Tíminn - 01.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.08.1996, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 1. ágúst 1996 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM Athyglisverbur dómur Samkvæmt nýuppkveönum dómi Héraðsdóms Suðurlands er leyfilegt að veiöa með línu og handfærum á svokölluðu friðunarsvæði yfir rafstrengjum og vatnslögnum milli lands og Eyja. Forsaga þessa máls er að í mars í vetur var trillubátur stað- inn að meintum ólöglegum línuveiðum á umræddu svæði. Niðurstaða dómsins er sú að bannið varði eingöngu botn- og flotvörpuveiðar. Dómsorð urðu því þau að skipstjórinn var sýknaður af öll- um kröfum ákæruvaldsins og sakarkostnaður dæmdur á ríkis- sjóð. Það var Þorgeir Ingi Njáls- son sem kvað upp dóminn. Ekkert Norbur- landamót kvenna- landsliba í Eyjum Fyrir liggur útskrift frá bæjar- ráði frá 24. júní vegna erindis frá HSÍ, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um að á næsta ári verði haldið í Eyjum Norðurlandamót 20 ára kvennalandsliða í handbolta. Gert var ráð fyrir að allur kostnaöur við þátttakendur hér á landi yrði greiddur af Vest- mannaeyjabæ. Gert er ráð fyrir um 120þátttakendum. Tómstundaráð þakkar það traust sem HSÍ sýnir Vest- mannaeyingum með erindinu, en getur ekki mælt með því að bærinn standi fyrir mótinu, miðað við þær kröfur sem gerð- ar eru, enda ljóst aö heildar- kostnaður yrði mikill og tekjur af umræddum leikjum myndi nema litlum hluta kostnaðar. KEFLAVIK Fluguhnýtingar- skóli viö Seltjörn í síðustu viku tók til starfa nýr fluguveiði/fluguhnýtingar- skóli við Seltjörn. Hér er um að ræða fyrsta flokks aðstöðu með mikla breidd varðandi flugu- veiðihnýtingar, auk ýmiss fróð- leiks um lífsmynstur laxfiska. Kennarar verða þeir bestu sem völ er á, allir með mikla reynslu við fluguveiöar. Nem- endur gista í nýinnréttuðu veiðihúsi staðarins og ætti við það að skapast svipuð stemmn- ing og í veiðitúrum. Sérstök áhersla verður lögð á unglinga og konur, auk þess sem hinn hefðbundni veiðimaður er með. DAGBLAÐ Hft AKUREYRI Kexib farib ab bakast Það styttist í að framleiðsla hefjist í nýju kexverksmiðj- unni við Hvannavelli á Akur- eyri. í vikunni fóru fyrstu kök- urnar að renna í gegnum bak- Ingólfur Císlason bakarameistarí (t.v.) og Eyþór jósepsson bragba á tilraunaframleibslunni og eru greinilega sáttir vib árangurínn. Nú stytt- ist óbum íab varan verbi lögb undir dóm neytenda. araofninn og þar með byrjuðu menn að þreifa sig áfram með þessa nýju framleiðslu. Er nú staddur hjá fyrirtækinu maður frá sænsku ráðgjafarfyrirtæki sem aðstoðar við að koma framleiðslunni af stað. Eigendur verksmiðjunnar eru fyrirtækið Upphaf ehf. og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Upphaf ehf. er í eigu þremenninganna sem gjarnan eru kenndir við Akoplast, en það eru þeir Eyþór Jósepsson, Jóhann Oddgeirsson og Daní- el Árnason. Það er Eyþór sem hefur borið hitann og þung- ann af undirbúningi kexfram- leiðslunnar og hann mun stýra henni. í samtali við Dag segir Ey- þór að farið verði af stað með 2-3 tegundir af kexi og síðan aukið eftir því sem málin þró- ast. Gert er ráð fyrir því að starfsmenn verði 12-15 þegar reksturinn verður kominn