Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 5. júlí 1996 Spjallab vib Frímann Sigurjon Arnarsson meb frábæran árangur ytra Sigurjón Amarsson úr Golf- klúbbi Reykjavíkur, sem nú spreytir sig meðal annarra at- vinnumanna í Bandaríkjunum, lék á dögunum í sterku móti á Tommy Armour mótaröóinni. Mót þetta, Grand Cypress Op- en, fór fram á samnefndum golf- velli sem er 6993 yardar, par 72 SSS 74. Annan hringinn lék Sigurjón af snilld, eða á 66 höggum sem er sex undir pari vallarins. Hinn hringinn lék Sigurjón á 77 högg- um, eða samtals einu undir pari. Sigurjón varð í 27. sæti af 120 keppendum í þessu sterka móti. Mótið vannst á 134 höggum. Meistaramótin I þessari viku hófust meistara- mót golfklúbbanna á landinu. Er nú víöa hátíð í bæ meðal kylfinga. í stærri klúbbum er keppt í allt að 15 flokkum og sannast þar með víðfeðmi íþróttarinnar, ungir og aldnir taka þátt. Það er engin tilviljun að golf- íþróttin skuli njóta þeirra vin- sælda hér á landi sem raun ber vitni. Golfíþróttin er ein af örfáum íþróttagreinum þar sem aldur eða kyn skiptir ekki máli meðal keppenda. Allir iðkendur geta keppt sín á milli á jafnréttis- grundvelli, þökk sé forgjafar- kerfinu. Mörg dæmi eru um að þrjár kynslóðir leiki saman, t.a.m. afinn, mamman og son- urinn. Fáar íþróttagreinar geta státað af slíkri breidd. Golftíminn mun birta þau úr- slit meistaramótanna sem tiltæk verða. ■ Skrifstofa Golfsambands ís- lands er til húsa í íþróttamið- stöðinni í Laugardal. Fram- kvæmdastjóri GSÍ er Frímann Gunnlaugsson. Þegar Golftíma- maðurinn leit inn á skrifstof- una á dögunum, var annríki mikið að venju. Þrátt fyrir það gaf Frímann sér tíma til að spjalla um stund við tíðindamann. Eins og lög gera ráð fyrir, er sumartíminn mesti anna- tími hvað íþróttina varðar, en þrátt fyrir það er vetrarstarfið víða öflugt og færist sífellt í aukana. Frímann kvaðst vera mjög ánægður með að Tíminn ætlaði að gera golfíþróttinni skil og sagði að fjölmiðlar mættu gjarn- an gera henni betri skil en nú væri gert. Frímann sagði að um síðustu áramót hefðu félagsbundnir kylf- ingar verið tæp sex þúsund á landinu, en þess bæri að geta að fleiri stunduðu íþróttina en þeir einir sem félagsbundnir væru. Aukningin hefði numið 6-10% á ári undanfarin ár og væri allt útlit fyrir enn meiri aukningu á þessu ári. Kvaðst hann meðal annars þakka það einmuna góðri tíð. Frímann kvað íþróttasamband Golfsagan Margar skondnar sögur eru sagðar af kylfingum og ólækn- andi áhuga þeirra á íþróttinni. Ein sagan er á þessa leið: Tveir félagar vom að leika sam- an og dró eiginkona annars leik- mannsins fyrir hann. Eins og oft vill gerast fór upp- hafshögg þess leikmanns út af brautinni. Þegar hann kom að boltanum sá hann að stór skemma var í veginum fyrir næsta högg. Meðleikarinn sagði þá við hann: „Þú sérð að skemman er opin í báða enda, þú slærð bara í gegnum hana." Leikmaðurinn ákvað að fara að ráðum félaga síns og stillti sér upp við boltann. Síðan reið höggið af. Ekki tókst þó betur til en svo, að boltinn lenti í dyrastafnum, þaut þaðan til baka í enni eiginkon- unnar og varð það hennar bani. Ári seinna var ekkjumaðurinn staddur á sama golfvellinum og svo undarlega vildi til að boltinn hans lenti eftir upphafshögg á sama stað og um var getið hér að framan. Nú var golffélagi manns- ins annar, en hann lagði sömu til- lögu fram um annað höggið: „Þú sérð að skemman er opin í báöa enda, þú slærð bara í gegn- um hana." Ekkillinn svaraði: „Ertu vitlaus, maður? Ég tapaði höggi á því í fyrra!" Golfreglan Wð upphafshögg má tía boítann á milli teigmerkja, ekki aftar en tvœr kylfu- lengdir og aldrei framan vib teigmerkin. Boggabókin Fyrir nokkrum árum kom út lítil vasabók fyrir kylfinga þar sem Boggi sýnir kylfingum 50 frum- reglur í golfi. Golftíminn mun birta þessar reglur eftir hendinni og fylgir fyrsta reglan þessum línum. ■ Eins og lesendur sjá, þá er fyrir- sögn þessa pistils í eintölu. Ekki er því ab heilsa ab reglan í golfi sé abeins ein, öbru nær. Líklega eru ekki til þær íþróttagreinar sem státa af fleiri reglum en golfib. Kylfingar læra það fljótlega, eftir