Tíminn - 18.07.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.07.1996, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 18. júlí 1996 I / fyrsta sinn frá stofnun tyrkneska lýöveldisins eru strangtrúaöir músl- ímar komnir þar í stjórnarforystu Engri átt nær a& líkja ís- lam í Tyrklandi vi& ar- abískt íslam ... Hjá okk- ur er íslam or&iö „tyrkneskt", eöa meö öörum oröum sagt siömenntaö. Viö höfum veitt inn í þaö straumum frjáls- lyndis ..." Svo mælti Aziz Nesin, vinstri- sinnaöur rithöfundur og blaða- maöur (sem unnið hafði sér til frægðar ásamt með öðru að þýða Söngva Satans eftir Sal- man Rushdie á tyrknesku), á ráðstefnu mennta- og lista- manna 2. júlí 1993 í Sivas, borg austan til í Anatólíu. Á þessa leið hafa margir Tyrkir talað á þessari öld og gera enn. Hanafisminn, Alevi Raunar á frjálslyndi (á ís- lamskan mælikvarða) sér gaml- Piltar lœra Kóranirw í Caziosmanpasa, fátækum borgarhluta í Istanbul: í slíkum borgarhlutum hefur Refah aflaö sér fylgis meö margskonar þjónustu o ar rætur í tyrkneska íslam. hjálparstarfsemi viö ibúa þar. Arfleifð Atatiirks ógnað? Erbakan forsœtisráöherra framan viö mynd af Ataturk: talinn hvergi nærri eins hættulegur veraldlega lýöveldinu sem sá síöarnefndi stofnaöi og Kúrdar. Stefna sú um túlkun íslamslög- máls (í súnníska íslam), sem ríkjandi var í veldi Tyrkjasol- dáns, er kennd við stofnanda sinn, Abu Hanifa (d. 795), kaup- sýslumann íranskrar ættar. Hanafisminn er frjálslyndari en aðrar 'lagastefnur súnníta og mælir með vissu skoðanafrelsi um túlkun lögmálsins, jafnvel þótt það leiði í einstaka tilvik- um til þess að vissum boðum og bönnum Kóransins sé ekki hlýtt út í ystu æsar. Hanafíska stefnan hefur til þessa veriö ríkjandi í súnníska íslam í Tyrklandi, Mið-Asíu og á indverska svæðinu. Litið hefur verið á hana sem svar við strangara íslam arabíska svæðis- ins, og strangtrúarhreyfing Wahhabíta, sem reis í Arabíu á 18. öld (og hefur þar nú völd), var aö líkindum öðrum þræði uppreisn gegn tiltölulega hóf- sömu íslam Tyrkjaveldis, sem og gegn því stórveldi sjálfu og yfirráðum þess í Arabíu. Enn má nefna að sjítar eru fjölmennir í Tyrklandi. Þar eru þeir kallaðir Alevi og svo er að heyra að þeir séu alllangt frá rétttrúuðu íslam, einnig á mæli- kvarða sjíta. Með hliðsjón af þessu, sem og því að svæði það, sem nú heitir Tyrkland, heftir frá því í fornöld verið einskonar millisvæði Asíu og Evrópu, þurfti e.t.v. ekki að koma með öllu á óvart að jafn- framt því sem soldánsdómur var lagður þar niður (1922), lýð- veldi stofnað (1923) og kalífa- dómur afnuminn (1924; Tyrkja- soldán hafði lengi haft kalífa- tign og gert þar með kröfu til að teljast æðsti leiðtogi íslams), var veraldarhyggja tekin þar upp sem liður í hugmyndafræði rík- isins, í fyrsta sinn í íslömsku ríki, og leitast viö að breyta þar sem flestu eftir fyrirmyndum frá Vesturlöndum. Brennan í Sivas Margir múslímar tóku þessu illa; töldu það vott þess að Evr- ópa/Vesturlönd og áhrif þaðan hefðu beygt íslam í duftið. Þetta átti þátt í því að róttækar hreyfingar, nú á dögum kenndar við bókstafstrú (fundamentalisma), mögnuð- ust í íslam. Tyrkland slapp ekki heldur við það, eins og áheyrendur Nesins í Sivas máttu merkja. Sama dag og hann flutti erindi sitt þar og hældi hófsemi, sið- menningu og frjálslyndi tyrk- nesks íslams á hvert reipi, safn- aðist múgur „sanntrúaðra" saman umhverfis bygginguna, þar sem ráðstefnan var haldin, lagði í hana eld og brenndi þar inni hátt á fjórða tug manna. (Nesin sjálfur slapp úr brenn- unni og lést í fyrra). Ekki hefur farið leynt að súnnískt íslam með talsverð- um bókstafstrúarsvip hefur verið mjög í sókn þarlendis síðustu ár. í þingkosningum í desember s.l. fékk stjórnmála- flokkur þess, Velferðarflokkur- inn (Refah á tyrknesku), mest fylgi allra flokka, rúmlega 21% greiddra atkvæða. Hann og BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON tveir aðrir flokkar, gjarnan skilgreindir sem mið-hægri- sinnaðir, fengu þá samanlagt um 60% greiddra atkvæða. Hinir eru Móðurlandsflokkur- inn (leiðtogi Mesut Yilmas, nýhættur sem forsætisráð- herra), með tæp 20% og Flokk- ur hins rétta vegar (leiðtogi Tansu Ciller, fyrrverandi for- sætisráðherra), með rúmlega 19%. Og nú nýverið varð Nec- mettin Erbakan, leiðtogi Refah, forsætisrábherra í sam- steypustjórn þess flokks og Flokks hins rétta vegar (skammstöfun nafns hans á tyrknesku er DYP). Samdist svo með Refah og DYP að þeir skyldu skiptast á um hafa á hendi embætti forsætisráð- herra, tvö ár í senn hvor þeirra. Ýmsir verða til þess að tala um tímamót í Tyrklandssögu af þessu tilefni, því að þetta er í fyrsta sinn frá lýðveldisstofn- un sem fulltrúi íslamskra strangtrúarmanna þar kemst í stjórnarforystu. Líklegar ástæður til þess, m.a.: Ótti vib Kúrda Breytingar á tyrkneska sam- félaginu hafa verið miklar og örar síðustu áratugi, einkum síðan frjálshyggja samkvæmt kenningum Miltons Friedman var innleidd þar í efnahags- málum snemma á 9. áratugi. Landið hefur síðan breyst í „kapítalískt neyslusamfélag" (þýski íslamsfræbingurinn Petra Kappert). Því fylgdi gróska í efnahagsmálum (aukning heildarþjóðarfram- leiðslu var 4,5% 1995 og spáð er að hún verði meiri í ár), miklir fólksflutningar úr sveit í borg (í Istanbul, sem með sanni má nú kallast Mikligarð- ur, búa 16 milljónir manna af 65 millj. í landinu alls), gífur- legt atvinnuleysi og fátækt margra, ekki síst aðvífandi dreifbýlinga sem söfnuðust saman í slömmum í borgun- um og utan við þær. Samtök bókstafssinna hafa verið iðin við að hjálpa íbúum fátækra- hverfanna og náð út á það miklu fylgi meðal þeirra. Ráðríki hersins, sem er helsti valdhafi landsins í raun, og andstaða hans við eflingu lýð- ræðis og fjölræðis varð frá valdaráni hans 1980 vatn á myllu einkum tveggja aðila, strangtrúaðra múslíma og sjálfstæðissinnaðra Kúrda. Hershöfðingjarnir og margir aðrir, sem telja sig útvalda til ab verja pólitíska arfleifð Kem- als Atatúrk (síðara nafnið þýð- ir Tyrkjafaðir), stofnanda lýb- veldisins og valdhafa þess til dauðadags 1938, komust þá að þeirri niðurstöðu að kúrd- nesku sjálfstæðissinnarnir væru aðalóvinurinn og ógn- uðu jafnvel tilvist tyrkneska lýðveldisins. í samanburði við þá væru íslamskir bókstafs- sinnar ekki stórhættulegir arf- leifð Atatúrks, enda em Refah- leiðtogar ósparir á yfirlýsingar um hollustu við lýðveldi það er hann og eftirmenn hans mótuðu. Kerfið, sem fram að því hafði litið á bókstafssinna sem utangarðsmenn, tók þá því að vissu marki í sátt. En þeir sem brenndu í Sivas fyrir þremur árum, brutu við sama tækifæri styttu af At- atúrk, rétt eins og trúaðir ákafamenn, bæði kristnir og íslamskir, fóru áður að við skurðgoð. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.