Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. júlíl996 Arni Cunnarsson: Meö allt niðurum sig Stutt grein um skemmtilega tísku Eg sæki vinnu í miðbæinn og geng stundum í hádeginu út á Snakkbarinn vib Ingólfstorg VETTVANCUR og kaupi mér samloku. Á torginu eru ævinlega unglingar, sem leika kúnstir á hjólabrettum. Þetta eru mest strákar og margir þeirra hafa náð talsverðri fimi í stökkum og all- skyns hundakúnstum á hjólabrett- unum. Vetur, sumar, vor og haust æfa krakkamir sig á brettunum . sjálfum sér og jafnvel fleirum til skemmtunar. Þetta er gott dæmi um vel heppnaða unglingatísku. Einn daginn komast hjólabrettin úr tísku og krakkarnir taka til við eitthvað annað. Sennilega kem ég til með að sakna hjólabrettatísk- unnar þegar hún verður úr sög- unni, ekki síst þeim klæðaburði sem fylgir henni. Upphaflega á hjólabrettatískan trúlega rætur sínar að rekja til ein- hverskonar Harlem-menningar, sem hefur skolað hingað upp með „Krakkarnir á hjólabrett- unum eru luralegir. Þeir ganga opinmynntir og álútir, í alltofstórum fót- um, með prjónahúfu á hausnum. Peysurnar dingla utan á hjólabretta- kynslóðinni og buxnarass- inn noer niður að hnjám. Þau eru með allt niður um sig í orðsins fyllstu merkingu." fjöldaframleiddu, bandarísku rusl- atunnubíói. Sama er mér hvaðan gott kemur, en þessi tíska smell- passar íslenskum aðstæðum. Krakk- arnir á hjólabrettunum eru luraleg- ir. Þeir ganga opinmynntir og álút- ir, í alltof stórum fötum, með prjónahúfu á hausnum. Peysurnar dingla utan á hjólabrettakynslóð- inni og buxnarassinn nær niður að hnjám. Þau eru með allt niður um sig í orðsins fyllstu merkingu. Árum og áratugum saman hafa kynslóðir unglinga á undan þessari kynslóð reynt að bera sig vel og þóst vera merkilegt fólk, en verið raunverulega með allt niðrum sig. Við munum eftir '68-kynslóðinni, sem taldi sig vera að bæta heiminn þó að annað hafi komið í ljós. Diskó-kynslóðin skildi lítið eftir sig tíu árum seinna og pönkararnir gerðu fátt annað eftirminnilegt en að raka á sér hausinn og sniffa þar til hausinn varð tómur að innan. X- kynslóðin borðaði E-pillur og sumir eru enn að. Sú kynslóð sem ég sé vaxa úr grasi við Ingólfstorg — með prjóna- húfu á hausnum og buxurnar á hælunum — er hvorki hrokafull né haldin hvöt til þess að frelsa heim- inn. Hún er hins vegar afskaplega þjóðleg. Höfundur er formabur Sambands ungra framsóknarmanna. Georgískt helgirit á íslensku til minningar um Grigol íslandsvin Fjölvaútgáfan hefur nú gefið út veglegt rit til minningar um georg- íska Islandsvininn Grigol Matsja- variani, en hann fórst í bílslysi í heimalandi sínu í vor. Grigol varð þjóðkunnur hér á landi, er það fréttist að hann hefði þar í fjarlægð og upp á eigin spýtur lært íslensku ótrúlega vel. Davíð Oddsson for- sætisráðherra sýndi honum og Irmu konu hans þá viðurkenningu að bjóða þeim hingað til lands, og dvöldust þau hér í hálft ár 1993. Þau komu sér vel og eignuðust marga vini og kunningja, sem sakna þeirra sárt. Grigol var mesti hæfileikamað- ur, félagslyndur og bráðskemmti- legur. Menn undruðust, hvar sem hann kom, hve vel hann hafði til- einkað sér íslenskuna. Hann átti létt með að halda tækifærisræður af vörum fram áíslensku af and- ríki, með réttum framburði, og réð yfir miklum forða orða og orðatil- tækja. Ritið, sem Fjölvi sendir frá sér, er þýðing Grigols á fornu georgísku handriti, sem er bæði í senn grund- vóllur bókmennta og kirkjuritunar þessarar kristnu Kákasusþjóðar. Það nefnist Píslarvœtti Sjúsjanikar drottningar, ritað af kristnum munki um árið 480. Crigol Matsjavariani. Georgíumenn urðu meðal fyrstu þjóða til að gera kristindóminn að ríkistrú árið 337, en síðar var sótt að þeim úr óllum áttum. Persar neyddu Varsken, höfðingja þeirra, til að