Tíminn - 27.08.1996, Qupperneq 4
4
Þri&judagur 27. ágúst 1996
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1. 105 Reykjavík
Sími: 56B1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mána&aráskrift 1700 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Jafnvægi eba
afgangur
Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu um fjár-
lagagerðina um helgina og voru þar samþykktar
útlínur fjárlagafrumvarpsins til frekari útfærslu í
ríkisstjórn. Þótt einstök atriði frumvarpsins verði
ekki birt fyrr en með frumvarpinu í byrjun októ-
ber, eru þó nokkrar meginlínur ljósar.
í fyrsta lagi er ætlunin að afgreiða fjárlög fyrir
árið 1997 hallalaus, en slíkt markmið hefur ekki
verið sett um árabil. í öðru lagi er ákveðið að ekki
verði breytt reglum um lífeyristryggingar til frek-
ari skerðingar né lögð á þjónustugjöld. Hins vegar
er ætlunin að halda áfram viðleitni til sparnaðar í
heilbrigðiskerfinu og þá í sjúkrahúsarekstrinum.
Þrátt fyrir það er ljóst að framlög til heilbrigðis- og
tryggingamála hækka á milli ára.
Það er mikilvægt markmið að afgreiða hallalaus
fjárlög, en sitt sýnist hverjum um það markmið.
Forsvarsmenn atvinnulífsins hafa talið að ekki sé
nógu langt gengið og tekjuaukning ríkissjóðs
vegna hagvaxtaraukningar sé það mikil að hún
gefi tilefni til þess að reka hann með afgangi. í
sama streng tekur forstjóri Þjóðhagsstofnunar, en
tekur þó fram að það séu aðeins tvö OECD-ríki
sem reka ríkissjóð hallalausan, en það séu Noregur
og Lúxemborg. Norðmenn munu reyndar reka rík-
issjóð með mjög verulegum hagnaði, enda eru þeir
stórveldi efnahagslega miðað við stærð þjóðfélags-
ins.
Forsvarsmenn launþega hafa hins vegar talað í
þá veru sem formaður Verkamannasambands ís-
lands gerði í fjölmiðlum um helgina, að hallalaus
fjárlög mættu ekki verða trúaratriði.
Rekstur ríkissjóðs hefur ekkert með trúmál að
gera. í þeim málum blasa við áþreifanlegar stað-
reyndir, sem eru þær að hallarekstur þarf að fjár-
magna með lánum, nákvæmlega eins og hjá heim-
ilum og fyrirtækjum. Svo hefur verið gert á liðnum
árum með þeim afleiðingum að skuldir eru miklar
og vaxtagreiðslur af þeim eru, eftir að grunnskól-
inn var fluttur til sveitarfélaganna, annar stærsti
útgjaldaliður ríkissjóðs næst á eftir heilbrigðis- og
tryggingamálum, og hefur slegið út útgjöld til
menntamála og opinberar framkvæmdir. Ef skuld-
setningin fær að halda áfram og vextirnir halda
þar með áfram að hækka, þá er borin von að hægt
sé að halda uppi þeirri velferð sem nú er. Þetta er
áþreifanleg staðreynd en ekki trúarbrögð.
Þótt æskilegt hefði verið að reka ríkissjóð með
afgangi í uppsveiflu, verður að hafa í huga að ver-
ið er að ná niður halla upp á fjóra milljarða. Ef
lengra hefði verið gengið, hefði það þýtt að ganga
hefði þurft að velferðarkerfinu og notendum þess
á sama tíma og rofar til efnahagslega. Slíkt er
hvorki raunhæft né æskilegt markmið.
Meginmálið er að setja raunhæf markmið í ríkis-
fjármálum og reyna síðan að standa við þau.
Markmiðið um hallalaus fjárlög 1997 á að sameina
þetta tvennt. Það fer bil beggja á milli sjónarmiða
verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda.
Pólitískt vægi húsvarba
Sveitarstjórnarpólitíkin getur á stundum tekib
áhugaverbar sveiflur og í rauninni furöulegt hvab
stjórnmálafræðingar hafa lítib gert af því að skrifa
fræðigreinar um þennan anga stjórnmálanna.
