Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 5. júlí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1. 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sigur lýðræbis Úrslit forsetakosninganna í Rússlandi sýna að þrátt fyrir allt kjósa íbúarnir að feta áfram braut lýðræðis og frjáls markaðskerfis. Afgerandi sigur Jeltsíns og þeirra afla sem standa að baki honum er örugg vísbending um að þjóðir ríkjasambandsins kæra sig ekki um að hverfa aftur til stjórnarhátta gömlu Sovétríkjanna þrátt fyrir að margt hafi farið úrskeiðis í þeirri fálmandi lýðræðisþróun sem orð- ið hefur síðan Ráðstjórnarríkin liðu undir lok. Boris Jeltsín nýtur tæpast persónuvinsælda og starfsemi þess flokks sem hann styðst við er hvorki gróin né stöðug á vestræna vísu, fremur en ann- arra lýðræðisflokka austur þar, þar sem liðhlaup eru tíð og stjórnmálamenn eiga ekki auðvelt með að stilla saman strengi sína. Flokkur kommúnista er sá eini sem stendur á gömlum stoðum, sem þó eru feysknar og vænta Rússar sér ekki afreka eða endurreisnar úr þeirri átt, eins og kosningar til þings og forsetaembættis eru vitnisburður um. Ekki fer á milli mála að heilsa forsetans er bág- borin og fer hrakandi. Undir hans stjórn hefur efnahag farið hrakandi, borgarastyrjöld geisar og glæpir og upplausn hrjá samfélög ríkjasambands- ins. Samt kjósa Rússar Jeltsín, að því er virðist vegna þess að ekki er kostur á öðru betra. Það hlýt- ur einnig að vega þungt að forsetinn og hans menn stefna að jákvæðri lýðræðisþróun og að taka sér vestrænar manngildishugsjónir til fyrirmynd- ar. Þótt á ýmsu gangi í þeim ferli standa vonir til að úr rætist og að Rússar eigi eftir að njóta auð- legðar sinnar og öðlast þá reisn heima fyrir og á al- þjóðavettvangi sem þeim ber. Tveir forsetaframbjóðenda sem fengu saman- lagt rúmlega tuttugu af hundraði atkvæða í fyrri umferð kosninganna, gengu til liðs við Jeltsin í síðari umferð og sýnir það eitt með öðru að kosn- ingarnar stóðu fyrst og fremst um hvort kommún- istar kæmust aftur til valda eða ekki. Kosning Jeltsíns segir ekki allt um stjórnmála- þróunj í Rússlandi því að í hópi stuðningsmanna hans eru menn af ólíku sauðarhúsi, eins og fágaði hagfraíðingurinn Javlinskí og hershöfðinginn Le- bed, sem báðir voru í framboði í fyrri umferð. Annarjer formælandi markaðshyggju á vestræna vísu, hinn þjóðernissinnaður hermaður, sem heit- ir að koma á röð og reglu í ríkinu og auka veg þess meðal nervelda. Heilsufar forsetans veldur áhyggjum því enginn er varaforsetinn og gert er ráð fyrir að forsætisráð- herra taki við ef forseti fellur frá. En í það embætti er ekki kosið og getur sterkur maður komist í ein- staka valdaaðstöðu án þess að vera til þess kjörinn. En ekki er ástæða til að láta í ljósi neina svart- sýni um framtíð Rússlands. Lýðræðissinnar hafa þar greinilega góðan meirihluta og Rússar hafna afturhvarfi til miðstýringar og stöðnunar og kjósa að feta sig áfram á braut frjálsræöis og markaðs- kerfis, með kostum þess og göllum. Því ber að fagna sigri Jeltsins í þeirri von að hug- myndir hans um lýðræði og opið þjóðfélag nái að festast í sessi í rússneskri stjórnmálaþróun. Syndaaflausn eba neybarabstob Það er ekki allsstaðar jafn gott aö lifa í henni ver- öld eins og uppá okkar litla skeri þar sem, þrátt fyrir noröannæðing og nepju, nánast flestir landsmenn hafa í sig og á og næsta fátítt er aö menn komi hver öðrum fyrir kattarnef. í sumum hlutum veraldarinnar sveltur fólk heilu hungri og deyr jafnvel af næringarskorti. Merkilega víða er mannfólkið að dunda sér við að murka lífið hvert úr öðru með styrjaldarbrölti og í Evrópu hafa stríðsherrar Balkanskagans sigað saman tindátum sínum og slátrað íbúum heilu byggðarlaganna mörg undanfarin ár, líkt og íslenskir