Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 2
Föstudagur 7. júní 1996 Tíminn spyr • • • Ertu sammála þeirri sko&un Arthurs Morthens að ekki sé vib hæfi ab háttsettir embætt- ismenn sveitarfélaga gegni jafnframt trúnabarstörfum fyr- ir stjórnmálaflokk innan sama sveitarfélags? Árni Sigfusson, borgarfulltrúi Sjálfstæbisflokks í Reykjavík: Já, ég er sammála þeirri skoð- un. Það er reyndar svo að ef við tölum um háttsetta embættis- menn hjá Reykjavíkurborg, hefur gjarnan gilt sú regla aö slíkir aöil- ar sinni ekki trúnaðarstörfum fyr- ir stjórnmálaflokk. Við sjálfstæö- ismenn höfum viljaö fylgja þeirri reglu. Við svipaðar aðstæður hafa viðkomandi látið af störfum. Tryggvi Harbarson, bæjarfull- trúi Alþýbuflokks í Hafnarfirbi: Þetta er nú kannski engin sér- skoðun Arthurs, en það geta skapast vandræði þótt ég líti ekki þannig á að starfsmenn sveitarfé- laga eigi að missa kjörgengi til sveitarstjóma. Þetta veltur á eðli starfsins, en hættan á hagsmuna- árekstrum er fyrir hendi og því held ég að það sé verra en ella að háttsettir embættismenn séu jafnframt bæjarfulltrúar, þrátt fyrir að réttur þeirra til að taka þátt í stjómmálum verði varla frá þeim tekinn. Sigríbur Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýbubandalagsins á Akureyri: Ég hef verið sammála því að það sé ekki eðlilegt að fólk, sem gegnir svokölluðum háum stjórnunarstöðum hjá bæjarfé- lögum, sitji jafnframt í bæjar- stjórn. Þegar við sömdum starfs- mannastefnu fyrir Akureyrarbæ, settum við inn ákveðin skilaboð, t.d. ab fólk geti ekki verið í stjórn- um þeirra stofnana sem það gegni sjálft stjórnunarstöðu hjá. Hins vegar finnst mér ekki ósam- rýmanlegt að vera í stjórnunar- stöðu á einu sviði og sitja í nefnd á öðru. Atakiö „Flöggum hreinu landi 17. júní" heldur áfram afkrafti um helgina: Tíu þúsund Grænir hirbar flognir út Átak Ungmennafélags ís- lands „Flöggum hreinu landi 17. júní" heldur áfram af fullum krafti um helgina þegar fjölmörg ungmennafé- lög víba um land standa fyrir skipulagbri hreinsun. Þegar hafa selst tíu þúsund Grænir hirðar, en svo nefnast taupokar sem seldir eru í tengslum við átakið og inni- halda m.a. stóran plastpoka til að tína rusl í. Berghildur Erla Bernharðs- dóttir, verkefnisstjóri átaksins, segir að átakið hafi farið vel af stað um síðustu helgi. Þá var hreinsað á Álftanesi og í Graf- arvogi og yar þátttaka sérstak- lega góð á Álftanesinu. Nú hafa 34 önnur félög tilkynnt um þátttöku í átakinu og standa flest þeirra fyrir hreinsunum þær tvær helgar sem eftir eru fram að 17. júní. Berghildur hvetur landsmenn til að taka þátt í hreinsuninni á sínu svæði. Hún segist reyndar líta svo á að góð sala á Græna hirð- inum bendi til þess að hugur sé í fólki að taka þátt í hreinsun- inni. Berghildur minnir jafn- framt á það takmark að ísland verði eitt hreinasta vestræna landið árið 2000. Þau félög sem hafa tilkynnt um hreinsun á sínu svæði á morgun, laugardag, eru: Ung- mennafélagið íslendingur sem stendur fyrir hreinsun í Andag- ils- og Skorradalshreppi, UFA Drífa með svæðið í kringum Sílabás, Umf. Mýrahrepps í Mýrahreppi í Dýrafirði, Umf. Hrunamanna stendur fyrir hreinsum í Hrunamanna- hreppi, Umf. Neisti sem hyggst hreinsa Katlana við Drangsnes (hreinsun þar hefst reyndar í dag) og Umf. Borgarfjarðar lýk- ur sínu átaki að hreinsun Borg- arfjarðar sem hefur staðið allt frá 1. júní. Á sunnudaginn standa fyrir hreinsun: Umf. Afturelding Reykhólum, Ungmenna- og íþróttafélag Bakkafjarðar sem mun standa fyrir hreinsun á fjörum í Bakkafirði og í þorp- inu og Umf. Þristur sem skipu- leggur hreinsun meðfram Lag- arfljóti. Þess má geta að þegar er byrj- að að leita að verðugum hand- hafa Umhverfisverðlauna Græna hirðisins sem afhent verða í september nk. því fé- lagi, fyrirtæki eða sveitarfélagi sem hefur sýnt sérstaklega góð- an árangur í hreinsun landsins. Tilnefningum um verðlauna- hafa ber að skila til Ung- mennafélags íslands, Fellsmúla 26, Reykjavík. -GBK Nunnurnar fjórar sem komu meb Láru fyrir einni öld og settust ab í Landakot'l. Mynd: Kaþólska kirkjublabib St jósefssystur í eina öld á