Samsteypustj órnakenningar stj órnmálafræðinnar
miða — ab því Garra hefur verib sagt — fyrst og
fremst við pólitík á landsvísu og fræðingarnir
hafa sett sig í miklar stellingar við að útskýra og
búa til skýringarmódel sem byggja fyrst og fremst
á þingstyrk annars vegar og svo hugmyndafræði
hins vegar. Allra flottustu kenning-
arnar stilla þessu hins vegar saman
og reyna að finna einhverja sam-
nefnara sem borið geta uppi al-
mennar kenningar um hvað fær menn til ab
vinna saman í stjórnmálum. Garri hefur orð
fróðra manna fyrir því að afar sjaldgæft sé að
fræðikenningar um samsteypustjórnir útskýri
nokkurn skapaðan hlut í raunveruleikanum. Það
mun þó vera umtalað að einn helsti fræðimaður
Islendinga á sviði samsteypustjórna hafi fyrir
löngu gert sér grein fyrir mikilvægi sveitarstjórn-
armála varöandi samstarf stjórnmálaflokkanna.
Þetta er enginn annar en sjálhir forseti lýðveldis-
ins og stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar
Grímsson sem skrifaði um það fyrir aldarfjórð-
ungi að á íslandi væri margra hæða samsteypu-
stjórnakerfi og var þá m.a. að vísa til mikilvægis
bandalaga í sveitarstjórnum og ættar- og fjöl-
skyldutengslum hvers konar.
Hvab meö húsveröi, Ólafur?
Satt að segja er það skoðun Garra að með þessu
hafi Ólafur Ragnar bjargað heiðri fræöimanna á
þessu sviði, en gallinn er bara sá að hvorki hann
né aðrir stjórnmálafræðingar hafa þróað þessar
kenningar að nokkru marki. Afleiðingin er m.a.
sú að stjórnmálafræðin sem fræðigrein getur sára-
lítið gert til að útskýra sveitarstjórnarpólitík á ís-
landi. Þannig munu t.d. ekki vera tiltækar neinar
raunhæfar kenningar sem útskýra mikilvægi þess
fyrir stjórnmálaöfl að hafa lögsögu yfir embætti
húsvarða í grunnskólum. Ólafur Ragnar minnist
hvergi á húsverði í sinni fræðilegu úttekt á margra
hæða samsteypustjórnakerfinu á íslandi og hlýtur
þab að draga stórlega úr gildi hinnar fræðilegu
greiningar sem hann setur þar fram. Sannleikur-
inn er nefnilega sá að staöa húsvarðar við grann-
skóla í sveitarfélagi er afar mikilvægur orsakavald-
ur í íslenskum sveitarstjórnarstjórnmálum, eins
og dæmin sanna. Garri man í fljótu bragði eftir
erfiðum málum í Hafnarfiröi, þar sem einn aðal
krataforinginn í bænum þurfti að bera þann kross
aö hafa hyglað skyldmenni sínu og flokksgæðingi
með ab fá hann ráðinn sem húsvörö í grunnskóla.
í Borgarfirði risu fyrir allnokkra
erfið pólitísk mál út af húsvarða-
rábningum og menn geta í raun
rakið sig hringinn í kringum
landið og séb að húsvarðastarf í grunnskóla er
víða þýðingarmikill átakapunktur í stjórnmálum.
Valdaaöstaöa húsvaröar
Skýringarnar á því era auövitaö margar og í
raun augljósar. Húsverðir era valdamenn í sínu
umdæmi, þeir ráða talsveröu um hvernig málum
er fyrir komib í þeim húsum sem þeir gæta. Hús-
verðir era að veralegu leyti sjálfs sín herrar og
ráða verk- og vinnulagi sínu sjálfir. Og síðast en
ekki síst þá hafa húsverðir um þab val hvort þeir
vinna úti eða inni. Þeir geta þannig valið sér að
vera í útivinnu þegar veðrið er gott, en þeir geta
stundað innivinnu þegar veðrib er slæmt.
Þeim, sem gera sér grein fyrir því hversu tak-
mörkuð stjórnmálafræðin er til útskýringar á
samsteypustjórnamyndunum I sveitarstjórnar-
pólitíkinni, kemur því ekki á óvart að heyra ab
staða húsvarðar var einmitt það sem splundraöi
góðu og tryggu eins flokks meirihlutasamstarfi í
Hveragerði um helgina. Knútur Braun, áður for-
seti bæjarstjórnar, lenti þá upp á kant við félaga
sína um ráðningu á húsverði í grannskólann. Sú
húsvarðarráðning hefur síðan orðib til þess að
gamli meirihluti sjálfstæðismanna féll og mynd-
aður hefur verið nýr meirihluti um ráðningu ann-
ars húsvarðar en þess sem Knútur ætlaði ab ráða.
Knútur, sem sat í forsæti bæjarstjórnar fyrir helgi,
er nú — eins og húsvarðarefni hans — úti í kuld-
anum, aleinn í minnihluta.
