Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. júní 1996 11 Jón F. Hjartar Jón F. Hjartar var fœddur 15. ág- úst 1916 á Suöureyri við Súg- andafjórð, hann lést31. maís.l. á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykja- vík. Foreldrar hans voru hjónin Friö- rik Hjartar skólastjóri, f. 15. sept- ember 1888, d. 6. nóvember 1954, og Þóra Jónsdóttir Hjartar, f. 19. desember 1897, d. 31. desember 1982. Bjuggu þau fyrst á Suður- eyri við Súgandafjörð, síðan á Siglufirði og á Akranesi. Systkini Jóns voru fimm: Sigríður, f. 4. nóvember 1914, d. 21. febrúar 1972, gift Þórleifi Bjarnasyni, d. 22. september 1981; Svavar, f. 7. júlí 1923, d. 12. febrúar 1933; Ólafur, kvœntur Sigríði Sigurðar- dóttur; Guðrún, gift Adam Þor- geirssyni, og Ingibjórg, gift Þorgils Stefánssyni. Jón kvcentist Rógnu Hjartardótt- ur, f. 3. júlí 1927, þann 3. júlí 1947. Foreldrar hennar voru Hjörtur Hinriksson, sjómaður á Flateyri, og kona hans Guðríður Þorsteinsdóttir. Jón ogRagna eign- uðust 3 syni. Þeir eru: 1) Hjórtur, f. 11. júní 1948, rekstrarhagfrœð- ingur. Kona hans er Jakobína Sig- tryggsdóttir, eiga þau 2 börn, Sig- trygg Klemenz og Rögnu. Sigtrygg- ur Klemenz er kvœntur Ragnheiði Guðmundsdóttur og þeirra börn eru Hjórtur Páll og Herdís Helga. 2) Friðrik, f. 8. október 1951, prestur. Kona hans er Anna Nils- dóttir og eiga þau 3 börn: Jón Fjölni, Kristrúnu og Steinunni Rögnu. 3) Rúnar, f 27. september 1958, yélvirkjameistari. Kona hans er Áslaug Arndal. Nám: Jón lauk gagnfræðaprófi frá gagnfrœðaskóla Siglufjarðar, íþróttakennaraprófi frá Laugar- vatni 1937 og framhaldsnámi í íþróttum frá Idrœtsh0jskolen Gerlev í Danmörku 1939. Sótti síðan íþróttanámskeið í Svíþjóð. Starfsferill: Jón var íþróttakenn- ari við barna- og gagnfræðaskól- ana á Siglufirði, Flateyri og víðar. Hann vann við skrifstofustörf og almenna kennslu á Flateyri ásamt ýmsum öðrum störfum. Hann var fulltrúi sveitarstjóra í Borgarnesi og seinna deildarstjóri á bœjar- skrifstofu Kópavogs. Félagsstörf: Jón starfaði innan íþróttahreyfingarinnar ífjólda ára og var scemdur margvíslegum heiðursmerkjum fyrir störf sín og árangur. Hann tók þátt í starfi Góðtemplarareglunnar frá unga aldri og var heiðursfélagi þar. Hann var félagi íRótary og einnig í Oddfellowreglunni. Jón var virk- ur í kór- og safhaðarstarfi bæði í Borgarnesi og við Áskirkju í Reykjavík. Útfórjóns fer fram frá Áskirkju í Reykjavík ídag, 7. júní, kl. 15. Afi minn var efni í mann sem gæti orðið vel 100 ára. Hann lifði heilbrigðu líferni, bindind- ismaðui á áfengi og tóbak og hafði gott líkamlegt atgervi. A yngri árum afreksmaður í íþróttum og hann hélt sér í formi með mikilli hreyfingu lengst af. En ekki fer allt sem ætlað. Fyr- ir nokkrum árum kom á daginn að afi var með Alzheimersjúk- dom, sem smám saman tærði hann upp að innan. Slíkur sjúk- dómur rænir menn því sem er þeim kærast: minningum lífsins og sjálfstæðri, rökrænni hugs- un. Ég minnist afa míns sem glaðs og góðs manns. Heimilið hjá ömmu og afa var stöðugleika- punktur í tilverunni, þar voru dyrnar alltaf opnar. Grjóna- t MINNING grautur í hádeginu á laugardög- um var einn af þessum föstu lið- um sem alltaf var hægt að reikna með. Afi sá um afagraut- inn og amma um allt hitt, jóla- kökuna