Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 11
Þri&judagur 9. júlí 1996 11 hönd á plóg. Af mörgu er að taka þegar litið er um öxl og hugsað til allra þeirra stunda sem eru minnisstæðar og tengdar Katrínu. Freyjufundir á Digranesveginum skipa þar stóran sess, en Katrín var einn af braut- ryðjendum í því öfluga starfi sem Freyja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, hefur staðið fyrir. Það félagsstarf, sem Freyjukonur hafa innt af hendi innan Framsóknar- flokksins, veröur seint fullþakkað. Katrín var þar í fremstu röð bæði í undirbúningi hverskonar og hörðu málefnastarfi. Ein samverustund með Katrínu er mér sérstaklega minnisstæð. Það var fyrir rúmum tveimur árum er nokkrir kvenframbjóðendur Fram- sóknarflokksins sóttu námskeið í fjölmiðlafrámkomu. Katrín af sín- um alkunna rausnarskap bauð fram heimili sitt undir námskeið- ið. Námskeiðið tókst vel. Fylgd- umst við konurnar með hver ann- arri og komum með ýmsar ábend- ingar til hinna frá eigin hjarta. Katrín átti þar margar góðar ábendingar eins og venjulega. Þá var mikið skrafað og hlegið í eld- húsi Katrínar þegar við tókum okk- ur kaffihlé frá upptökum og leið- beiningum. Það var alltaf gustur og fjör í kringum Katrínu, hvort sem var í eldhúsinu eða á hápólit- ískum fundum. Katrín var mikill jafnréttissinni. Hún bar jafnréttisbaráttu kvenna mjög fyrir brjósti og hvatti okkur konurnar áfram í pólitíkinni. Slík hvatning er afar mikilvæg og það skynjaði Katrín. Konurnar í Freyju hafa látið sig jafnréttismál miklu varða og stutt viö framgang kvennamálefna í þjóðfélaginu. Katrín og aðrar Freyjukonur hafa með eljusemi sinni og baráttu þok- að málefnum kvenna fram á veg- inn. Það er hlutverk okkar hinna yngri að taka við og bera hugsjónir kvenna eins og Katrínar áfram. Er ég henni afar þakklát fyrir það hve vel hún studdi jafnréttisbaráttu kvenna, sem og allt flokksstarf framsóknarmanna. Ég mun sakna Katrínar og henn- ar hlýja viðmóts og minnast henn- Feröamannafjöldinn frá Þýskalandi hœttur oð vaxa? Norðurlandabú- ar nú 13% færri en í júní í fyrra Bakslag virðist komib í þá stöð- ugu fjölgun erlendra ferbamanna sem margir virbast hafa reiknab meb ab yrbi vibvarandi. Þannig fengum vib abeins um 8.200 gesti frá Norburlöndunum í júní borib saman vib 9.400 í júní í fyrra og 10.300 í júní þar ábur, sem þýbir fimmtungs fækkun á tveim árum. Norrænir gestir okkar á fyrra helmingi þessa árs eru alls um 28.000 sem er 5% fækkun milli ára. Fyrir ferðaþjónustumenn er kannski ekki síður alvarlegt ab þýskum ferðamönnum virðist hætt að fjölga. En meira en helmingur allra erlendra ferðamanna hér á landi er frá Norburlöndunum og Þýskalandi. Breskir ferðamenn voru að vísu um 1.000 fleiri nú en í júní í fyrra, en þessi fjölgun mun nær eingöngu skýrast af dagsferð- um. Um 28 þúsund erlendir ferða- menn komu til landsins í júní, sem er 5% fjölgun mibað vib sama mánuð síðustu tvö ár. Fjölgunina má að verulegu leyti rekja til fyrr- nefndra dagsferðalanga frá Bret- landi og víðar. Frökkum hefur einnig fjölgað nokkuð og sömu- leiðis virðast Vestur- íslendingar sem leita róta sinna fyrr á ferðinni í ár en í fyrra. Tæplega 82 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað á fyrra helmingi þessa árs, um 7% fleiri heldur en á fyrra árshelmingi síðasta árs. ■ Á góbu reki frá landinu Hafísinn hefur rekib töluvert frá Vestfjörðum á undanförnum dögum. Samkvæmt ískönnunar- flugi Gæslunnar sE föstudag var ísjabarinn næst landi um 40 sjó- mílur NV af Barba og 50 sjómílur NV af Blakki. Þéttleiki íssins var frá fjórum til sex tíundu og voru ísdreifar 3-5 sjómílur út frá ís- röndinni. Þetta er töluvert rek á rúmri viku, en samkvæmt ískönnunar- flugi Gæslunnar fimmtudaginn 27. júní var ísjaðarinn aðeins 17 sjó- mílur NV af Kögri og 38 sjómílur NV af Blakki. Síðan þá hefur vind- átt verib hagstæð landsmönnum með tilliti til hafíssins sem hefur fjarlægst landiö hröbum skrefum á undanförnum dögum. -grh ar sem merkrar konu. Fjölskyldu allri votta ég einlæga samúð á sorgarstund. siv Friðleifsdóttir alþingismaður Amma leikskólans Hún var að hlúa að blómunum í garðinum hjá sér, tala við þau og undirbúa fyrir veturinn. Seinna áttaði ég mig á því að þetta var Katrín vinkona mín, sem bauð mér forðum á fyrsta jólafundinn hér í bæ. Lóð hennar og leikskól- ans, sem var opnaður sl. haust, lágu saman. í vetur hittumst við í Nóatúni og þá spratt fram sú hug- mynd ab fá Katrínu til þess að vera „amma leikskólans". „Ég held að ég sé ekki nógu gömul til þess að verða amma leikskólans hjá þér, Unnur