garðeigendur murrka lífið úr skordýrum í görðum sínum, án þess að umheimurinn hafi lagt sérlega hart að sér til aðstoðar þeim sem lítils eða einskis máttu sín gegn ofbeldinu. Alþjóðastofnanir, ríkisstjórnir, trúarleiðtogar og margir fleiri hafa svosum haft um það mörg fögur orð að það þurfi endilega að veita þjáðum aðstoð og stöðva þetta stríð og þeir eru ótaldir stjórnmála- mennirnir sem talað hafa fyrir friði. En einhvern veginn hefur það nú verið svo að orð hafa mátt sín frekar lítils gegn hvínandi byssukúlunum og orð vestrænna stjórnmála- manna hafa veitt þeim foreldrum litla huggun sem horft hafa á ung börn sín sundurskotin í til- gangslausu stríðsbrjálæði. Bardögum og fjölda- morðum á Balkanskaga fór nefnilega ekki að linna fyrr en stríðsherrana þvarr skotfærin. Talab fyrir fribi En allan tímann sem íbúar Balkanskaga liðu þrautir og þjáningar talaði hinn vestræni heimur um nauðsyn þess að veita aðstoð. Og stjórnmála- menn hins vestræna heims tölubu og töluðu. Hugdjarft fólk með háleitar hugsjónir fór til hjálparstarfa á Balkanskaga í þeirri von að geta veitt þjáðum líkn en þjóðir hins vestræna heims héldu áfram að tala. Síban fór þjóðum hins vest- ræna heims að renna til rifja nauðin og ástandið á Balkanskaganum og þjóðirnar vildu á einhvern hátt sefa samviskuna sem var farin að narta ofur- lítib í þjóðarvitundina víðast hvar, þó lítið bæri raunar á því. Trúarleiðtogar kirkjunnar fundu einusinni uppá því snjallræbi að veita fólki, aðallega höfðingjum þó á þeirri tíð, syndaaflausn með því að heimila þeim ab greiða sig frá syndunum. Altsvo semsagt, syndarinn borgaði einhverjar krónur og var þá klár og kvitt við Guð og menn, en þó aðallega kirkjuleg yfirvöld ab sjálfsögðu. Þessa leið völdu þjóðir heimsins. í stab þess að veita öfluga aðstoð og knýja stríðsherrana frá völdum og ríkisstjórnir þeirra til friðar völdu þjóðir heimsins þá leið að kaupa sér syndaaflausn. Vandamál ab losna vib hjálpargögn Garra þótti athyglisvert ab hlusta á unga ís- lenska konu sem staðið hefur fyrir hjálparstarfi á Balkanskaga. Hún er einmitt full- trúi hinna háleitu hugsjóna, þó hún hafi sjálf viðurkennt að hug- sjónirnar hafi heldur glatab flug- inu og þannig sé því almennt farið með fólk sem vinnur að hjálparstarfi á stríðshrjáðum svæðum. Það kom Garra hins vegar lítið á óvart þegar unga konan lýsti hvernig dreifingu hjálpargagna var háttab. Dreifingin var stjórnleysið holdi klætt, skipulagið nánast ekkert og vonlaust að hafa ein- hverja stjórn á því. Eitt byggðarlagið var kaffært í asperíntöflum afþví einhver ríkisstjórnin ákvab að kaupa sér syndaaflausn með því ab kaupa as- períntöflur handa byggðarlaginu. Mikill skortur var á lyfjum og sjúkragögnum víðast hvar á stríbs- hrjábum svæðum Balkanskaga en á svæbi þessar- ar íslensku stúlku flæddu lyfin inn í slíku magni að það var beinlínis óviðrábanlegt vandamál. Nú er friðvænlegra á Balkanskaga og þá er eitt stærsta vandamálib sem við er ab eiga hvernig fara eigi að því að losna viö birgðir af ónotuöum og ónauð- synlegum hjálpargögnum. Það er nefnilega ansi oft þannig í pottinn búið ab hjálp vib naubstadd- ar þjóbir kemur helst að gagni við að veita gefand- anum syndaaflausn, en þeim að minna gagni sem raunverulega þarf á henni ab halda. Garri GARRI Jazz á kosningavöku Kosningadagurinn síbasta laugardag var svolítið öbruvísi hjá greinarhöfundi en abrir kosningadag- ar að undanförnu. Dagurinn byrjaði meb því að fjölskyldan fór og kaus í barnaskólanum á stabn- um fljótlega eftir að kjörstaðir voru opnabir. Þar með var hlutverki mínu í þessum kosningum lok- ið þann daginn og aðeins eftir að bíða eftir úrslit- um. Þab hafði verið boðab að fyrstu tölur kæmu nokkrar mínútur yfir tíu um kvöldið. Úrslit ráöin Ég hafbi það á tilfinningunni