Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 5. júlí 1996 Vélakaup bœnda minnkab úr 7.500 milljónum í 800 milljónir á áratug: Bændur minnka vélakaup 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Ár ■ RúUubindtoÍv -V- RúUupðkkunwiUr I - Driturvélir Nœr stööugur samdráttur í fjölda seldra búvéla á umliönum áratug kem- ur glöggt fram á línuritinu. Sala rúllubaggavéla varö mjög mikil á árun- um kringum 7 990, en hún hefur nú líka stórminnkaö. Bændur hafa minnkaö véla- kaup sín um hátt í helming á rúmum áratug, miðað viö ár- legt verðmæti seldra véla reiknað til verðlags ársins 1995. Þannig reiknað hefur verb seldra landbúnaðarvéla (án vsk.) minnkað úr nærri 1.5CK) milljónum árið 1984 niður í 740-790 milljónir síb- ustu tvö árin. Þessi samdráttur hefur þó fyrst og fremst orðið á undanfömum fjómm ámm. Sala hefur dregist stórlega saman á öllum tegundum landbúnaöartækja, nema til flutninga. Kaup á heyvinnu- vélum urðu ab vísu langmest árib 1989, þegar vélakaup fyr- ir rúllubaggaheyskap náðu hámarki, kaup slíkra véla hafa nú aftur minnkað um helming og jafnvel 2/3 á sum- um þeirra. Upplýsingar um árlega sölu búvéla, bæbi fjölda þeirra og samanlagt söluverð án virðis- aukaskatts, koma fram í frétta- riti frá Hagþjónustu landbúnað- arins. Vélakaupin náðu hámarki í góðærinu 1987, enda fleiri dráttarvélar seldar það ár en nokkurt annað ár á umliðnum áratug, eða um 560 stykki. Fæst urðu þau hins vegar 175 árið 1994, en fjölgaði aftur lítillega á síðasta ári. Dráttarvélakaupin hafa að jafnaði verið um helm- ingur vélakaupa bænda í krón- um taliö, enda verð þeirra kringum 2 milljónir að meðal- tali. Kaup bænda á jarðvinnslu- tækjum hafa síðustu árin aðeins verið brot af því sem áður var, og það sama á við um vélar til kartöfluræktar og gripahirðing- ar. Kaup á tækjum til áburðar- dreifingar hafa minnkaö um 2/3. Sala heyvinnuvéla var helmingi minni í fyrra en oftast áður. Aður hefðbundin hey- vinnutæki eins og heybindivél- ar, baggahirðingartæki, hey- hleðsluvagna, baggafæribönd, heyblásara og heydreifikerfi kaupir nú enginn bóndi lengur. Sala sláttuvéla hefur minnkað um helming og sala snúnings- véla og múgavéla ennþá meira. Af rúllubindivélum, rúllu- pökkunarvélum og rúllugreip- um seldist hins vegar mikið á ár- unum 1989-1991, en markaður fyrir þessar vélar hefur nú aftur snarminnkað. Á áratugnum 1985-1995 seldust alls kringum 930 rúllubindi- og rúllupökkun- arvélar. Til samanburðar má geta þess að bú með kýr og/eða kindur eru rúmlega 3.200 í landinu, en jarðir í ábúð alls kringum 4.650 talsins. Anna Líndal. Myndlistarsýning á Sjónarhóli: Kortlagning hversdagslifsins Anna Líndal opnar einkasýningu á Sjónarhóli nk. laugardaginn undir nafninu „Kortlagning hversdagslífsins". Þar sýnir hún innsetningar ásamt ljósmyndum og við sögu koma þekktir nytja- hlutir úr hversdagslífinu, allt frá borðbúnaði yfir í skúringarfötur. Viðfangsefni hennar er einkalífið, hefðir og vægi þeirra sem stýrandi afls í nútímanum. Sýningunni lýkur sunnudaginn 21. júlí. ■ Árið 1912 fær Björn Jónsson leyfi til að byggja hús í túninu fyrir ofan Fríkirkju- veg. Húsið á að vera byggt úr steinsteypu, 13,20 x 9,40 m og anddyri 5 x 2,20 m, og standi nyrst í lóðinni. I október sama ár fær hann leyfi fyrir að byggja útihús úr timbri 5,70 x 3,80 m, sem standi suðaust- ur frá íbúðarhúsinu. Bæjaryfirvöld settu það skilyrði fyrir byggingarleyfi Björns Jónssonar, að hann annað