kasta trúnni og taka upp elds- dýrkun, en drottning hans Sjúsan- ík reis upp og hafnaði trúskiptum. Fyrir það misþyrmdi hann henni og lokaði í dyflissu í sjö ár og minnir staðfesta hennar á úthald Mandela á vorum dögum. Því varð Fréttir af bókum hún lýsandi fordæmi Georgíu- manna um trúfesti jafnt gegn flóð- bylgjum íslams og sovéskri kúgun á þessari öld. Er saga hennar þjóð- ardýrgripur Georgíumanna og má líkja henni við íslenskar fornsögur eða helgisögur miðalda, nema hún er um 800 árum eldri en okkar rit. Þrátt fyrir forneskjuna er hún fersk og skemmtileg, næstum nútíma- lega spennandi. Við þýöinguna naut Grigol að- stoðar ýmissa vina sinna: Pjeturs Hafstein Lárussonar, Kolbeins Þor- leifssonar og Kristjáns Ámasonar. Grigol ritar auk þess skýringar og sérstaka kynning á ættlandi sínu, þjóð og sögu með litljósmyndum. Fjölvaútgáfan fékk georgíska li- stakonu sérstaklega til að mynd- skreyta verkið með fjólda litprent- aðra mynda í georgískum stíl. Hún heitir Dali Mughadze og er þjóð- kunn í Georgíu. Það var miklum örðugleikum bundið . að koma listaverkunum til íslands, því að ekki verður treyst á öruggar póst- samgöngur frá Georgíu. Bendamáá, aðþettaer fyrstage- orgíska ritið sem birst hefur í heild á íslensku. Bókin er ákaflega skrautleg og vönduð að öllum frá- gangi, síðurnar prentaðar í dauf- brúnum lit og textinn með sér- stöku stílletri kenndu við Clairva- ux-klaustur (Kláruvelli) frá miðöld- um, svo allt minnir nokkuð á bókfell, en er þó vel læsilegt. Bókin um Píslarvætti Sjúsjaníkar er 80 síður í stóru broti. Filmugerð annaðist PMS í Súðarvogi, en prentun og bókband Grafík hf. Verð bókarinnar er kr. 2,480. Um fálkavarpið á Bessastöðum Eitt af því sem allir frambjóðendur í nýafstöðnum forsetakosningum voru sammála um, var að fara þyrfti sparlega með Fálkaorðuna. Er pað að vonum, enda ungaði fráfar- andi forseti út hvorki meira né minna en 604 íslenskum fálkum. Það jafngildir rúmlega þremur stykkjum á mánuði undanfarin sextán ár (Fjöldi útlendra fálka á þessum tíma er mér hulinn). Hlýt- ur það að teljast, þökk fyrir, bæri- legur slatti. Orðunefnd hefur ekki tiltækar tölur um fálkaútungun annarra forseta, né heldur orðu- veitingar í tíð konungsríkisins ís- lands. Mér segir þó hugur um, að frú Vigdís Finnbogadóttir hafi síst verið eftirbátur forvera sinna. Er heldur hvimleitt til þess að vita, einkum í ljósi þess að eitt af slag- örðum hennar í kosningabarátt- unni 1980 var að draga ætti úr orðuveitingum. Eitt af síðustu embættisverkum frú Vigdísar var að smala dágóðum slatta fólks suður að hinni fornu þrælakistu á Álftanesi og fálka mannskapinn. Meðal þeirra, sem þá voru ataðir fiðri ránfuglsins, voru þau Þorsteinn frá Hamri og Steinunn Sigurðardóttir. Dálæti frú VigdísaT á íslenskum bókmenntum hefur ekki farið leynt. Þvert á móti hefur af orðum hennar mátt ráða, að hún telji skáldskap og aðrar listir spanna alít það víða svið sem kallast menning. Þetta er að vísu æði þröngur skiln- ingur, en fyrirgefanlegur í ljósi þess að mönnum er tæpast ætlað að leggja meira af mörkum en inneign er fyrir. Nú er það svo að þeir, sem und- anfama áratugi hafa fylgst sæmi- lega með íslenskum bókmenntum, SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson munu nokkuð samdóma um að Þorsteinn frá Hamri hafi með skáldskap sínum markað spor, sem lesendum sé hollt að fylgja. Það sama verður tæpast sagt um tísku- höfund á borð við Steinunni Sig- urðardóttur. Helst hefur hún unnið sér það til frægðar í tengslum við bókmenntir, að liggja sem kálfur á spenum Launasjóðs rithöfunda, sem og öðrum spenum sem hægt er að totta, sé viljinn fyrir hendi í réttu hlutfalli við skort á sjálfsgagn- rýni. Það, að heiðra þessar tvær manneskjur fyrir framlag þeirra til bókmennta og það