Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. júlí 1996 7 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Alvarlegt ástand í uppsiglingu vegna vatnsskorts í subvesturríkjum Bandaríkjanna: Verstu þurrkar í áratugi Falcon Lake nefnist stöbuvatn í Bandaríkjunum sem þekur um 87.000 ekrur. Vatnið er nánar til- tekið á landamærum Bandaríkj- anna og Mexíkó við ána Rio Grande. Þaö er þama þó ekki frá náttúmnnar hendi, heldur var þab búib til á sjötta áratug þessar- ar aldar í því skyni ab hafa betri stjóm á flóbum og áveitufram- kvæmdum. Á síðustu ámm hefur vatnsborbib hins vegar lækkab smám saman um rúma 15 metra, og er nú svo komið að ýmsir leyndardómar úr fortíð- inni em ab koma í ljós. Þannig em heilu bæirnir bandaríkjamegin landamæranna, sem legib hafa undir vatni áratugum saman, famir að skjóta upp kollinum aftur, en nokkur landamæraþorp vom flutt um set þegar vatnib var myndað, t.d. Zapata og Lopeno. Og mexíkó- megin em krossar á leibum í göml- um kirkjugarði nálægt bænum Benevides farnir að teygja sig upp yfir vatnsyfirborðib og minna með hálfdraugalegum hætti á fortíbina. Þab sem veldur þessu em mestu þurrkar sem orðib hafa á þessu svæbi í áratugi. Og lækkun vatnsyf- irborbsins í Falcon Lake er abeins eitt merki um þá kreppu sem er í að- sigi vegna þurrkanna, en miklir erf- iðleikar em að myndast við að sjá hraðstækkandi borgunum í Suð- vesturríkjunum fyrir nægu vatni, og sömuleiðis nautgripabúunum þar á sléttunum. Nú er svo komib ab alvarlegt þurrkaástand ríkir um allan suðvesturhluta Bandaríkj- anna, á svæði sem nær yfir suður- hluta Kaliforníu og Nevada, allt Ar- izona, Nýju-Mexíkó og Texas, og megnib af Utah, Koloradó og Okla- homa. Sums staðar á þessu svæði hafa þurrkarnir verib allsráðandi í allt að fimm ár, en annars stabar ekki nema í um 10 mánuði. Sér ekki fyrir endann Ástandið veldur því að hver höndin verður uppi á móti annarri, fylkin fara að togast á innbyrðis, borgarbúar rísa upp á móti bænd- um og öfugt, og bændur fara allir sem einn að fjandskapast út í vebur- kerfi jarbarinnar sem skyndilega em farin ab gerast fjandsamleg brölti mannskepnunnar. En veðurfræðingar em allir á einu máli um ab alls ekki sé farib ab sjá fyrir endann á þessu ástandi. „Reiknab er meb því ab þetta muni halda áfram út sumarið og fram á haust," segir dr. Don Wilhite við National Drought Mitigation Cent- er í Lincoln, Nebraska. „Eftir þab em allar ágiskanir jafn góðar." Þab sem er ab gerast er þab sem veburfræbingamir kalla öfug „E1 Nino" áhrif. E1 Nino er risastórt veðrakerfi í Vestur-Kyrrahafinu sem í góðu árferði dælir vetrarrigning- um inn yfir subvesturríkin og slétt- urnar miklu. Þegar „E1 Nino" lætur ekki sjá sig, eins og gerðist á síðasta ári, þýbif þab enn minni úrkomu en venjulega á öllu þessu svæði, sem þó er frá náttúmnnar hendi mebal þeirra þurrkasömustu á jörð- inni. Frá því í ágúst á síðasta ári hef- ur varla mælst nokkur úrkoma á svæðinu, hvorki rigning né snjór. Jarðvegurinn þornar og ástandib er að verba alvarlegt. í Texas, Oklahóma, austurhluta Koloradó og vesturhluta Kansas brást vetramppskeran af hveiti ab miklu leyti. Jafnframt varb tölu- verður skortur á nautgripafóbri sem neyddi fjöldann allan af bændum til þess að skera nibur nautgripa- hjarbir sínar. Talið er ab tjónib fyrir landbúnaðinn í Texas geti orðið allt ab sex og hálfum milljarði Banda- ríkjadala á þessu ári, sem þýddi ab um væri að ræða mesta fjárhagstjón sem orðiö hefur af völdum náttúm- hamfara í fylkinu. Gengið á grunnvatnib Það sem hefur bjargað bændun- um hingað til frá gjaldþroti em áveitukerfin, en þau em stórtækari en nokkur getur ímyndað sér. Þau gætu hins vegar reynst skammgób- ur vermir og afleibingarnar orbið afdrifaríkar ef enn er gengið á vatnsforðann undir yfirborði jarðar meb sama hætti og hingað til. I þrjá áratugi hafa bændur á svæðinu frá Montana í norbri til Texas í suðri verið að dæla vatni úr jarðlagi sem nefnist Ogallala Aquifier. Gmnn- vatnið í þessu jarðlagi lokaðist inni á síðusm ísöld og endurnýjun er af skomum skammti vegna lítillar úr- komu. Gmnnvatnsborbið hefur sums staðar lækkaö um nærri 15 metra á síðustu 15 ámm. í suður- og miðhluta Texas er reyndar fengið gmnnvatn úr öðm jarðlagi, svonefndum Edwards Aquifier, en þurrkamir núna ganga meira