hvort sæi sjálfur fyrir vatnsæð, ga- sæð og holræsi á sinn eigin kostnað eða næði samkomulagi við bæinn um þaö. Fyrsta brunaviröing á húsinu var gerð 24. október 1912. Þar segir að Björn Jóns- son, fyrrverandi ráðherra, hafi á lóö sinni við Fríkirkjuveg 19 byggt einlyft hús með brotnu þaki, risi og steinsteyptum vegg- svölum. Húsið er byggt úr steinsteypu, se- mentssléttaðri að utan og asfalt borið að innanveröu, með járnþaki á plægð 1" borða súð, með pappa í milli. Milligólf eru í tveimur bitalögum og í súðina er fyllt með sagspónum. Niðri í húsinu em fjögur íbúðarherbergi, eldhús, búr, matreiðslu- herbergi, gangur og einn fastur skápur, allt þiljað og með striga og pappa á veggj- um og loftum, allt málað. Þar er ein elda- vél. Uppi em sex íbúðarherbergi, baðher- bergi með baðáhöldum, vatnssalerni, þrír gangar og fimm fastir skápar, allt þiljað og með sama frágangi og niðri. Þar er einn ofn. Á skammbitum er gólf úr 5/4" borð- um. Þar er þurrkloft. Kjallari með steinsteyptu gólfi er undir öllu húsinu, meðalhæð 3 1/2 alin. Þar eru tvö geymsluherbergi, þvottahús og miö- stöðvarklefi, kolaklefi og tveir gangar. Þar er einn vatnspottur. Þá em vatns-, skolp- og gasleiðslur í húsinu. Þar er einnig miö- stöðvarhitavél með ofnum og leiöslum. Við austurhlið hússins er einlyft út- bygging með þaksvölum, byggð eins og húsið. í henni em tveir gangar, þiljaðir með striga og pappa á veggjum og loftum, málaðir. Björn Jónsson var fæddur 8. október 1846 í Djúpadal í Barðastrandarsýslu. Hann var elsta barn Jóns Jónssonar og Sig- ríðar Jónsdóttur, sem hófu búskap í Djúpadal árið áður en hann fæddist. Björn Jónsson varð stúdent frá Lærða skólanum vorið 1869. Hann var kennari í Flatey á Breiðafirði veturinn eftir stúdentspróf. Líklegt verður að telja að því hafi valdið fjárhagsörðugleikar að hann sigldi ekki til Kaupmannahafnar haustið eftir stúdents- prófiö og fór í háskóla þar, eins og venja var með stúdenta. Ári síöar sigldi hann og fór í háskóla í Kaupmannahöfn. Hann kom aftur til íslands vorið 1874. Björn Jónsson lét mikið að sér kveða í ritstörfum bæöi hér heima og erlendis. ——— Sóleyjargata 1 (Stabastaður) Hann var um árabil ritstjóri ísafoldar, en fyrsta tölublaðiö kom út í september 1874. Björn Jónsson var raungóður maður, sem vildi hvers manns vanda leysa. Hann tók ríkan þátt í hjálparaðgerðum, ef slys eða aðrar hörmungar stebjuðu að lands- lýð. Hann kom af stað söfnun fyrir fjöl- skyldur í Landeyjum, sem misstu fyrir- vinnuna þegar skip fórst fyrir Landeyjas- andi. í jarðskjálftunum, sem urðu í ágúst og september 1896, vann hann ómetan- legt björgunarstarf. Hér er fátt eitt talið. Hann varð ráðherra 13. mars 1909. Kona Björns Jónssonar var Elísabet Guðný Sveinsdóttir, fædd 17. júlí 1839 að Blöndudalshólum í Bólstaðarhlíðar- hreppi. Séra Sveinn Níelsson, faðir henn- ar, var prestur þar. Móðir hennar var Gub- rún, dóttir séra Jóns í Steinnesi. Séra Sveinn Níelsson þjónaði síban Stabar- bakka í Miðfirði, Stabarstað og Hallorms- stað. Sóleyjargata 1 (Staðastaður) heitir eftir æskuheimili Elísabetar Guðnýjar. Björn Jónsson lést árið 1912, sama ár og hann byggði húsib. Öll börn þeirra Björns Jónssonar og El- ísabetar Guönýjar Sveinsdóttur hösluðu sér völl í þjóðlífinu. En kunnastur þeirra var Sveinn Björns- son, fyrsti forseti ís- lands. í manntali frá árinu 1916 búa í Staðastaö: Elísabet Guðný Sveinsdóttir, ekkja Björns Jónssonar; Gubrún Sigurðar- dóttir