Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.07.1996, Blaðsíða 3
Þri&judagur 23. júlí 1996 3 Peningalykt frá Akranesi barst til Reykjavíkur Lokanir fiskvinnsluhúsa vegna hráefnisskorts. Fiskvinnsludeild VMSÍ: Dæmi um 40%-100% tímabundna kjaraskerðingu í góöviörinu á sunnudag fyllti allrammur lo&nufnykur, ö&ru nafni peningalykt, loftin blá í höfu&borginni. Margir voru fljótir a& saka loönubræ&sl- una á Granda um, en þa&an berst ekki lengur lykt, eftir a& tæki þar voru endumýjuð samkvæmt nýjustu kröfum. í ljós kom aö þessi óvænta loftremma barst alla leið ofan af Skipaskaga. Þar voru menn í önnum a& bræða loðnu. All- sterkur norðanvindur hreif með sér reykinn og dældi honum yf- ir höfuðborgarbúa í sólbaði. Engum varð meint af. ■ Sumarlokanir fiskvinnslu- húsa koma eins og kunnugt er mjög illa viö margt starfs- fólk og m.a. em dæmi um a& þa& hafi mátt þola allt að 40%-100% tímabundna kjaraskeröingu. Þá er ljóst a& ein af aöalkröfum fiskverka- fólks í komandi kjaraviö- ræöum viö atvinnurekendur verður krafan um starfsör- yggi til samræmis viö aðrar stéttir. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu sem stjórn fiskvinnslu- deildar Verkamannasambands íslands hefur sent frá sér í til- efni af lokunum ýmissa sjávar- útvegsfyrirtækja í sumar vegna hráefnisskorts. Þar kemur einnig fram að samskiptamáti einstakra fyrirtækja í fisk- vinnslu, þ.e. að fella starfsfólk af launaskrá og benda því þess í stað að það geti skráð sig at- vinnulaust og farið á atvinnu- leysisbætur, sé vítavert brot á núgildandi kjarasamningi og kallar á viðbrögð frá viðkom- andi stéttarfélögum. Þá bætir það ekki stöðu mála að á sama tíma og starfsfólk er tekið af launaskrá eru dæmi um að hjá sama fyrirtæki sé verið að landa úr fiskiskipum í gáma til útflutnings. Hinsvegar sé ekk- ert við því að segja að fyrirtæki í fiskvinnslu loki vegna sumar- leyfa, enda sé það gert með löglegum mánaðar fyrirvara eða í upphafi orlofsárs og þá í fullu samráði við starfsmenn. Stjórn fiskvinnsludeildar VMSÍ telur að þetta hljóti að vera stjórn atvinnuleysistrygg- ingasjóðs áhyggju- og íhugun- arefni og jafnframt tilefni til að skoða hvaða fyrirtæki virð- ast nýta sér fremur endur- greiðslur úr sjóðunum vegna vinnslustopps í stað þess að afla sér hráefnis. -grh Axarmaburinn á Kleppsvegi: Úrskurbaöur í fjögurra vikna gœsluvarbhald: Sá slasaöi var aldrei í lífshættu Ma&urinn sem talinn er hafa höggviö annan mann ítrekaö í höfuðiö me& exi sl. laugardag, hefur veri& úrskur&aður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hinn slas- a&i var fluttur á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem gert var aö sárum hans. Hann mun hafa höfuðkúpubrotnaö og hlotið nokkra áverka á enni, en mikil mildi má teljast að ekki hafi fariö verr. Að sögn lækna var hann aldrei í lífshættu. Atburðurinn átti sér stað í húsi Lauk þeim viðskiptum með því að annar þeirra greip exi og hjó til hins með fyrrgreindum afleiðingum. Árásarmaðurinn hvarf síöan af vett- vangi en mun hafa snúið aftur á árásar- staöinn. Þar fann lögreglan hann sof- andi þremur tímum síðar. Hörður Jóhannes- son hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins sagðist í gær ekki geta upplýst hvort maðurinn hefði ját- að á sig verknaöinn. Á sunnudagskvöld- ið réðst maður á konu og mann með hafnaboltakylfu að vopni. Atburðurinn átti sér stað í húsi í Hafnarfirði þar sem árásarmaðurinn var Timamynd: S gestkomandi í hÚSÍ konunnar. Mun hafa komið upp ósætti sem endaði með fyrrgreind- um afleiðingum. Maðurinn og kon- an