætist vib abra fasta libi í umfjöll- un þjóbarsálarinnar og ýmissa pistlahöfunda, en þab er hvers vegna Alþingi sé frestab og þab sé skylda þess ab vera ab störfum meban nokkurt mál er óafgreitt. Þingib sé færiband fyrir framkvæmdavaldib og svo fram- vegis. Breytt skipan Alþingis Síðan Alþingi var breytt í eina málstofu hafa orbib miklar breytingar á starfi þess. Allar þingnefndir hafa umbob allt árib, og hægt er ab kalla Alþingi saman meb mjög litlum fyrirvara. Formenn þingnefnda geta kallab nefndirnar saman hvenær sem er, þyki ástæba til ab fjalla um einhver málefni á þeim vett- vangi. Hins vegar er skipan mála sú ab mál, sem er ekki afgreitt á Alþingi fyrir þing- -------------------- frestun, þarf ab flytja aftur þegar X vfoai/anni komib er saman ab hausti og þá ™ Viuavaiiyi þarf þab að fara í gegnum þrjár umræður á ný. Hin hefbbundna vinna þingnefnda með ákvebin frumvörp eba þingsályktunartillögur liggur því nibri yfir sumarmánubina. Hins vegar er þorri þingmála sendur til umsagnar ýmissa abila í þjóbfélaginu og þær umsagnir liggja oft fyrir og spara vinnu þegar hib sama mál er tekib fyrir á nýju þingi. Breyttir tímar Greinarhöfundur hefur setib á Alþingi í einn ára- tug og á þeim tíma hafa orbib afar miklar breytingar á þingstörfum. Alþingi hefur fjölmennara starfslibi á ab skipa til þess ab abstoba vib úrvinnslu mála, og Alþingi sem stofnun hefur sjálft yfir ab rába meiri sérfræbiþekkingu en ábur var. Þingib hefur orðið óháðara ríkisstjórn, framkvæmdavaldinu í landinu, að þessu leyti. Hins vegar starfar ríkisstjórn í skjóli þingmeirihíuta og milli Alþingis og ríkisstjórnar á hverjum tíma hljóta að vera afar sterk bönd við nú- verandi skipulag, þar sem ráðherrarnir eru þar að auki þingmenn meb fullan atkvæðisrétt. Ríkisstjórn og sá þingmeirihluti, sem hún hefur að baki, leitast auðvitað við að koma fram sínum málum. Fyrir því er gróin hefð hér á landi og er sama hverjir hafa set- ib í ríkisstjórn. Þessi hefb er stundum túlkub þannig í hita leiksins ab Alþingi sé afgreibslustofnun fyrir ríkisstjórn á hverjum tíma. Sjálfstæð vinnubrögb Abstaba alþingismanna til þess ab vinna ab mála- tilbúnabi hefur batnab, en naubsyn ber til þess ab hún sé gób. Þab hafa mörg athyglisverb þingmanna- mál komib fram í vetur, ekki síst frá hinum fjöl- mörgu sem nú sitja sitt fyrsta þing í fullri lengd og vinna ab því ab koma sínum hugmyndum í form þingmála. Það er nauðsynlegt að þingið sé fullmekt- ugt til þess að hafa sjálfstæðan málatilbúnað í flókn- um málum. Eins og áður segir, hefur hún batnað. Þinghléb, sem nú stendur í tæplega fjóra mánubi, er mebal annars notab af þingmönnum til þess ab viba ab sér upplýsingum og vinna ab undirbúningi mála, ------------------ auk vinnu í kjördæmum sem til- heyrir starfi þingmannsins. Hins vegar hafa engir tveir alþingis- menn sama verkahringinn, þab fer eftir þeim skyldum sem á hvern og einn eru lagbar, og eftir þeim málaflokkum sem hver um sig einbeit- ir sér ab. i Söguleg stund Lok þingsins voru hátíblegri nú heldur en verib hefur, vegna þess ab forseti íslands sleit því og ávarp- abi þingheim í lokin. Ábur höfbu Ólafur G. Einars- son, forseti þingsins, og fulltrúi stjórnarandstöbunn- ar, Svavar Gestsson, flutt ágæt ávörp þar sem þeir veltu fyrir sér tímabærum spumingum um þing- störfin yfirleitt. Ég finn greinilega fyrir því ab þab er almenn samstaba og samkomulagsvilji um ab bæta vinnubrögb. Abalatribib er ab sú lagasetning, sem þar er afgreidd, sé vöndub og öllum sjónarmibum sé komib til skila. Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði nú þingið í síðasta sinn. Ég sé eftir henni úr þessu embætti. Hún hefur gegnt skyldum sínum við Alþingi öll þau ár sem ég hef setið þar, og nærvera hennar við ýmis tækifæri hefur gætt stundirnar hátíðleika og hafib þær yfir hin hversdagslegu átök. Vegna þessarar reynslu minnar hef ég ákvebnar skoðanir um mikilvægi þess ab forsetinn sé sameiningartákn fyrir þjóbina. Nærvera hennar á miðvikudagskvöldið gerði stundina sögulega, og við þessi þáttaskil vil ég þakka fyrir mig. Jón Kr. ! I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.