Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. júlí 1996 iPÍ!®íl®w 7 „Mikið er þetta vondur prestur" Séra Torfi Hjaltalín Stefánsson. Mikib er þetta vondur prestur," varb séra Torfa Hjaltalín Stef- ánssyni, sóknarpresti á Möbruvöllum, ab orbi og átti þar vib sjálfan sig, þegar blabamabur Tímans las fyrir hann úr frétt DV um hjóna- vígslu, sem fram fór utan- dyra á Möbruvöllum fyrir skömmu vegna þess ab Torfi hefbi ekki hleypt brúbhjón- unum í kirkjuna, eins og sagbi efnislega í fréttinni. Torfi hafbi ekki séb fréttina og óskabi eftir ab fá ab tjá sig um hana, þegar hann hefbi séb hana sjálfur. Þá sagbi hann þetta: Klaufalegur blaðamaður „Mér finnst fréttin frekar illa unnin af blessubum blaba- manninum, hann er frekar klaufalegur. Þab er fullt af mót- sögnum í henni og rangfærsl- um og fleira þannig." Torfi sagbist vera vibkvæmur eins og abrir, og kannski einum of. „Jú, aubvitab er þetta mjög leibinlegt. Ég kaupi nú ekki DV, en ég er búinn ab sjá þab nokkrum sinnum upp á síb- kastib. Þab em alltaf þessar fyr- irsagnir hjá þeim og myndin á forsíbunni meb einhverri svona æsifréttamennsku. Um- fjöllun er neikvæb og allt sett upp á hinn skrítnasta hátt. Þab er alveg dæmigert fyrir þessa frétt líka. Annars veit ég ekki hvab ég á ab segja um þetta. Þú þekkir forsöguna af Möbmvallamálum á síbasta ári. Þau byrjubu alveg eins, og ég gæti trúab ab þetta mál núna eigi eftir ab draga dilk á eftir sér, vegna þess ab menn hafa svo gaman af því ab fjalla um kirkjuna um þessar mund- ir, ég veit ekki af hverju. Kannski er hún orbin svona spennandi fréttaefni." Torfi segir ab í fyrra hafi ver- ið fyrirhugað brúðkaup í Bakkakirkju í Öxnadal, sóknar- kirkju sinni, og sóknarbörn hans hefðu leitað til annars prests til að sjá um athöfnina. Torfi hefði sett sig á móti því ab utanaðkomandi prestur væri ab koma inn í prestakallið hans. Gerb var sátt í málinu, en sú sátt þýddi að Torfi ætti ab draga allt til baka án þess að aðrir gengjust undir neinar skuldbindingar. „Atburðurinn núna er alveg sá sami, í raun og vem hefur ekkert breyst. Þab var að vísu sáttafundur hjá okkur síbast- liðib haust þar sem við ákváð- um að fara sáttaleiðina. Þab þýddi það náttúrlega að ég átti ab gefa allt eftir, en engir aðrir. Þetta endaði þannig ab þab litla, sem sóknarnefndin gekkst undir, var ekki einu- sinni haldib." Torfi segir hins vegar allt hafa verib meb kyrmm kjömm í vetur, en núna væm átökin sýnilega ab byrja aftur. „Brúð- hjónin vissu það ósköp vel að ég mundi gera athugasemd vib að einhver annar prestur kæmi inn í kirkjuna. Þau vom búin ab fá annan prest til þess að sjá um athöfnina, annan heldur en séra Jón Helga. Hann hafði verið jákvæður að taka hana að sér, ef ég veitti leyfi mitt. Svo þegar ég var með athugasemdir og var mótfallinn því að hann kæmi inn í prestakall mitt, þá hætti hann einfaldlega við. Én Jón Helgi blessaður virðist ekki vera bundinn af neinum siða- reglum eða samþykktum okkar á milli. Reglur okkar prestanna em þær að við komum ekki inn í prestakall hver til annars nema hafa samráð, og megin- reglan er sú að við vinnum prestverk fyrir sóknarbörn okk- ar, ekki sóknarbörn annarra. Það er að vissu leyti rétt hjá þeim í DV að ég hafi verið að flytja tillögur um þessi mál á prestastefnu. Ég var að benda á þau lög og þær reglur, sem em til í kirkjunni, og fara fram á það að við reyndum að halda þessar reglur. Það hefur sjaldn- ast verið gert í