hjú, fædd 27. ágúst 1869 að Vallá á Kjalarnesi; Sveinn Björnsson yfirdómslög- maður, síðar forseti, kona hans Georgía Björnsson og börn þeirra Björn, Anna, Henrik og óskírt sveinbarn. Tvær vinnu- konur vom hjá þeim hjónum, Guðný Guðjónsdóttir og Þómnn Sigríður Stefáns- dóttir. Fram til ársins 1920 tilheyrði Staða- staður Fríkirkjuvegi 19, en eftir það Sóleyj- argötu 1. Húsið var bmnavirt í september 1917. Þar segir að Sveinn Björnsson yfir- dómslögmaður hafi beðið um dýrtíðar- virðingu á húseigninni Staðastab, Frí- kirkjuvegi 19. Lýsing á húsinu er í aðalat- riðum sú sama og í fyrstu virðingu. Á þeirra tíma mælikvaröa var Staðastaður höll. Stórar svalir em til hliðar vib aðal- inngang, sem nú er Fjólugötumegin. Niðri í húsinu eru fimm herbergi, gangur og einn fastur skápur. Á þessum tíma var þar skrifstofa húsbóndans, stór dagstofa og önnur minni stofa fyrir húsmóðurina. Gluggar á stóm stofunni vísa út að garðin- HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR um með útsýni yfir Tjörnina. Kjallarinn var með steinsteypugólfi. Þá var búið að færa eldhúsið þangað nibur. Eldað var við gas og matarlyfta á milli hæða. Þar er einnig búr, tvær geymslur, þvottahús, miðstöðvarherbergi og eitt íbúðarher- bergi. Uppi em sex íbúðarherbergi, bað- herbergi með baðkeri, steypibabi, klósett, þrír gangar og fimm fastir skápar. Milli- veggir allir bæði uppi og niðri em úr bind- ingi, með tvöföldum þiljum, en að öðm leyti er frágangur uppi sá sami og á hæð- inni. Á þessum tíma þykir húsib standa í út- jaðri Reykjavíkur; stórt og vel ræktað tún var umhverfis það. í túnfætinum var gripahús fyrir hesta og kýr. í febrúar 1919 var húsið tekið til virð- ingar og er óbreytt nema ab búib er að bæta við tveimur ofnum og mótor til að framleiöa rafmagn fyrir ljós. Mjög fallegur garður er framan við hús- ið, að mestu með sama skipulagi og upp- haflega. Steinabeb með fjölskrúðugum gróðri er fyrir framan og hávaxin tré við girðinguna umhverfis garðinn. Frú Georg- ía, ásamt tengdamóöur sinni, skipulagöi og annaðist garðinn. Elísabet Sveinsdóttir andaðist árib 1922. Næstu eigendur að Staðastað vom Magnús Guðmundsson ráðherra og kona hans Soffía Bogadóttir. Síðan eignast Þor- steinn Sch. Thorsteinsson lyfsali húsið. í mati frá árinu 1939 segir ab Þorsteinn Sch. Thorsteinsson lyfsali hafi endurbætt og stækkað viðbyggingu við húsið ab Sóleyj- argötu 1. Þá lét hann múrhúða allt húsið að utan með skeljasandi og mála innan með olíumálningu. Viðbygging, sem er við austurhlib hússins, er úr samskonar efnum og frágangur eins og á aðalhúsi. Á neðri hæðinni eru tveir gangar og tveir fastir skápar, en á efri hæðinni er eitt íbúb- arherbergi og snyrting. Seinna eignaðist Kristján Eldjárn for- seti húsið. Um árabil á meöan það var í eigu hans hafði Háskóli íslands þar skrif- stofur. Ólafur Ragnar Grímsson, nýkjör- inn forseti, haföi þar skrifstofu fyrir náms- ráðgjöf á meöan hann kenndi í Háskólan- um. Frú Halldóra Eldjárn seldi Staðastað 1. apríl 1985 Gísla Erni Lárussyni, sem hefur búið þar síðan ásamt fjölskyldu sinni. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði Staöastað og hefur húsinu lítið verið breytt frá upphafi. Núna á síðustu dögum hefur þetta merkilega söguhús verið í um- ræðunni vegna þess ab Gísli Örn hefur selt Ríkissjóði það. Þar er fyrirhugað að verði skrifstofa forseta íslands og forsætisráð- herra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.