mín," sagði Katrín og síðan liðu nokkrar vikur. Þessi hugmynd var síðar rædd á starfsmannafundi og þótti öllum þetta mjög áhugavert, þannig að við fyrsta tækifæri hringdi ég í Katrínu og sagði henni ab hér væri alvara á ferðum. Gleöihlátur heyrðist á línunni hinum megin og ég fann að hún var til í að upp- fylla óskir okkar. „Ég get komið ef þið viljið, en hvab á ég ab gera?" Ég sagði henni að okkur langaði að fá hana í heimsókn og lofa börn- unum að tala við hana, aðaltil- gangurinn væri ab fá hana í húsið og fá að kalla hana ömmu. Þegar Katrín kom í fyrsta skiptið í Skólatröð, stóð yfir danskennsla hjá Dagnýju danskennara, Katrín tók sporið og bömin tóku því vel að nú væri amma leikskólans kom- in. Einn strákurinn þekkti Katrínu og með þeim uröu fagnaðarfundir og hann sagði „amma mín" um leib og hann lagbist í kjöltu henn- ar. Á öskudag mætti Katrín á nátt- fataballið í sínum náttkjól og hafði þá meöferðis öskupoka handa hverju barni, sem voru afhentir með viðeigandi hátíðleik. Það fréttist af ferðum Katrínar í leikskólann og DV og Stöð 2 sáu ástæðu til þess að fjalla um þetta uppátæki. Var Katrín jafn virðuleg og glaðleg í þeim samskiptum eins og henni einni var lagiö. Hún var búin að segja mér að þegar hún klippti gljávíbinn hjá sér í vor, stakk hún sprotunum í vatn og ættu öll börnin hennar í leikskólanum ab fá einn græðling hvert. Þegar heilsu hennar fór að hraka, var ekki fyrirséð hvenær hægt væri að fara út í þær fram- kvæmdir. í millitíðinni geröist það að við þurftum að finna okkur smíðaefni og sagði Katrín okkur að koma í bílskúrinn hjá sér, þar væri timbur sem viö mættum eiga. Með ánægju var það borið af litlum höndum milli lóba og hamars- höggin dundu dag eftir dag. Enn voru græðlingarnir í vatni heima á lóð Katrínar. Viku ábur en hún kvaddi okkur kom hún heim af spítalanum og fimm börn komu með mér yfir á lóð Katrínar og þar með voru græðlingamir komnir á réttan stað. Börn og starfsmenn í Heilsuleik- skólanum Skólatröð þakka ömmu leikskólans fyrir ómetanlegar sam- verustundir. Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri Frá afhendingu styrkjanna. Efsta röb: Ólafur Árnason, Helga Rós Indribadóttir. Mibröb: Cubni Th. jóhannesson, Soffía Thorarensen og Gunnlaugur Arnórsson f.h. Sunnu Cunnlaugsdóttur, Árný Björk Birgisdóttir, Sigríbur Gub- jónsdóttir f.h. Steingríms Páls Kárasonar, Halldóra jónsdóttir, Erlendur Smári Þorsteinsson, Sveinbjörg Harbar- dóttir f.h. Ingunnar Kr. Snœdal, Helga Lára Helgadóttir, Ása Ólafsdóttir. Fremsta röb: nefndarmenn styrkveiting- arnefndar Þröstur Sigurbsson frá BÍSN, Sveinbjörn Björnsson frá HÍ, Sveinn jónsson frá Búnabarbankanum, Vil- hjálmur Vilhjálmsson frá SHÍ og Þorbjörn Tjörvi Stefánsson frá SÍNE. Styrkir til náms Afhending námsstyrkja til félaga I Námsmannalínu Búnaðarbankans fór fram 18. júní síðastliðinn. Þetta er í sjötta sinn sem Búnaðarbankinn úthlutar slíkum styrkjum, þ.e. náms- styrkjum til námsmanna er- lendis og útskriftarstyrkjum til nýútskrifaöra nema frá Há- skóla íslands og íslenskum sérskólum. Að þessu sinni voru veittir tólf styrkir, að upphæð 125 þúsund krónur hver. Við úthlutun styrkjanna er tekið mið af námsárangri umsækjanda, þátttöku í fé- lagsstarfi, fjölskylduhögum, framtíðaráformum og fram- setningu umsóknarinnar. Landbúnaöarráöherrar Noröurlandanna funda á Húsavík: / Ahugi á áframhaldandi norrænu samstarfi „Það má kannski segja ab þab standi uppúr áhuginn fyrir því ab norræna samstarfiö haldi áfram þrátt fyrir ab þrjú landanna séu komin inn í ESB," segir Gubmundur Sig- þórsson skrifstofustjóri í land- búnabarrábuneytinu, en hann er staddur á Húsavík, ásamt landbúnaöarráðherrum og embættismönnum frá Norður- löndunum. Á Húsavík stendur nú yfir landbúnaðarráðherrafundur Norðurlandanna, en tveir slíkir fundir eru haldnir á ári og er þaö samkvæmt nýlegu sam- komulagi norrænu ráðherra- nefndarinnar. í sambandi við ráðherrafundinn er haldinn fundur embættismanna í land- búnaðarrábuneytym Norður- landanna og heitir það Samráðs- nefnd um landbúnaðarmálefni. „Það kemur fram eindreginn vilji fyrir samstarfi og reyndar einnig að það komi þá fram norræn samstaða um málefni eftir því sem unnt er, samstaða sem getur þá varðað áhrif á mál- efni sem eru á döfinni hjá ESB," segir Guðmundur. Hann telur ekkert eitt mál öðrum fremur standa uppúr á fundinum, „þetta eru nú allt mál sem lögð er áhersla á ab ræða. Það er ekki eitt frekar en annað sem stendur uppúr, þetta er allt jafn áhuga- vert." -ohr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.