Reykjavík, en yf- irleitt úti á landi. Það er miklu erfiðara úti á landi ef slíkar reglur eru ekki haldnar, vegna þess að það er svo erfitt fyrir sóknarprestinn að sitja í íbúð- arhúsi sínu, prestssetrinu, og svo kemur einhver prestur og framkvæmir athöfn svona tutt- ugu, þrjátíu metra frá húsinu, í kirkjunni á staðnum. Þá er gengið framhjá sóknarprestin- um. Minn réttur er að segja nei, eða ég tel það." Fólkið sýnilega til í ein- hvern slag eða illindi „Það er vissulega mjög leið- inlegt ef svona ágreiningsmál lenda á sóknarbörnunum. Að vísu vissu brúðhjónin alveg af afstöðu minni, þannig að þau vom sýnilega til í einhvern slag og illindi. Þó er ljóst að konan, hún Sigríður, talar ósköp ró- lega í greininni í DV, þannig að það er greinilega blaðamaður- inn sem er að slá þessu upp og hneykslast." Torfi segist ekki vita hvort einhver leiðindi séu í uppsigl- ingu í Möðruvallasókn, en þetta hafi byrjað eins í fyrra og það gæti alveg gerst á svipaðan hátt nú. Nágrannakrytur á milli prestsseturs og til- raunabús „Brúðhjónin tengjast til- raunabúinu hér á Möðmvöll- um. í fyrra var farið af stað með undirskriftasöfnun gegn mér og texti listans var saminn af manni sem er starfsmaður til- raunabúsins, og annar starfs- maður fór af stað með þennan undirskriftalista og var að reyna að fá fólk til að skrifa upp á hann. Það gekk nú eitt- hvab brösulega hjá honum, greyinu. Konan sem var ab gifta sig, hún er starfsmaður til- raunastöðvarinnar. Þannig virðast vera tengsl milli uppá- komunnar í fyrra og núna. Ég mundi nú segja, með góðum vilja, að þetta mál mætti túlka sem einhverjar nágrannakryt- ur, krytur á milli tilraunabús og prestsseturs. Það er auðvitað freistandi fyrir tilraunabúið að losna við sóknarprestinn, vegna þess að hann rekur bú á staðnum og það eru þarna margir tugir hektara sem hægt er að slá, ef hann hætti búskap. Tilraunabúsmenn em ávallt í miklum vandræðum með tún og presturinn eitthvað leiðin- legur í samstarfi." Liggur einhvern veginn í loftinu ab hér séu deilur „Æ, þetta er svo flókið mál, allir svona hlutir em svo flókn- ir. Það er svo auðvelt að dæma í hlutunum, þótt fólk viti ekk- ert hvernig landið liggur. Svo veit fólk ekkert hvernig að- stæður eru hérna, um þennan stað og þessa sveit. Deilur virð- ast landlægar á þessum stað og þessari sveit. Svo hefur verið í tugi ára útaf öllu og engu. Það er svo ótrúlegt að þó það komi hér aðkomufólk, þá virðist það lenda líka í þessu, þannig að þetta em ekki einhver erfðagen í því fólki sem býr hér." Gissur enn að hefna konu og barna? „Þú veist að hérna var á öld- um áður skipulagður bmninn á Flugumýri, þegar átti að brenna inni Gissur jarl. Síðan hafa brunar verið tíðir hér á Möbmvöllum. Því segja menn að Gissur sé enn ab hefna konu sinnar og barna. Bæbi í eigin- legri og óeiginlegri merkingu. Hús hafa bmnnib og svo hefur verib eldur í jörbu milli fólks, ófriður. Þetta er frekar tragískt, finnst mér nú, fremur en frétt- næmt. í raun og vem er afstaða mín gmndvallarafstaða varðandi starfssvið presta og valdsvið presta. Það er mjög óljóst inn- an kirkjunnar. Staða okkar prestanna er svo ótrygg, við er- um svo háðir sóknarfólki og sóknarnefnd og fleirum. Við getum voðalega lítið hreyft okkur eða staðið á okkar rétti, án þess að vera úthrópaðir. Þannig að ég tel að staða prestsins hér á íslandi sé miklu veikari en annarstaðar á Norð- urlöndum, þvert gegn því sem Gunnar Kristjánsson var ab halda fram