að þeir hefja iðkun íþróttar sinnar, að reglurnar eru til að fara eftir þeim. Alþjóölegar reglur fyrir golfleik eru samþykktar af „The Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews" í Skotlandi, þar sem vagga íþróttar- innar stendur, og einnig af „The United States Golf Association" í Bandaríkjunum. Sá, sem ætlar að ganga í raðir kylfinga, skyldi fyrst af öllu kynna sér golfsiðina, t.a.m. kurteisi á golf- vellinum og góða umgengni, bæbi hvab varðar völlinn og meðleikend- ur. Til að kynnast siðareglum og golfreglunum almennt, skyldu verðandi kylfingar (og fleiri) verða sér úti um handbók þá sem GSÍ gef- ur út, nú síðast þann 1. janúar s.l. Reyndar má ekki gleyma því, að enginn skyldi hefja golfiðkun án þess að verða sér úti um tilsögn. Frumatriðin eru mikilvæg og getur reynst erfitt að breyta til betri vegar þeim kylfingi sem hefur vanið sig á rangar aðferðir. Sem betur fer fjölgar þeim ört sem hafa lært til kennslu í golf- íþróttinni og eru nokkuð margir golfkennarar starfandi á landinu. Síðar meir mun verða getið um þessa kennara og hvar þeir starfa. Margir af þeim klúbbum, sem hafa ekki fastráðna kennara, fá til sín far- andkennara, einu sinni eða oftar á sumri. ■ Vallarmet Tveir ungir kylfingar úr Golf- klúbbnum Leyni á Akranesi settu vallarmet á Fróðárvelli viö Ólafsvík í opna Ennismót- inu, sem þar var haldið um sl. helgi. Þeir léku báðir á 67 höggum, en par vallarins er 68 högg. Þetta voru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Þórður Emil Ól- afsson, sem báðir eru meöal bestu kylfinga landsins. ■ bandsins samkvæmt höfðatölu. Frímann sagöi að golfíþróttin væri í þriðja til fjórða sæti hvað snerti fjölda iðkenda á landinu. Fyrir nokkrum dögum vildi svo skemmtilega til, að fimmtugasti golfklúbburinn, Golfklúbbur Seyðisfjarðar, var tekinn inn í GSÍ, einmitt á sexhundraðasta stjórnarfundi sambandsins. Að lokum gat Frímann þess, að mestu breytingar í starfsemi Golf- sambandsins og um leið klúbb- anna, væri tölvuvæðingin sem nú stendur yfir. Einnig nýja „Slope"- forgjafarkerfið, sem kemur til fram- kvæmda 1. janúar 1997. Við mun- um skýra það kerfi nánar hér í blað- inu, þegar fram líða stundir. ■ Frímann Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Golfsambands íslands. íslands hafa haft af því nokkrar áhyggjur, að iðkendum íþrótta færi fækkandi á landinu. Skýring- in á fækkuninni væri einfaldlega sú, að hin ýmsu félög og sam- bönd heföu gefið upp rangar fé- lagatölur til að standa betur að vígi við úthlutun styrkja. Golf- sambandið væri eitt af fáum sem gæfu upp rétta félagatölu, enda greiddu golfklúbbarnir til sam- Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur ís- landsmeistari ígolfi og sigurvegari í Arctic Open á Akureyri. Björgvin vann Arctic Open Björgvin Þorsteinsson frá Akur- eyri vann „Arctic Open"-golfmót- ið, sem haldið var á Akureyri á dögunum. Mót þetta á sívaxandi vinsældum að fagna og fjölgar þeim ár frá ári sem sækja mótið frá ýmsum heimshomum. Mótið er einstakt að því leyti, að það hefst að kvöldi og er leikið fram á nótt. Útlendum gestum þykir merkilegt að geta leikið einn og sama golfhringinn á tveimur dög- um. Ekki spillti það fyrir að þessu sinni, að veður var hið fegursta og miðnætursólin sendi geisla sína inn Eyjafjörðinn. Björgvin Þorsteinsson er einn þekktasti kylfingur landsins og hef- ur orðið íslandsmeistari sex sinn- um, síðast árið 1977. Björgvin háöi harða lokasennu við nafna sinn Sig- urbergsson, núverandi íslands- meistara úr Golfklúbbnum Keili, og vann með einu höggi, lék hringina tvo á 141 höggi. Þribji varð Birgir Haraldsson, Golfkiúbbi Akureyrar, yen hann lék á 144 höggum. ■ ' H II VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN 03.07 1996 auaIÖLUR ©@)© Wrtngar FJÖkíl vlnnlnga Vlnnlnga- upphaö 1.«- 0 105.650.000 O 5rf6 C. .BÖMM 0 925.529 3. «-« 2 148.840 4. «-« 234 2.020 C O. 862 230 SamtaJs: 1088 106.726.619 A Irinfc 107.544.149 1.894.149 UppBángar un vjnrirgsöu tást einnig I slmsvara 568-1511 eöa Grænu númeri 8006611 og Itextavarp á sCu 453

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.