og kaffið. Með fyrstu minningum um afa minn var að hann kenndi mér ólsen ólsen, enda hann . sjálfur mikill spilamaður. Hann var alltaf til í að taka slag. Því tapsárari sem ég varð, því ákveðnari var hann í að kenna mér tilviljanakennd spila- mennskunnar. Aðdáun mín átti sér heldur engin takmörk, sér- staklega saf nið af verðlaunapen- ingum fyrri tíma; hefur sjálfsagt vaxið i frásögn minni meðal jafhaldra þar sem hinir mörgu Islandsmeistaratitlar voru í fyr- irrúmi. Ég minnist afa míns sérstak- lega sem mikils félaga á ung- lingsárunum. Það var eins og við næðum æ betur saman með aldrinum og yrðum meiri félag- ar en afi og barnabarn. Þær voru ófáar bíóferðirnar sem við fór- um í saman, þar sem skrafað var um hina gömlu, góðu daga, ég fræddur um steinasafnið eða að hann reyndi að kenna mér að setja saman vísur. Vísnasmíðin var honum mikilvæg, enda ekki sent afmælis- eða jólakort sem ekki var vísa í. Á síðustu árum þurfti afi mikla og stöðuga aðhlynningu. Það hafa verið erfiðir tímar, sér- staklega fyrir ömmu Rögnu. Styrkur hennar og dugnaður hefur verið til fyrirmyndar. Síð- ustu 3 árin dvaldi afi á Hjúkrun- arheimilinu Eir í Grafarvogi þar sem hann fékk alla þá bestu að- hlynningu sem hægt var að veita manni með slíkan sjúk- dóm. Það er til mikils sóma aö þjóðfélag geti boðið þegnum sínum slíkt ævikvöld. Klemmi „Án er illt gengi, nema heiman hafi," segir gamall málsháttur. Hann Jón mágur minn er lát- inn, tæplega áttræður. Okkar kynni höfðu staðið í hálfa öld og ári betur. Að vísu hafði ég heyrt hans oftlega getið áður sem eins fremsta íþróttamanns landsins, methafa í spjótkasti o.fl. greinum. Heimili foreldra hans, frú Þóru Jónsdóttur og Friðriks Hjartar skólastjóra, var rómað sökum menningarlegra við- horfa, söngs og glaðværðar og félagslegrar þátttöku fjölskyld- unnar. Á tímabili vissi ég ekki hvort ég var hrifnari af heima- sætunni eða heimilisbragnum. Ég geri mér grein fyrir því, að arfurinn að heiman var ein meginástæðan fyrir hinu góða gengi Jóns um ævina. Ekki að- eins á sviði íþrótta og söngs, heldur einnig á hinu félagslega og sviði mannlegra samskipta. Ég sá hann fyrst á dansleik í Gúttó. Dansfærni hans og syst- urinnar var með þeim hætti að við lá að ég legði þá íþrótt á hill- una. En Jón var ekki aðeins snjall íþróttamaður og dansari, heldur er allur hans félagslegi ferill með eindæmum glæsileg- ur. Við eigum ekki marga slíka um þessar mundir. Þátttaka hans í ungmennafélags- og íþróttahreyfingunum, Góð- templaraieglunni, Rotary, Odd- fellow o.fl. félögum, að ógleymdu starfi hans með kárla- og kirkjukórum, voru ekki nein skyndikynni, eða eins og þegar fluga sest á blóm, heldur varan- leg og virk áratugum saman. Það nægir að geta þess, að flest þessi samtök hafa ýmist gert hann að heiðursfélaga eða sæmt hann æðstu heiðursmerkjum og viðurkenningum fyrir störfin. En hann var svo lánsamur að eignast óvenjulegan lífsföru- naut, sem ekki aðeins umbar og skildi þessa óvenjulegu félags- legu þátttöku hans og þarfir til starfa á þeim vettvangi, heldur vann með eftir því sem tími vannst til. Þótt Jón væri góður heimilisfaðir, kom uppeldi drengjanna og mótun heimilis- ins mest í hennar hlut. Sunnu- dagsbíltúrinn var ekki farinn fyrr en sungið hafði verið