í viðtali í sjónvarpi í gærkvöldi. Hann sagði að staða prestsins væri miklu sterkari hér en annarstaðar. Ég tel hana miklu veikari, vegna þess að erlendis er alveg skýrt kveðið á um hvert sé valdsvið og verksvið prestsins. Prestar eru ekki að fara inná svið hver annars erlendis, heldur hefur hver prestur afmarkað svið og það er virt af sóknarbörnun- um. Hér er það ekki virt. Þetta leiðir til þess að við lendum sí- fellt í miklum vandræðum og verðum alltaf að haga okkur eins og einhverjir tækifæris- sinnar, vegna þess að við höf- um svo veika stöðu." Margir vinsældaprest- ar gera út á aukaverk „Sem dæmi má nefna auka- verkin. Það er engin regla á því hver framkvæmir slíkt og menn em að gera út á þessi aukaverk margir hverjir, vin- sældaprestar eins og Pálmi Matthíasson. Jón Helgi er nú einu sinni frændi hans, þannig að þetta virðist vera eitthvað í genunum hjá þeim. Þab, sem ég mun gera at- hugasemd vib, er ab Jón Helgi kemur inn í þetta mál. Ég hafði ávæning af því að það stæði til að það yrði gift þarna fyrir norðan kirkjuna, að hjónaleys- in væm búin að ákveða það og það væri einhver ónefndur prestur sem ætlabi að gefa þau saman. Svo þegar gengið var eftir því hvaða prestur það væri, þá vildu þau ekki gefa það upp, það væri leyndarmál, einhver hulduprestur, einhver huldumaður. Síðan kemur það í ljós að það er Jón Helgi. Hann hafði þannig ekkert samráð við mig um að gefa saman þetta par, sem em mín sóknarbörn. Han'n brýtur þarna, að mínu mati, samskiptareglur okkar presta og siðareglur okkar presta. Ég er ekkert sáttur við það og ég ætla að gera athuga- semdir við það á réttum vett- vangi." Málið fer fyrir siðanefnd — Hvaða vettvangur er það? „Þab er siðanefnd presta. Þetta mál fer þangað, hvab varðar þátt Jóns Helga í mál- inu. Ég vil fá það á hreint hvort siöanefndin eða kirkjan í heild ætla að gera eitthvað í þessum málum, eða hvort við prestarn- ir verðum að sætta okkur við það ástand sem ríkir í kirkj- unni. Ég sætti mig ekki við þetta fyrr en það er orðið á hreinu ab ég neyðist til þess, þannig að við séum ekki að velkjast í vafa um það hver sé okkar réttur. Eins og þú veist er kirkjustjórnin mjög veik hér á landi og búin ab vera þab lengi. Þetta mál er gott dæmi um slíkt. Að auki má benda á að sókn- arnefndin á að vera prestinum til aðstoðar. Þú þekkir það nú í Langholtskirkju að hún virðist líta svo á að hlutverk hennar sé akkúrat þveröfugt. Það virðist enginn hafa neitt úrskurðar- vald til þess að segja einum eða neinum hvernig hann eigi ab haga sér, heldur komast menn upp meb það að gera prestum erfitt fyrir í sínu starfi. Ab minnsta kosti tel ég sóknar- nefndina hér á Möbruvöllum vera ab vinna gegn mér og reyna ab koma mér frá. Ég veit það aubvitað vegna þess að þab er til bréf um þab til biskups, sem þeir skrifuðu í nóvember í fyrra." — Er það þá öll sóknamefnd- in? „Öll sóknarnefndin hér á Möðruvöllum. Hér eru nú fjór- ar sóknarnefndir. Það er ein sóknarnefndin af fjórum sem hefur skrifað bréf. Sóknar- nefndin hér á Möðmvöllum skrifaði bréf sitt eftir að sáttin í fyrrahaust var gerð, þannig að þeir rufu sáttina með því bréfi að mínu mati." -ohr Séra Torfi Hjaltalín Stefánsson telur þaö grundvallaratriöi aö prestar eigi sér vissan afmarkaban starfsvettvang og œtiar ab láta sibanefnd presta úrskurba um mál prests, sem fram- kvœmdi hjónavígslu í sókn Torfa ab honum forspurbum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.