munu þó ekki vera alvarlega slösuð. Hjá RLR fengust þær upplýs- ingar að málið væri enn í rannsókn og að verið væri að kanna tildrög árásarinnar. Árásarmaðurinn mun vera á fertugsaldri. ■ við Kleppsveg í Reykjavík. Þar stóð yfir einhvers konar gleðskapur en gamanið tók heldur að kárna þegar tveimur mönnum varð sundurorða. Slasaöi maburinn fœr aöhlynningu aöur en sjukrabillinn kemur. Skriflegt sam- þykki sjúklinga Rólega, Borgaryfirvöld reyna af megni a& draga úr hraöakstri um götur Reykjavíkur. Vitað er að nánast öll hraða- mörk eru brotin. Reglurnar virð- ast ekki halda, og löggæslan er lít- il. Menn virbast margir týna vit- glórunni um leið og sest er undir rólega stýri. í Vesturbænum og í nokkr- um íbúðarhverfum borgarinnar hefur verið að ákveða að hafa 30 kílómetra hámarksakstur, enda leyfa götur þar varla meira. Nú er að sjá hvort ökumenn virða þess- ar reglur. Myndin er frá Ægisgötu. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar: Fossvogsbúar! Hættið ab henda ruslapokum út á götur Landlæknir mun á næstu dögum beina þeim tilmælum til lækna að þeir leiti eftir skriflegu sam- þykki sjúklinga til skurðaögerða, svæfinga, deyfinga, sérstakra rannsókna eða annarra inngrips- aðgerða. Mælst er til þess að læknar leggi þartilgert eyðublað fyrir sjúkling áður en til aðgerðar kemur. Á eyðu- blaðinu eru yfirlýsingar um að við- komandi hafi verið upplýstur um eðli, tilgang og þá áhættu sem ab- geröinni fylgir o.fl. en það er meg- inmarkmið með þessum tilmælum að tryggja að sjúklingar séu upplýst- ir um þessi atriði. Ólafur Ólafsson, landlæknir, segir að of mörg dæmi séu um hið gagnstæða, kærur og kvartanir til embættisins megi í flestum tilvikum rekja til þessa, engu að síður sé ástandið í heildina séð gott en svo virðist sem ungu læknarnir standi sig almennt betur í þessum efnum heldur en þeir eldri. Tilmælunum er almennt vel tekið meðal lækna, fyrir utan skurð- lækna sem telja þetta óþarfa skriff- insku. Eyðublaðið hefur í sjálfu sér ekki lagalega þýðingu. „Sjúklingur afsal- ar sér engum rétti meö því að sam- þykkja aðgerð skriflega, heilbrigðis- stéttin ber eftir sem áður ábyrgð ef mistök verða," segir Guðríður Þor- steinsdóttir, lögfræðingur hjá heil- brigðisráðuneytinu. Skriflegt sam- þykki sjúklings er hins vegar mikil- vægt sönnunargagn. Sjúklingur sem héldi því fram að hann hefði ekki verið upplýstur um tiltekið at- riði bæri jafnan sönnunarbyrðina fyrir þeirri staðhæfingu. -gos íbúar Fossvogshverfis viröast hafa misskiliö all hrapalega þjónustu hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar. Svo vir&- ist sem íbúarnir haldi aö starfsmenn hreinsunardeild- arinnar eigi aö vera í fullu starfi viö aö tína upp svarta ruslapoka sem liggja á víö og dreif um hverfiö. Sem kunnugt er þá er á hverju vori sérstakt hreinsun- arátak á vegum borgarinnar, þar sem starfsmenn hirða upp rusl, einkum úrgang úr görð- um. í samtali við Guðbjart Sig- fússon hjá hreinsunardeild- inni kom fram að átakið hafi aðeins staðið í eina viku. Það sé eins og Fossvogsbúar hafi misskilið þetta, og haldi að átakið standi yfir í allt sumar. Guðbjartur sagði ennfremur að borginni bæri engin skylda að taka þessa poka, það væri ekki endalaust hægt að gera út menn til að hirða þetta rusl. „Við höfum verið að hirða þetta af og til í sumar, en við förum ekki daglega og ekki vikulega að sækja pokana. Ég held að þeir hafi nú ekki verið neitt voðalega lengi þarna, en það koma bara alltaf nýir pok- ar í staðinn." -sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.