með sama hætti, kemur því sem blaut tuska framan í andlit þeirra, sem gera nokkurn mun á sönnum skáldskap og upphafinni auglýsinga- mennsku. Vissulega er fallegt að vera góður við vini sína. En það flokkast tæp- ast undir manngæsku að hengja á þá opinberar orður að tilefnislausu. Það er einfaldlega kjánaleg misbeit- ing valds. Ríkisstjómin hefur nú ákveðið að veita fráfarandi forseta nokkra ölmusu umfram lögboðin eftir- laun. Væri ekki ráð að stíga skrefið til fulls og afhenda honum svo sem fjórar til fimm fálkaorður árlega, svona rétt til að hann geti glatt þá vini sína sem litlu verða fegnir? ¦ FOSTUDAGS PISTILL ASGEIR HANNES REYKJAVIK FYRIR REYKVÍKINGA Frá því Skúli Magnússon reisti gömlu innréttingarnar við Aðalstræti hefur blómlegt atvinnulíf sett svip sinn á höfuðborgina. Reykvíkingar hafa borið gæfu til að brauðfæða jafnóð- um alla íbúa borgarinnar og tugþús- undir manna úr svefnbæjum í grenndinni að auki. Enda hefur straumur manna legið af lands- byggðinni til Reykjavíkur íatvinnuleit og til að njóta félagslegs öryggis inn- an borgarmarkanna. Borgin hefur náð að sinna þessum þörfum til skamms tíma að minnsta kosti. En nú eru blikur á lofti og atvinnu- leysi hefur stungið sér niður í Reykja- vík eins og víðar. Sum bæjarfélög bregðast við þeim vanda með því að láta heimamenn ganga fyrir með at- vinnu og önnur hafa reyndar búið lengi við slíka einokun. Við þessar aðstæður hefur ný tegund vinnu- miðlunar skotið upp kollinum um landsbyggðina og ekki seinna vænna að Reykjavíkurborg bregðist við henni af fullri hörku. Um skeið hafa bæjarfélög á lands- byggðinni auglýst eftir fyrirtækjum til að flytja heim í hérað og skapa þar atvinnu. Langflest koma fyrirtæk- in frá Reykjavík. Nýjasta útfærslan er svo að nota fyrirtæki í borginni fyrir skiptimynt íátökum hagsmunas- eggja á landsbyggðinni. Þannig slóg- ust fisksalar um afurðir Útgerðarfé- lags Akureyringa og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sigraði íslenskar sjávarafurðir með þvíað kaupa Sæl- gætisgerðina Opal í Reykjavík og flytja norður yfir heiðar. Engum þarf að koma í opna skjöldu að ráðherrar úr sveitum landsins vilji flytja stofnanir ríkisins úr borginni þegar harðnar á dalnum. Sjálfsagt er að lofa þeim að flytja stofnanir bænda frá Reykjavík og út á land, því þar starfa hvort sem er aðeins sveitamenn en ekki Reykvík- ingar. Öðru máli gegnir um Land- mælingar íslands, sem er gróin borg- arstofnun og á hvergi heima nema í Reykjavík. Og ekki nóg með það: Borgarstjórn Reykjavíkur verður að ganga óhrædd fram fyrir skjöldu og verja atvinnu fólksins í borginni okk- ar. Bregðast hart við öllum hug- myndum sveitamanna um að færa grónar stofnanir úr borginni í at- vinnuskyni. Selja arðlausar eignir og nota andvirðið til að kaupa ný fyrir- tæki handa Reykvíkingum. Verja at- vinnuleysisbótum til að skapa at- vinnu í borginni, en greiða ekki fólki fyrir að sitja með hendur í skauti. Og betur má ef duga skal. í Reykjavík starfar fjöldi fólks sem býr í öðrum bæjarfélögum og greiðir þangað opinber gjöld. Meira að segja starfsmenn borgarinnar og margir helstu yfirmenn hennar eru í þeim hópi. Verktakar utan Reykjavík- ur eiga greiðan aðgang að vinnu hjá borginni. Þetta gengur ekki lengur. Reykjavíkurfyrirtæki verða að hafa algeran forgang á verk hjá borginni. Reykvíkingar verða líka að sitja fyrir um vinnu hjá borginni sinni. Það er ekki hlutverk Reykvíkinga að halda úti atvinnu fyrir svefnbæina við borgarmörkin. Það er ekki heldur hlutverk Reykvíkinga að halda úti fé- lagslegri þjónustu fyrir landsbyggð- arfólk. Önnur sveitarfélög hlaða ekki undir Reykvíkinga, eins og dæmin sanna. Reykjavík er byggð af Reykvík- ingum og fyrir Reykvíkinga.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.