á vatnsforðann undir yfir- borði jarðar en gerst hefur nokkm sinni fýrr. Marc Reisner hefur kynnt sér sérstaklega vatnsveituffam- kvæmdir á þessum slóðum, og hann telur ab í Texas, Nevada og Arizona og e.t.v. víðar stefni allt í að alvarlegur vatnsskortur verði til langframa sem gæti stofnað öllum landbúnaði þar í hættu. „Þurrkur- inn hefur flýtt fyrir því sem annars er óhjákvæmilegt," segir Reisner. „Þá á ég vib að landbúnaður á stór- um hluta þessa svæðis mun leggjast af. Þetta á sérstaklega við um syðri helminginn af Ogallala Aquifier svæðinu, þ.e. háslétturnar suður af Lubbock og austurhluta Nýju-Mexí- kó. Það sem þeir em að gera getur ekki staðið undir sér til langframa — og spumingin er bara hve lengi?" -gb/Newsweek Þurrkarnir í Texas eru þegar farnir að hafa óskemmtilegar afleiðingar. Hversu örugg eru kreditkortin? Barnaleikur að falsa kreditkort Það er aubveldara en margur heldur að falsa kreditkort. Blaðamaður frá The Sunday Times fór á stúfana um daginn og komst að því ab sá útbúnaður sem til þarf er ekki margbrotinn. í fyrsta lagi þurfa menn ab út- vega sér plastkort með segulrönd. Þau eru nánast á hverju strái nú- orðið. Það færist t.d. í vöxt að stór- verslanir, bensínstöðvar og fleiri aðilar gefi út sérstök viðskiptakort sem jafnvel er hægt að tengja við bankareikning, og ekki er erfitt að nálgast þau. Svo geta menn líka notab sín eigin kreditkort eba de- betkort, jafnvel gömlu útmnnu kortin sín ef þeir hafa ekki klippt þau í sundur og hent í ruslið, eins og allir hafa þó vafalaust gert. í öðm lagi þurfa menn að eiga ð að HEIMA ER BEZT t hvert tölublað Tfmaritið HEIMA ER BEZT hefur komið út óslitið síðan árið 1951. „Blaðinu er ætlað að vera þjóðlegt heimilisrit og vettvangur ritfærra alþýðumanna, kvenna sem karla, sem eitthvað vilja láta til sín heyra," var m.a. sagt um tilgang ritsins í upphafi ferils þess. Það vill byggja tilveru sfna á þjóðlegu efni, segja frá lffsbaráttu fólksins í landinu til sjávar og sveita, fyrr og nú, hugðarefnum þess og skemmtunum. HEIMA ER BEZT er kjörið tímarit fyrir alla þá sem unna þjóðlegum fróðleik og vilja lesa og fræðast um daglegt líf og hugðarefni íslensks alþýðufólks, fyrr og nú, eins og það segir frá því sjálft. Áskriftarsimi HEIMA ER BEZT Þjóðlegt heimilisrit - < tölvu með aðgang að Internetinu. Ef hún er til staðar er hægðarleikur að næla sér í forrit í gegnum Inter- netib sem býr til kreditkortanúm- er samkvæmt sömu stærðfræði- formúlum og bankarnir nota, en hver banki ku hafa sérstaka form- úlu til þeirra hluta. Yfir 90% af þeim númerum sem forritið býr til eru þegar í notkun. Á kreditkortum eru segulrendur þar sem upplýsingarnar um reikn- ingana eru geymdar, og næsta skrefið er því að útvega sér sérstakt tæki, svokallaðan „encoder", sem skráir upplýsingar inn á kortið. Þetta tæki er hægt að panta á full- komlega löglegan hátt, a.m.k. í Bretlandi, fyrir innan við 100 þús- und íslenskar krónur. Ekkert sér- stakt leyfi þarf til. Þegar allt þetta er komið tekur ekki nema örfáar mínútur að búa til eitt stykki kreditkort sem mað- ur getur labbað sér með í næstu verslun eða jafnvel hraðbanka — ef mabur er þannig innstilltur á annab borð. Blaðamaburinn frá The Sunday Times var með kort frá Tesco og Sainsbury. Tesco-kortinu var á svipstundu breytt í Visa-kreditkort sem átti að hafa veriö gefið út af Southern Bank í Virginíufylki í Bandaríkjunum, og Sainsbury- kortinu var sömuleiðis snarað yfir í debetkort frá NatWest bankan- um. Engin vandkvæði komu upp við þessar tifæringar. Með „Visa-kortinu" frá Tesco tókst honum að fá aðgang að kortareikningi einhvers einstak- lings, sem vitaskuld var gjörsam- lega grunlaus um þessa aðför að einkalífi sínu og fjárhagsmálum. Blaðamaðurinn heldur því þó fram að engar millifærslur á pen- ingum hafi átt sér stab. Hins vegar tók hann í hrað- banka 100 pund út af sínum eigin bankareikningi hjá NatWest með því að nota „debetkortið" frá Sa- insbury. Á næsta yfirliti frá bank- anum var þessi millifærsla skráð eins og allt hefði verið meb eðli- legum hætti. Ef hér hefðu óprúttnir aðilar verið á ferð hefðu fórnarlömbin ekki haft hugmynd um að þau hefðu verið rænd fyrr en næsta reikningsyfirlit bærist þeim. -gb/The Sunday Times

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.