á fullan skrið. Eyþór sagði of snemmt að upplýsa nafnið á nýja kexinu og því verða menn að bíða spenntir enn um sinn. Erfib fjárhags- staba Ólafsfjarb- arbæjar „Það getur í sjálfu sér eng- inn verið sáttur við þessa út- komu," sagði Þorsteinn Ás- geirsson, forseti bæjarstjórnar Olafsfjarðar, um ársreikninga bæjarins, sem voru samþykkt- ir á fundi bæjarstjórnar í síð- ustu viku. Tekjur bæjarins voru 136 milljónir, en gjöldin rúmar 149, þannig að gjöldin eru 13 milljónum hærri. Það, sem setur mest strik í reikninginn hjá bænum að þessu sinni, eru 20 milljónir sem gjaldfærðar eru vegna Glits og 7,5 milljónir vegna fyrirsjáanlegs taps fiskeldis- stöðvarinnar Laxóss. „Nú verðum við bara að bíta í skjaldarrendurnar. í kjölfarið á byggingu íþróttahússins er skuldastaðan komin á efri mörkin og við verðum aðeins að stíga á bremsurnar. En það er ekki þar með sagt að við ráðum ekki við þetta. Við verðum bara að fara yfir fjár- málin og taka aðeins til. Það er ljóst að menn verða að gæta mikils aðhalds og við drögum enga dul á að það verður erfið staða á næsta ári," sagði Þorsteinn. Endurbótum á Vallakirkju ab Ijúka Undanfarið eitt ár eða svo hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á Vallakirkju í Svarfaðardal og eru þær nú á lokastigi. Kirkjan verður end- urvígð við hátíðlega athöfn innan tíðar. Vallakirkja þykir afar falleg, en hún er úr timbri, byggð 1861 og vígð á annan í jólum það ár. Framkvæmdir hafa verið umfangsmiklar og til að byrja með var þakið tekið af kirkj- unni og hún rétt á grunnin- um. Síðan hefur hvert atriði verið tekið fyrir og hafa fram- kvæmdir verið í umsjá hús- friðunarnefndar. Að sögn El- ínborgar Gunnarsdóttur, for- manns sóknarnefndar Valla- sóknar, eru framkvæmdirnar nokkuð kostnaðarsamar, en engu að síður vel peninganna virði og nauðsynlegt að vanda til verksins. Hefur tvívegis fengist styrkur úr húsfriðunar- sjóði og fleiri sjóðum. Engu að síður sé þetta nokkuð stór biti fyrir ekki stærri sókn, en um 900 manns búa í Vallasókn. „íbúar í Vallasókn gætu vel þegið að fólk hugsaði vel til kirkjunnar, bæði brottfluttir Svarfdælingar og fleiri. Maður verður var við að margir ein- staklingar vilja hjálpa til og þó hver leggi ekki fram háa upphæð kemur það allt til góða," sagði Elínborg. Nú er verib ab leggja síbustu hönd á lagfœríngar innanhúss í Vallakirkju og ígcer var Snorrí Gubvarbarson málarí þar ab störfum. jrxvjniíijiu iij Uí. ]ón Sigurbsson og Asdís Arnardóttir. Tónleikar í Lista- safni Sigurjóns Á þribjudagstónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar þann 6. ágúst klukkan 20.30 koma fram Ásdís Arnardóttir sellóleik- ari og Jón Sigurbsson píanóleik- ari. A efnisskrá eru eftirtalin verk: Gömbusónata nr. 2 í D-dúr BWV 1028 eftir Johann Sebastian Bach, Sónata nr. 3 í A-dúr opus 69 eftir Beethoven, Myndir á þili eftir Jón Nordal, Habanera eftir Maurice Ravel og Le Grand Tango eftir Astor Piazzolla. Ásdís Arnardóttir nam sellóleik hjá George Neikrug í Boston í Bandaríkjunum, Richard Talkow- sky í Barcelona og Gunnari Kvaran í Reykjavík. Hún hefur haldið tón- leika í Bandaríkjunum og á Spáni. Jón Sigurðsson píanóleikari stundaði nám hjá Helgu Laxness og