Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.07.1996, Blaðsíða 1
Þaö tekur aóeins «7/11/ ¦ ¦virkan daa aÖ komqpóstinum ^^^B PÓSTUR þfnum til skila ^^^ OG SlMI STOFNAÐUR 191 7 80. árgangur Föstudagur 19. júlí 135. tölublað 1996 Biskup íslands vígir ekki nýja kirkju í Reykholti 28. júlí nk., heldur vígslu- biskupinn í Skálholtí: í samræmi við lög og stefnu „Þab er verið aö framkvæma þarna ákvebin lög og ákvebna stefnu sem lendir á sama tíma og þessi mál önnur. Ég er ekkert hissa á því ab fólk tengi þessi mál saman. Svo er ekki nema tilvilj- un í tíma," segir sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti ab- spurbur hvort einhver tengsl séu á milli svonefnds biskupsmáls og þess ab hr. Ólafur Skúlason bisk- up mun ekki vígja nýja Reyk- holtskirkju 28. júlí nk. heldur sr. Sigurbur Sigurbsson vígslubiskup í Skálholti. Sr. Geir segir ab þetta sé í sam- ræmi við nýtt erindisbréf handa vígslubiskupum sem byggir á lög- um nr. 62 frá 1990, 7. kafla, 45. grein þar sem er að finna verkefni vígslubiskupa. Hann segir að það hafi dregist einhverra hluta vegna að biskupinn gæfi út erindsbréf handa vígslubiskupum sem byggja á fyrmefndum lögum. Þegar þessi lög voru samþykkt á sínum tíma var slegib saman tveimur frum- vörpum sem kirkjan hafði útbúið, annarsvegar frumvarpi um skipt- ingu biskupsdæmisins og hinsveg- ar frumvarpi um starfsmenn þjób- kirkjunnar. Sr. Geir segir að Halldór Ásgrímsson þáverandi kirkjumála- ráðherra hefði ekki viljað flytja frumvarp um að skipta biskups- dæminu og því var skipuð nefnd til að bræba frumvörpin saman. Sóknarpresturinn segir að með tilkomu nýju kirkjunnar mun öll starfsaðstaða hans taka miklum stakkaskiptum til hins betra og m.a. verbur ékki þörf á því í fram- tíðinni að „fólk sitji í bílum út um öll hlöb eða út við skóla við útfarir, heldur geta allir setið undir sama þaki." Vinna við byggingu nýju kirkjunnar hófst árið 1988 en gamla kirkjan var reist árið 1887. Sóknarpresturinn segir að þab sé ekkert ákveðið hvað verður um gömlu kirkjuna sem ákveðið var að hætta halda við og safna þess í stað í sjóð fyrir nýrri kirkju. Hann segir að leitað hafi verið eftir því að reyna að finna henni nýjan stað og nýtt hlutverk sem kirkju, ef hægt er að endurbyggja hana á nýjum stab. -grh Ivl%Jí\JUíl L/ILikJLi ILZjf LUÍIÍIÍI hefst oft í greibasölunni Svarti svanurinn hjá henni Hjördísi Fjólu Ketilsdóttur, sem vib hittum at máli ígœrmorgun. Hér situr hún og meltir blab allra landsmanna, ábur en hún hellir sér í Tímann og Alþýbublabib. Tímamynd cva Forseti Alþingis sendist ekki eftir afsagnarbréfum þingmanna, jafnvel ekki þótt nýkjörinn forseti eigi í hlut: Þingforseti ekki á leið í póstinn „Þab er mikill misskilningur aö ég sé aö fara á Barbaströnd til ab sækja afsagnarbréf og Ólaf- ur Ragnar veit það, enda höf- um við fína póstþjónustu sem ég þarf ekki aö taka ab mér. Ég hef hinsvegar ánægju af því ab fara í eftirmibdagsskaffi til hans," sagði Ólafur G. Einars- son forseti Alþingis í gærmorg- un. Ólafur G. segir að allir hljóti að sjá ab það passar ekki að forseti Alþingis heimsæki þingmenn til að ná í afragnarbréf þeirra og jafnvel þótt um sé að ræða ný- kjörinn forseta, enda hefði það aldrei staðið til. Hann segist því hafa orðið afar undrandi að heyra sífellt klifað á því í ljós- vakamiðlum í fyrradag að hann væri á leið heim til Ólafs R. til að ná í afsagnarbréf hans sem þing- manns, bréf sem nýkjörinn for- seti mun hafa skrifað 10. júlí sl. í framhaldi af þessum fréttaflutn- ingi hefði hann rætt þetta við Ól- af Ragnar í síma þar sem hann Olafur Ragnar Crímsson. hefði leiðrétt þennan misskiln- ing sem fjölmiðlar höfðu haft um málið. Þingforseti segir að þeir nafnar hefðu hist fyrir tilviljun á Suður- nesjum ekki alls fyrir löngu og þá hefði hann nefnt það við nýkjör- Ólafur C. Einarsson. inn forseta að hann þyrfti ab ræða við hann og m.a. um það hvernig þingmenn Reykjaness- kjördæmis mundu kveðja Ólaf Ragnar. En það mun vera venja meðal þingmanna kjördæmisins að kveðja þann sem er að hætta í það og það sinnið. Við það tæki- færi sammæltust þeir um að Ól- afur Ragnar mundi hafa sam- band við nafna sinn Einarsson, sem og hann gerði og bauð hon- um heim í kaffi. Ólafur G. segist hinsvegar ekki hafa haft tök á að heimsækja Ólaf Ragnar í það sinnið og því hefði þessi dagur verið ákveðinn, þ.e. gærdagur- inn, 18. júlí. „Ég held að þetta sé ekki nein hátíðleg athöfn. Þetta kemur bara til skrifstofunnar," segir Ól- afur G. aðspurður hvernig þing- menn hafa borið sig við að af- henda afsagnarbréf sín. En ný- kjörinn forseti mun vera sá fyrsti sem lætur af þingmennsku ab eigin ósk frá því Ólafur G. tók við embætti forseta Alþingis á þessu kjörtímabili. Á kjörtímabilinu þar á undan sögðu nokkrir af sér þingmennsku vegna annarra starfa og m.a. þeir Jón Sigurbs- son, Eiður Guðnason og Stein- grímur Hermannsson. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.