við messu. Margháttaður og mikill kostnaður vegna félagslegrar þátttöku og stuðningur við fjöl- þætt mannúðarmál var meira virði en ferð á sólarstrendur. Og tengslin við allan vinahópinn þeirra kostuðu sitt í tíma og fjár- munum. Heillaskeyti var ekki aðeins „til hamingju með dag- inn", heldur heil vísa, persónu- leg kveðja full af hlýhug og vin- áttu. Eða allar gestabókavísurn- ar gerðar í andrúmi augnabliks- ins, ekki alltaf dýrt kveðnar en rétt, en hann var góður ís- lenskumaður eins og faðir hans. í þrjá áratugi orti hann jólavísu og skrifaði á kort til nærri tvö- hundruð heimilisvina. Hann var vinmargur og átti engan óvin, alltaf glaður og reifur og græskulaus, en jafnframt stað- fastur hugsjónamaður. Ég rek ekki starfsferil hans við öflun daglegs brauðs, en þar vann hann mikilvæg störf við meðferð fjármuna og bókhald, sem sýndu að honum var treyst og hann var traustsins verður. En fyrir nokkrum árum kom áfallið. Hann greindist með Alz- heimersjúkdóminn. Það var hörmulegt að sjá hvernig þessi glaði og góði drengur var smám saman að deyja, fyrst andlega, svo líkamlega. Lengi gat hann þulið kvæði, síðan tekið undir gömlu og góðu lögin með systk- inum og vinum, arfur í vitund- inni frá söngglaða bernsku- heimilinu. Síðasta árið ekkert tjáð sig og að lokum varla bros- að. Okkur nákomnum verður minnisstætt hvernig hún Ragna brást við þessu öllu. Hversu að- dáanlega þolinmæði, ástúð og umhyggju hún hefur sýnt hon- um og unnið þó jafnframt fullt ábyrgöarmikið starf. Reyndar var það aðeins staðfesting á hennar miklu mannkostum. Síðustu þrjú árin hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilinu Eir og notið þar frábærrar umönn- unar. Ég á vart orð til að lýsa að- dáun minni á starfsfólki þeirrar stofnunar, sem annast þessi stóru börn með svo margar erf- iðar þarfir og sérstætt atferli, sem þróast í öfuga átt við venju- leg lítil börn. Fólk sem verður að gefa svo mikið af sjálfu sér og fær laun í öfugu hlutfalli við framlag sitt. Við tengdafólk Jóns flytjum þakkir og biðjum því guðsblessunar. Rögnu, sonum þeirra og fjölskyldum vottum við einlæga samúð. Þorgils Stefánsson Jón F. Hjartar íþróttakennari andaðist 23. þ.m. eftir langdreg- in veikindi. Hann var fæddur 1916 á Suð- ureyri við Súgandafjörð. For- eldrar hans voru Friðrik Hjartar skólastjóri og Þóra Jónsdóttir kona hans. Jón fékkst við ýmis- legt um ævina annað en íþrótta- kennslu. Hann var póstaf- greiðslumaður á Flateyri 1948- 1961 og var auk þess starfsmað- ur hreppsins. Síðan vann hann á skrifstofu sveitarstjóra í Borg- arnesi 1962-1973 er hann flutti til Reykjavíkur. Eftir það vann hann um hríð hjá Kópavogsbæ. Hann giftist 1947 ágætri konu, Rögnu Hjartardóttur sjó- manns á Flateyri Hinrikssonar og konu hans Guðríðar Þor- steinsdóttur. Árin sem Jón Hjartar var á Flateyri áttum við margháttað samstarf að ýmsum félagsmál- um og er margs skemmtilegs að minnast frá honum og heimili þeirra hjóna á þeim árum. Síðan bar leiðir okkar saman í Reykjavík þar sem við reyndum enn að verða bindindishreyf- ingunni að einhverju gagni. Mér þykir nú mjög við hæfi að enda þessi kveðjuorð með af- mælisljóði, sem er kveðja stúku Jóns til hans þegar heilsu hans var tekið að hnigna. Þannig kveður nú bindindis- hreyfingin