Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. júlf 1996 Hluti göngugarpanna á vegamótum. Þarna uppi gustabi nokkub, en framundan var Þórsmórk meb sólskin og yl — og grillveislu fyrir svangt fólk 120 framsóknarmenn skemmtu sérsaman í Mörkinni eftirgöngu um Fimmvöröuháls: 78 ára í fremstu röð alla leiðina 120 galvaskir framsóknarmenn úr Suðurlandskjördæmi fóru í sumar- ferð sina á laugardaginn var, sama dag og 20 kratar viðruðu sig í Parad- ísarlaut í Borgamesi. Framsóknar- menn lögðu flestir meira á sig en kratar, 85 þeirra gengu sem leið ligg- ur frá Skógum yfir Fimmvörðuháls og niður í Þórsmörk. Athygli vakti að i hressasta kjarna gönguhópsins, fremsta hópnum, var 78 ára ungur maður, Hreiðar Jónsson frá Árkvörn í Fljótshlíð, nú búsettur á Selfossi. Yngsti göngumaðurinn var hins veg- ar Helga Sæmundsdóttir frá Bjólu í Djúpárhreppi, 9 ára gömul. Gangan gekk vel, utan það að kona missté sig og meiddist. Með nútímatækni var því máli bjargað, þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna og flutti til aðhlynningar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en meiðsl hennar munu ekki hafa reynst mikil. í Þórsmörk sameinuðust gönguhról- far hinum sem höfðu skoðað Byggðasafnið á Skógum og farið í Seljavallalaug. Þar var haldin grill- veisla með gómsætum réttum, sem Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjör- dæmisráðs, stjórnaði. Myndirnar eru frá fjölmennri og velheppnaðri ferð framsóknar- manna. ¦ J 5 \* JÖB iífLáflN| Hft'^B^^oÉÍf^^' J 3eí ^H" Ólafía stjórnabi grillveislunni þar sem Ijúfar krásir voru á „borbum". Fegurbin á leibinni er mikil og verbur varla lýst meb orbum eba myndum. Haukur og Sigurbjörg á Stóru- Reykjum. Hér eru þau Pálmi Eyjólfsson, fabir Ingibjargar og ísólfs Qyifa, alþing- ismennirnir Cubni Ágústsson og ísól- fur Cylfi Pálmason og Ólafía Ingólfs- dóttir. Y Gónguleibin er á kóflum býsna hrikaleg, eins og sjá má. Fyrir neban er Samstilltur fram- sóknarkór af öllu Suburlandi ásamt gítarleikaranum Isólfi Pálma. Cubni Ágústsson fagnabi þvííávarpi sínu ab Framsókn ætti núna gftarista sem kynni fleiri grip en Arni johnsen! Þyrlan kom úr Reykjavík, meiddu konunni var libsinnt og hún flutt á sjúkrahús.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.