Tíminn - 18.07.1996, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 18. júlí 1996
Afmælisár á Sauðárkróki
í ár og á næsta ári veröa merk
tímamót í sögu Sauöárkróks.
Nú í ár eru liöin 125 ár frá því
aö byggö reis á Króknum og á
næsta ári eru liðin 140 ár frá
því aö Sauðárkrókur varð
verslunarstaður, 90 ár frá því
að Sauðárkrókur varö sérstakt
sveitarfélag og 50 ár frá því aö
Sauðárkrókur varö kaupstað-
ur. Af því tilefni hefur bæjar-
stjórn samþykkt aö tímabilið
frá 20. júlí 1996 til 20. júlí
1997 veröi afmælisár á Sauð-
árkróki.
Á komandi afmælisári er ætl-
unin að taka til hendinni og
gera góöan bæ betri. Afmælisár-
iö verði því í senn hátíðarár og
átaksár. Hátíðarár þar sem Sauð-
krækingar fagna þessum tíma-
mótum með því að gera sér
glaðan dag og átaksár sem við
notum til þess að auka styrk
bæjarins í því ört vaxandi sam-
keppnisþjóðfélagi sem við bú-
um við. Litið verði yfir farinn
veg og lærdómur dreginn af for-
tíöinni og hann nýttur til að
búa okkur undir framtíðina.
Laugardagurinn 20. júlí er
upphafsdagur afmælisársins og
því hefur afmælisnefnd Sauðár-
króks í samvinnu við ýmsa aðila
í bænum sett saman afmælis-
dagskrá. Dagskráin er fjölbreytt,
og er von okkar að allir finni
eitthvað við sitt hæfi, jafnt bæj-
arbúar sem aðrir er vilja gleðjast
með okkur.
Upphafshelgi Afmælisárs Sauðár-
króks 20.-21. júlí 1996
Dagskrá
Laugardagurinn 20. júlí:
08.00 Fánar dregnir aö húni um allan
bæ.
Frítt í Sundlaug Sauöárkróks.
14.00 Blásarakvartett leikur á Faxa-
torgi.
Sauöárkrókur eins og hann leit út áriö 1903. Breytingarnar eru miklar frá þeim tíma og risinn öflugur og nútímalegur kaupstaöur.
Héraðsmót í frjálsum íþróttum.
Golfmót.
14.30 Afmælishátíðin sett á Faxtorgi.
Gengiö að Kirkjutorgi.
15.00 Afmælisfáni dreginn að húni
við Kirkjutorg.
15.15 Karlakórinn Heimir syngur á
Kirkjutorgi.
16.00 Opnuð myndlistarsýning í
Safnahúsinu.
Essó dagur við Ábæ.
Útimarkaður.
Leiktæki fyrir yngri kynslóðina.
Bátar á Áshildarholtsvatni.
Gönguferbir um Krókinn með leiö-
sögn.
20.00 Útiskemmtun á Faxatorgi.
Hljómleikar.
Skemmtikraftar.
Söngur.
22.00 Opiö hús í Bifröst í umsjá Leik-
félags Saubárkróks.
Útidansleikur við höfnina, hljóm-
sveitin Herramenn.
Dansleikir á skemmtistöbum bæjar-
ins.
Sunnudagurinn 21. júlí
08.00 Fánar dregnir ab húni.
Frítt í sundlaug Skr.
10.00 Gönguferb á Tindastól, farið frá
heilsuræktinni Hreyfingu.
11.00 Hátíbarmessa.
12.30 Hópreib hestamanna um bæ-
inn.
Áð á Flæðunum og gestum gefst tæki-
færi á að fara á hestbak.
14.00 Karneval á Aðalgötunni.
Músík um. alla götuna.
Leiktæki fyrir yngstu kynslóðina.
Héraðsmót í frjálsum íþróttum.
15.30 Leikir á Flæðunum.
16.30 Risa afmælisterta á Faxatorgi.
20.30 Fundur í Ræðuklúbbi Sauðár-
króks á Kaffi Krók.
Allar nánari upplýsingar veitir Páll
Brynjarsson starfsmaður afmælis-
nefndar. Skrifstofa nefndarinnar er í
Stjórnsýsluhúsinu, Skagfirðingabraut
17-21, sími 453 5082.
Fjölbreytt hátíöarhöld á Þórshöfn á Langanesi um helgina:
í tilefni 150 ára verslunarafmælis
Þessa dagana er unnið hörbum
höndum á Þórshöfn og í nærsveit-
um vib ab undirbúa afmælishald
í tilefni þess ab í ár eru 150 ár frá
því ab Þórshöfn varb löggiltur
verslunarstabur. Þar voru mjkil
umsvif í verslun og áttu Langnes-
ingar vibskipti vib sjómenn af
ýmsu þjóberni á erlendum dugg-
um, sem sigldu fyrir Langanesib.