Halldóri Haraldssyni í Reykja- vík, Eriku Haase í Hannover í Þýskalandi og Caio Pagano í Pho- enix í Bandaríkjunum og hefur haldið tónleika í Bandaríkjunum og á íslandi. Á námsárum sínum léku þau Ás- dís og Jón saman í Tónlistarskólan- um í Reykjavík og á síðastliðnum vetri tóku þau upp þráðinn á ný og hafa þau haldið tónleika víða. Þau starfa bæði í Reykjavík við kennslu. Viðskipta- og þjónustuskrá Hafnarfjaröar komin út Vibskipta- og þjónustuskrá Hafnarfjaröar er komin út. Þab er fyrirtækið Almiblun sem gefur skrána út.og er þetta í fyrsta skipti þar sem allar upplýsingar um þjónustu í Hafnarfirbi er ab finna á ein- um stab. í skránni er mebal annars ab finna götukort af Hafnarfirbi og sérstaka fax- númeraskrá fyrirtækja í bæn- um. Þá eru upplýsingar um fyrirtæki þar sem símanúmer og kennitölur eru mebal ann- ars tilgreind. I lok skrárinnar eru upplýsingar um bæjaryfir- völd í Hafnarfirbi og hverjir eiga sæti í bæjarstjórn og nefndum á vegum bæjarfé- lagsins og stofnana þess. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir að skráin sé unnin í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og fyrirhugað sé að endurútgefa hana árlega með leiðréttingum í samræmi við þær breytingar sem verða á fyrirtækjum og stofnunum á hverjum tíma. I upphafi skrárinnar er ávarp Ell- erts Borgars Þorvaldssonar, for- seta bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar, og síðan er stutt ágrip af sögu bæjarins. Þá er að finna fyrirtækjaskrá þar sem skráð eru öll fyrirtæki sem vitað er um í bænum í stafrófsröð. Skrá um öll húsfélög í Hafnarfirði er einnig að finna í viðskipta- skránni meðheimilisfangi og kennitölu. Meginefni viðskipta- og þjón- ustuskrárinnar er þjónustuskrá þar sem er að finna öll þau fyr- irtæki sem sendu inn skráningu og eru þau skráð eftir þjónustu- greinum. Dæmi eru um að sama fyrirtæki sé skráð oftar en einu sinni, sem stafar af því að þau fyrirtæki starfa þá í mis- munandi þjónustugreinum. Fyrirtækið Almiðlun starfar ab ýmsum útgáfumálum í Hafnarfirði og gefur meðal ann- ars út hið gamalkunna bæjar- blað Fjarðarpóstinn, sem nokkr- ir kennarar hleyptu af stokkun- um á sínum tíma undir forystu Ellerts Borgars Þorvaldssonar. Almiðlun gefur nú einnig út bæjarblað í Kópavogi, Kópa- vogspóstinn, auk þess að reka staðbundna útvarps- og sjón- varpsþjónustu í Hafnarfirði. ¦ Finnland: Sérlán handa konum Þann 1. október næstkom- andi verba libín 90 ár frá því konur fengu kosningarétt í Finnlandi. Finnska þjóbþing- ib hefur ákvebib ab minnast þess annars vegar meb hátíb- arfundi og hins vegar meb sérstakri samþykkt um sérlán til kvenna í atvinnurekstri. í því skyni verða veittar 50 milljónir finnskra marka á fjár- lögum næsta árs, en það sam- svarar tæpum 750 milljónum ísl. króna. Skilyrði fyrir lánveít- ingu er að konur eigi meiri- hluta í fyrirtækinu sem lánað er til og kona stjórni því. Formaður Sambands kvenna í atvinnurekstri, Ritva Sjöholm, telur að sérlán til kvenna hafi einkum mikla þýðingu vegna þess að konur vilji oft stofna þjónustufyrirtæki og torvelt hafi reynst að fá lán til þess. ¦ ". i' i ¦ ' • .i • iKjí.jíi c

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.