Islandi: Klausturlíf hófst að nýju eftir 350 ára hlé Hundrab ár eru libin þann 26. júlí næstkomandi síban fjórar nunnur úr reglu St. Jósefs- systra stigu frá borbi skipsins Láru í höfninni í Reykjavík. Þarmeb hófst klausturlíf ab nýju á íslandi eftir 350 ára hlé og þab þýddi ab kaþólska kirkjan nábi aftur fótfestu á landi. Nunnurnar settust að í Landakoti þar sem reistur hafði verið spítali fyrir gjafafé sem rit- höfundurinn Nonni, séra Jón Sveinsson, hafði forgöngu um að útvega í Frakklandi. Kaþólsk- ir menn á íslandi munu halda hátíðlega upp á aldarafmælið í sumar. Þá er væntanleg bók um sögu St. Jósefssystra á íslandi, en þær störfuðu og starfa enn á nokkrum stöðum í landinu. ¦ Grásleppan bregst þriðja árið í röð Dntwincal. Morgnnbliðið GRÁSLEPPUVEIÐAR hafa lengi atvinau. Nú, þegar veiðin ætU að veríð stundaðar frá DranirtinMi 'BCGGl //V£R/V/G GETUR T/OA/ GFRT Méx ferr/i ? Sagt var... Tannleysi er umhverfismál „í rauninni er brýnna a& umhverfis- rábherra taki á málinu en heilbrigðis- ráðherra. Tannlausir menn eru nefni- lega þannig íandlitinu að þeirflokk- ast undir umhverfismál. Því er sú fróma ósk borin fram a& munnlegur málflutningur hefjist í þessu máli sem fyrst." Ritar Dagfari um deilu tannlækna og tannsmiba. Hve lengi? „Tveir gó&ir kaflar í daufum leik" Fyrirsögn DV um hundslappan lands- leik íslendinga og Kýpur. Hvor leikkafli um sig hlýtur ao hafa verio mjög stutt- Of greindar Kristín og Guöný eru alltof greindar konur til að tala svona um fréttir. í þokkabót er Kristín fyrrverandi blaða- maður og á að þekkja betur til frétta- mennsku en ætla má af blindri kröfu um fréttaefni." Skrifar Halldór Halldórsson í HP um jafnræbismál og fréttaflutning. Dýrt mebal „Bingófer&ir læknuöu mig af flug- dellunni" ^ Fyrirsögn HP í gær höfb eftir Hilmari Kristjánssyni. Því skal trúab ab Bingó- ferbamartröbin hafi læknab Hilmar af þessum kvilla, en ilýr yrbi Haflibi allur. Klökkur á kirkjubekkjum „En þab sem gerir mig mest undr- andi á hvernig Ólafur kann við að nota gáfurnar, en þær á hann nógar, er að nú situr þessi maður, sem hefur margoft lýst yfir trúleysi, klökkur á kirkjubekkjum landsins og sjónvarps- menn eru auðvitað reiðubúnir meb myndavélarnar að mynda þessa hræsni." Nína Björk Árnadóttir í Mogga. Fjölfróbur fræ&ima&ur „Ég hafði ekki setið lengi í tímum hjá Ólafi þegar mér varð Ijóst að þar fór ekki a&eins afburða kennari og fyrir- lesari heldur einnig víðsýnn og fjöl- fróður fræbimaður sem átti afskap- lega gott með að miðla þekkingu sinni til annarra." Sveinn Gubjónsson um sama Ólaf og Nína Björk. POTTi í heita pottinum voru menn ab ræba auglýsingu Ölgerbar Egils Skalla- grímssonar á nýja dökka bjórnum sem birtist í Morgunbla&inu í gær. Fullyrt er ab þeir hjá Ölger&inni hafi verib lengi að velta fyrir sér hvort fyr- irtækið ætti ab fara þessa skrípaláta- leib íauglýsingum. Áendanum munu þeir ekki hafa talib sig hafa abra valkosti og ákvebib ab birta þessa einu auglýsingu, þeir væru ab markabssetja nýjan bjór undir sama nafni og bjór sem reyndist flopp í sölu. Egils dökkur (eldri) seldist sama og ekkert og því var settur á markab- inn Egils dökkur (nýrri) sem er veikari en annar bjór og og því ódýrari og auk þess í stærri dósum. Áfengis- verslunin sagbi hins vegar hingab og ekki lengra og þvertók fyrir ab selja bjór meb nýju nafni - það væri ný vara. Því situr ölgerbin uppi meb nýj- an bjór meb óseljanlegu nafni..... • Einn þeirra sem sóttist eftir því ab verba frambjóbandi til Bessasta&a var nuddarinn góbi, Gu&mundur Rafn Geirdal. Hann skorti 999 meb- mælendur. En hann er ekki af baki dottinn heyr&um vib fullyrt í heita pottinum ígær. Hann er sagbur sta&rábinn í ab gefa kost á sér í for- setakjöri árib 2000... • Matvælaskólinn mikli í Kópavogi opnar í haust. Þar eiga matreibslu- menn, þjónar, bakarar og fleiri ab læra sína list. Hvíslab er um a& erfið- lega gangi með byggingu og inn- réttingu hússins, einkum öflun tækja. Ljóít sé að skólinn geti ekki hafið starfsemi fyrr en seint í haust vegna tækja sem ekki voru pöntub í tíma...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.