íbúar Þórshafnar og nágrennis
minnast þessarar merku sögu í há-
tíðarhöldunum, sem margir góðir
gestir munu sækja.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, mun opna hátíðina, en
fulltrúar erlendra sendiráða og
þingmenn verða meðal viðstaddra,
auk heimamanna og brottfluttra
Langnesinga. í hátíöarhöldunum
koma einnig fram listamenn, sem
ættabir eru frá Þórshöfn og náð
hafa langt á sínu svibi, auk fjölda
heimamanna.
Opnaðar verða myndlistarsýnig-
ar á verkum brottfluttra Langnes-
ina, listamennina Svein Björnsson,
Rut Rebekku Sigurjónsdóttur og
Örn Karlsson, auk Freyju Önundar-
dóttur. Sýndar verba gamlar ljós-
myndir, gamalt og nýtt handverk
og minjasýning verbur opnuð í
samvinnu við Byggbasafnið á Kópa-
skeri, þar sem gamlir verslunar-
hættir verba kynntir. Boðið verður
upp á tívolí, bryggjuveiði, sjóferbir,
skoðunarferðir, auk þess sem trúss-
lest kemur úr sveitinni og börn á
stabnum taka þátt í karnivalgöngu
meb eldgleypum og trúbum.
Hátíðin verður formlega sett kl.
13.00 laugardaginn 20. júlí á úti-
sviði vib höfnina, en þar verða m.a.
flutt ávörp auk þéss sem kór heima-
manna syngur, jasssveitin Búsbræö-
ur spilar, Súrheyssystur taka lagið
og rifjaðar verða upp gamlar stökur
frá.svæðinu.
Eftir útidagskrána verður boðið
upp á herlega matarveislu vib höfn-
ina, þar sem fyrirtæki bjóða gestum
að bragða á ýmsum nýjungum í
matvælaframleiðslu.
Kl. 18.00 hefst hátíöardagskrá í
Félagsheimilinu Þórsveri. Þar koma
m.a. fram leikararnir Arnar Jónsson
og Helga Jónsdóttir, tónlistarmenn-
irnir Áskell Másson, tónskáld (sem
leikur á handtrommur), Anna Guð-
ný Guömundsdóttir, píanóleikari,
Einar Kristján Einarsson gítarleik-
ari, Sigurður Ingvi Snorrason klarin-
ettuleikari og Þuríður Vilhjálms-
dóttir söngkona, en allt á þetta fólk
ættir að rekja til Þórshafnar. Auk
þess syngur Samkór Þórshafnar í há-
tíðardagskránni.
Þá koma félagar í Leikfélagi Þórs-
hafnar fram og flytja leikritið
„Ambrið" eftir Aðalbjörn Arngríms-
son, en hann var afkastamikið leik-
skáld á Þórshöfn fyrr á öldinni.
Þetta leikrit hefur þó aldrei verið
leikið fyrr svo ab vitað sé. Stjórn-
andi hátíðardagskrár er Þórunn Sig-
uröardóttir leikstjóri.
Þá verður dansleikur vib höfnina
þar sem stórsveitin Tinna leikur,
flugeldasýning og hátíðinni lýkur
síðan á sunnudag með flautublástri
skipa og báta.
Gamla prestsetrið á Sauðanesi
verður opið á sunnudaginn 21. júlí.
Aðalsteinn Maríusson hefur að
undanförnu unnið að endurbygg-
ingu hússins sem er í umsjá Þjób-
minjasafnsins og mun hann sýna
það gestum. Allar sýningarnar
verða opnar á sunnudaginn og há-
tíðardagskráin endurtekin.
Gerðir verða ýmsir minjagripir í
tilefni hátíðarhaldanna og verða
þeir seldir við höfnina.
Þá er verið að rita sögu Þórshafn-
ar og annast Friðrik Olgeirsson
sagnfræðingur þab verk.
Gert er ráð fyrir miklum fjölda
gesta og eru menn beðnir að huga
að gistingu í tíma. Tjaldsætði verð-
ur opnað á staðnum og abrir gisti-
möguleikar em á bændagistingu og
á Hótel Jórvík.
Framkvæmdastjóri afmælishátíð-
arinnar er Már Guðlaugsson auglýs-
ingateiknari, en formaður afmælis-
nefndar er Freyja Önundardóttir
myndlistarmabur. ■
Þórshöfn á Langanesi, 150 ára gamall verslunarstaöur og hinn blómlegasti bcer. Tímamynd Kristján s. Þórarinsson.