Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. júní 1996 eftir liföi dagsins til að flakka á milli Austurstrætis, Borgar- túns og Kringlu til að heilsa upp á fólk. Eftir viðkomu í Ráðhúsinu í dag til að kjósa sagðist Pétur myndu vera í sambandi við starfsmenn kosningaskrifstofu sinnar. „Síðan bíðum við úrslitanna á kosningavöku á Hótel íslandi sem byrjar kl. 10." Margföld- unaráhrif auglýsinga „Ég er búinn að vinna kosn- ingarnar og þarf því ekkert að nota daginn til að hala inn at- kvæði. Hvert einasta atkvæði sem til mín fellur eru sterk skilaboð um það að forseta- embættið vinni að þessum friðarmálum. Það er mjög mikilvægt að ég fái sem flest atkvæði en þau verða nú helst að koma frá fólkinu sjálfu. Mér finnst ég ekki geta verið að smala þeim saman eins og maður heyrir að sjálfstæðis- flokkurinn geri með því að hringja í fólk um miðjar næt- ur og heimta að það kjósi eitt- hvað visst," sagði Ástþór sem var staddur á skrifstofu Friðar 2000 í gærdag. „Ég er búinn að kynna mál- staðinn og svo verður hann að fá að gerjast eins og gott vín. Þegar það er orðið eins og fullþroska vín þá springur málstaðurinn út eins og blóm." Abspurður um hvort margir stuðningsmenn hans til for- seta séu búnir að kaupa aðild að Friði 2000 sagði Ástþór ekki hafa gengið sérstaklega eftir því að fólk gerði það. „En þegar fólk verður hætt að skiptast svona í flokka út af þessu forsetaframboði þá för- um við í það að reyna að mynda betri samstöðu um Frið 2000." „Nú er málstaðurinn kom- inn til skila og fólk skilur hvað við erum að tala um. Fólk gerði það ekki áður held- ur leit bara á mig sem ein- hvern jólasvein sem væri í því að fara með pakka til krakka. Gríbarleg stemning ríktí á kosningaskrifstofu Guðrúnar Agnarsdóttur þegar blabamann bar ab garbi. Kirsuber, vínber, bananar og abrir ávextirgáfu skrifstofunni subrœnan blœ. En nú í kjölfarið á kosningun- um munum við byggja upp hópa um allt land sem starfa að þessu og eftir kosningar held ég bara áfram að byggja upp starf Friðar 2000." Astþór samsinnir því að eins konar margföldunaráhrif fari af stað þegar fjármagn er notað til auglýsinga sem veittar eru út í miðja kosningabaráttu. Því hafi málstaðurinn vakið meiri athygli en ella vegna þeirrar umræðu sem óhjákvæmilega er í kringum forsetakosningar. Hann er einnig mjög ánægður með þau áhrif sem áhugamál hans, alheimsfriður, hefur haft á kosningabaráttuna. „Við skulum taka mann eins og Pét- ur sem byrjar sína kosninga- baráttu á að tala um að það sé fjarstæða að forsetinn vinni að friðarmálum. Hann endar bar- áttuna á auglýsingu þar sem hann segir beint að forsetinn eigi að stuðla að friði." -LÓA Þjóblegar pönnukökur meb sykri stóbu fylgismónnum Péturs Kr. Hafstein til boba þegar þeir áttu leib um Borgartúnib ígœrþar sem kosningaskrífstofa hans er til húsa. Þar voru starfsmenn skrif- stofunnar nokkub afslappabir og lítib virtist af abkomufólki. Ragnheibur I. Þórarinsdóttir efna- verkfræbingur. Mynd Púlsinn. Endurvinnsla hjólbaröa: Fara gömul dekk í Sementsverk- smiðjuna? Mikill áhugi hefur vaknab hér á landi á endurvinnslu hjólbarða eins og víba erlendis. Urbun þeirra er afar óæskileg í umhverf- islegu tilliti, en hjólbarbana má nýta á ýmsa vegu. Ragnheibur I. Þórarinsdóttir efnaverkfræbingur segir í Púlsin- um, blaði Iðntæknistofnunar, að söfnun hjólbarða sé kostnaðarsöm, sem og flutningur þeina og flokk- un til endurnýtingar. Víða erlendis hefur verið sett umhverfisgjald á selda hjólbarða til að standa straum af kostnaði við endur- vinnsluferlið. Árlega eru flutt til landsins um 3.000 tonn af nýjum hjólbörðum og belgjum til sólunar. Nýtingarmöguleikar eru margvís- legir. Til dæmis sem fylliefni í nýj- ar vörur. Raspur sem fellur til við sólun er nýttur til framleiðslu á ýmsum vörum, svo sem millibobb- ingum, mottum og fleiru. Heil dekk hafa verið endurnýtt sem þybbur á bryggjur þar sem skip leggjast að. Þá hefur brennsla til orkunýtingar færst í vöxt víða er- lendis, til dæmis í sementsverk- smiðjum. Bendir Ragnheiður á að brennsla hjólbarða í Sementsverk- miðjunni á Akranesi sé áhuga- verður kosrur. Þá hafa menn haf- ib að nýta gúmmíið til vegagerð- ar en sú nýting er enn á til- raunastigi. -]BP Skrifstofa CAFF tekur til starfa á Akureyri Ástþór var á skrifstofu sinni hjá Fribi 2000 íAusturstrœtí. Þar reyndist vera meiri ys en á sjálfri kosningaskrifstof- unni enda segist Ástþór vera búinn ab vinna kosningarnar, á sinn hátt. Skrifstofa samvinnuverkefnis um náttúruvernd á norburslóbum (CAFF - Conservation of Arctic Flora and Fauna) hefur tekib form- lega til starfa á Akureyri. Snorri Baldursson líffræðingur hefur ver- ib rábinn verkefnisstjóri CAFF til eins árs, en skrifstofan er til húsa í Hafnarstræti 97, Akureyri. Skrif- stofa CAFF starfabi í Ottawa í Kan- ada í um tvö ár áour en hún var flutt til Akureyrar, þar sem hún verbur staðsett um sinn a.m.k. CAFF er samvinnuverkefni átta þjóða (Bandaríkjanna, Kanada, Rússlands og Norðurlandanna fimm, sem er hluti víðtækara sam- starfs þjóðanna um umhverfis- vernd á norðurslóðum, sem var sett á laggirnar í Rovaniemi í Finn- landi árið 1991. Á fundi sem Gub- mundur Bjarnason umhverfisráb- herra sótti ásamt umhverfisráb- herrum hinna ríkjanna 7 í Inuvik í Kanada í mars var samþykkt ab setja þetta samstarf í formlegra horf.með stofnun sérstaks Norður- skautsráðs. Ráðherrarnir ákváðu þar einnig forgangsverkefni fyrir CAFF, sem verða m.a. framkvæmd áætlunar um vernd stuttnefju og langvíu og gerb áætlunar um hvernig ákvæðum sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni verður fylgt eftir á norð- urslóðum. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.