á íslandi öruggan liðsmann sem aldrei brást. Það bíður elli allra er fá að lifa, og um það virðist lítil þörfað skrifa, sú hönd er spjóti henti lengst á velli mun heft og stirðna er völdin tekur elli, þeir fcetur verða að gera sér að góðu að ganga hægt er ftmast dansinn tróðu. Og svona ferþað alltaffyrir okkur að einhvemtíma bugastþessi skrokk- ur. En samt skal engar hafa harmatölur þó hverft að baki þessi gengni spölur og lögmálþað að grasið grói og hnígi ígildi sé á þessu ævistigi, því andinn liftr ofargervi dagsins, sá andi er vígður hugsjón bræðra- lagsins. Og andans þroska erum við að leita, þó ýmislega kunni um sinn að veita. Og nú er okkurþörfá þakkarorðum: Við þekkjum ei að gengið haft úr skorðum þinn góði vilji að verða að liði og styðja er vantar hjálp og stuðnings þarfað biðja. Við eigum draum um fegra lífífram- tíð, og fylgja þangað reynum okkar sam- tíð, efeinhverþar um alvöruleysi kvartar sú ásökun er flarri Jóni Hjartar. H.Kr. DÓMS- OG KIRKjUMÁLMÁÐUNEYTIÐ Tilkynning um ísetningu ökurita sem skráir aksturs- og hvíldartíma ökumanna Dómsmálarábuneytib hefur gert samkomulag vib Vegagerbina um framkvæmd reglna um aksturs- og hvíldartíma ökumanna í innan- landsflutningum. Nokkur verkstæbi hafa verib faggilt til ab annast frágang ökurita í bifreibir og önnur eru á lokastigi faggildingar. Ekkert á ab vera þvítil fyrirstöbu ab eigendur (umrábamenn) bifreiba, sem ber skylda til ab hafa viburkenndan ökurita í bifreibinni og ekki hafa þegar látib vib- urkenna hann á faggiltu verkstæbi, láti gera þab. Lögregla og vegaeftirlitsmenn munu fylgjast meb ab gengib verbi frá viburkenndum ökurita íbifreibir, sem skulu hafa slíkan búnab, og ab öllum reglum um aksturs- og hvíldartíma verbi framfylgt. Eftirfylgnin verbur þessi: a. Frá og meb 1. júlí n.k. skal eigandi (umrábamabur) bifreibar hafa látib ganga frá ökurita í hana á faggiltu mælaverkstæbi, eba a.m.k. vera meb skriflega stabfestingu í bifreibinni um ab hann hafi frátekinn tíma á slíku verkstæbi til ab láta ganga frá ökurita í bifreibina. b. Frá og meb 1. ágúst n.k. skal eigandi (umrábamabur) bifreibar hafa látib ganga frá ökurita í bifreibina á faggiltu mælaverkstæbi. Fyrst um sinn verbur eftirfylgnin mest á þeim svæbum þar sem mælaverkstæbi hafa verib samþykkt og gagnvart þeim bifreibum og ökumönnum sem eru í langakstri. Vegagerbin og lögregla hafa heimild til ab fresta abgerbum í landshlutum þar sem eigendur (um- rábamenn) bifreiba hafa ekki haft abstöbu til ab fá ökurita vibur- kennda í bifreibir, enda sé bifreibin þá ekki notub utan þess svæbis. Til þess ab komast hjá óþægindum eru eigendur (umrábamenn) bif- reiba, sem falla undir þá skyldu ab hafa viburkenndan ökurita í öku- tækinu til ab skrá aksturs- og hvíldartíma ökumanna á skráningar- blab, eindregib hvattir til ab hlíta í öllu reglum sem dómsmálarábu- neytib hefur gefib út um aksturs- og hvíldartíma o.fl. í innanlands- flutningum og vib flutning innan Evrópska efnahagssvæbisins, sbr. reglugerbnr. 136/1995. Vegagerbin mun veita allar nánari upplýsingar um framkvæmd reglnanna, ísetningu á ökuritum og eftirlit meb aksturs- og hvíldar- tíma ökumanna. Dómsmálaráouneytio, 4. júm'1996. F.h.r.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.