að úrslit væru ráð- in. Ég hafði heyrt á viðtölum við fólk ab Ólafur Ragnar hefði afar traust fylgi á Austurlandi og ég hafbi einnig á tilfinningunni að Guðrún Agnars- dóttir væri á uppleið. Allt þetta reyndist rétt. Svona hlutir berast meb vindinum. Nú var það svo að kosningadaginn bar upp á sama dag og jazzhátíð á Egilsstöð- um, en ég er vanur aö sækja þá samkomu ef föng eru á. Það var því ákveðið að slá þessu upp í kæruleysi og hlusta á tríó Eyþórs Gunnarssonar og Ellen Kristjánsdóttur um kvöldið. Klukkan níu vorum við því búin að koma okkur fyrir í Valaskjálf og fólkið, sem tók jazzinn fram yfir kosningavökuna, var farið að tínast ab. Það var ekki troðfullt, en fjölga&i eftir því sem á kvöld- ið leiö. í hliðarsal var hægt að horfa á sjónvarp fyrir þá sem það vildu, og ég hafði í huga að skjót- ast upp úr klukkan tíu og vita hvort tilfinning mín fyrir úrslitunum væri rétt. Fótboltamaður á barnum Árni ísleifsson var byrjaður að hita upp með sínu liði, og mér fannst rétt að fá mér einn bjór á barnum til þess að undirbúa mig fyrir fyrstu tölur og vera móttækilegur fyrir hina bláu tóna. Á barn- um var maöur, sem ég bar ekki kennsl á, veit ekki hvort hann þekkti mig, en hann vék sér strax að mér. Þetta var nokkuð feitlaginn ungur maður, kringluleitur og brosandi og greinilega í hátíðar- skapi, því þjónninn var í önnum að skreyta glas hans meb rauðum berjum og regnhlíf og átti greinilega í nokkrum vandræðum með ab koma þessu fyrir. Maburinn víkur sér að mér og sýnir mér með hinu mesta stolti merki í jakkabobungn- um. Hann var svo hreykinn, að fálkaorða hefbi ekki kallað fram meira stolt, og sagði að á merkinu stæði ísland. Ég setti upp gleraugun og rýndi á merkið, en botnaði ekki neitt í neinu, hélt helst að hér væri um að ræba eitthvert mjög þjóðlegt merki í tilefni af forsetakosningum. Að lokum gafst maðurinn upp og sagði að þetta væri klúbb- merki Manchester United. Já, fótboltinn lætur ekki að sér hæða. Fyrstu tölur Nú var komið að því að hlýða á fyrstu tölur og ég brá mér inn í hliöarsal. Mér var tjáð í dyrunum a.b þetta væri alveg í takt vib skoöanakannarnir og svo reyndist vera. Þá var ekkert annað að gera heldur en hlusta á næsta lag, og gleyma sér við það að hlusta á bassann hans Þórðar Högnasonar, en hann er sannkallaður snillingur á það hljóð- færi og sólóleikur hans fyllti upp í salinn. í hléinu var aftur litið inn í hliðarsalinn og þá hafði hann fyllst af fólki sem var að hlýba á vibtal við forsætisráðherra, sem ég hafði á tilfinningunni að væri ekki í sínu besta skapi og var að útskýra greinarmerkjasetningu í hyllingu fósturjarbarinnar og forsetans við þing- setningu. Fólkib horfði andaktugt á og mátti hey4a saumnál detta. Davíð lýsti því einnig yfir að dórrjur þjóðarinnar yrði ekki endurskoðaður og síðan var talib fellt og ég hvarf á vit jazzins aftur. Nú var Ellen byrjuð að syngja „Love for Sale", sem Billie Holiday gerði frægt fyrir hálfri öld eða svo. Ellen er mögnuð söngkona og hljómsýeitin, sem var skipuð þeim Eyþóri Gunnarssýni, Þórði Högnasyni og Matthíasi Hemstock, spiiaði alveg frábærlega vel. í næsta hléi hitti ég fótboltamanninn á förnum vegi og horfurnar í talningunni bárust í tal. Úrslit- in eru ljós, sagði ég, en þá var eins og hátíðarskap- ið hefði yfirgefið manninn og hann neitaði að trúa. Ef hann hefur verið Austfirðingur, tilheyrir hann sennilega þeim helmingnum sem ekki kaus Ólaf Ragnar. Þannig leið kvöldib og klukkan var farin að ganga tvö er við gengum út í bjarta nóttina. Þá var ljóst orðið að Ólafur Ragnar Grímsson yrði næsti forseti íslands, og mál að búa sig undir næsta dag. Svo mikib er víst að Snæfellið var á sínum stað eft- ir kosningaúrslitin. Jón Kr. Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.