Garri
GARRI
Pítan og skagfirskar rúgkökur
Einu sinni sem oftar var fólk á
ferö til að njóta íslands. Ferða-
langarnir sem hér er sagt frá
komu í sjávarpláss eftir langan
og strangan áfanga og hugs-
uðu nú gott til glóöarinnar að
njóta landsins gæða og kýla
vömbina. Á staðnum var einn
greibastaður og á löngum mat-
seðli einn réttur, píta. Fjöl-
breytnin fólst í mismunandi
bragðtegundum majonessins.
Þegar glorsoltiö ferðafólkið
'spurði hvort ekki væri vegur
að hleypa upp á soöningu eða
hvort eitthvað væri eftir af
kjötsúpunni síðan í gær eða
hangikjötinu frá sunnudeginum var svarið: Svo-
leiðis mat bjóðum vib ekki upp á hér. Allir fyrir
sunnan borða pítu og allir kaupa hana hér. í út-
löndum er píta í öll mál. Öllum sem borða píturn-
ar okkar finnast þær góðar.
Sultargemlingarnir okkar borðubu þarna pítu í
fyrsta og síðasta sinn.
í pítubænum era gerðir út smábátar sem sækja
gjöful og fjölbreytt heimamið. Baklandið var ann-
álað fyrir væna saubi og hangikjöt sem ber af öðra
ljúfmeti. En ekki þótti kurteisi að bjóða ferðafólki
upp á svo sveitalegan kost.
Árangursrík fitubrennsla
Þjónusta við ferðamenn er vaxtarbroddurinn í
athafnalífinu. Á þennan brodd steytti maður
nokkram sinnum um helgina. Staölaðir skyndi-
bitastabir meö ennþá staðlaðri matseðli fylgja
hverri bensínstöð og klósetti sem þjónusta þá sem
aka hringveginn. Hvort sú næring sem seld er á
þessum stöðum — sem eru svo nákvæmlega eins
að þeir gætu verið fundnir upp hjá ES og gefnir út
í 1000 síðna bindum — er gób eba vond er
smekksatriði. Hitt er næsta víst að næstum ekkert
af því sem þarna er matarkyns hefur nokkra sinni
leitað inn á lista Manneldisráðs um æskilega nær-
ingu.
Á einum skyndibitastað varð viðstaöan hátt á
aöra klukkustund, þar sem ekki tókst að brasa í
skyndi eins og efni stóbu til. En þykkar voru sös-
urnar og hitaríkar og ekkert til sparað ab útvega
fitubrennslustöðvum hráefni þegar þær fara í
gang með haustinu. Þær era þegar
farnar að auglýsa árangursrík fitu-
brennslunámskeib.
Staball brotinn
Á einum af mörgum skyndibita-
stöðum hringvegarins er reglan
um staðalinn brotinn. Verslun er
fyrir innan braspottana og þangað
lagði sérvitringurinn sem hér böl-
sótast leið sína. Og viti menn.
Þarna var svolítið afsprengi
nægtahorns héraðsins falið í hill-
um innan um vettlinga og garð-
yrkjuáhöld. Þab tók ekki nema
brot af þeim tíma sem skyndibit-
inn er brasaður að finna staðgóða máltíö, sem
kostaði næstum því ekki neitt.
Áleggið úr kjötvinnslunni, ostarnir úr mjólkur-
búinu og tómatarnir úr næsta nágrenni vora
þama eftir allt saman. Og vænn hlaði af rúgkök-
unum hennar Stínu í Skagafirði kostaði innan við
hundraðkall. Og hvílíkar kökur, ofurlítið klesstar
með léttu branabragði eins og baksturinn hafi far-
ið fram yfir eldi. Svona leitaði þróuð matarmenn-
ing inn fyrir skyndibitann eftir allt saman. En
hún var vel falin.
Mörgum þykja pylsur, brasað kjöt og brasaðar
kartöflur meb staðgóðum kokkteilsósum öðram
kosti betri og er þeim þjónað afbragðsvel af þeim
sem tekið hafa ab sér vaxtarbrodd atvinnulífsins,
sem er auðvitab ferðamannabransinn.
En það má líka hugsa um alla þá sem heldur
vilja annars konar fæðu og mundu staldra við ef í
boði væri algengur matur sem heimamenn í
hverju héraði leggja sér að jafnaði til munns. Það
má nefnilega alveg eins þéna vel á að selja slátur
og velling, saltfisk með heimabökubu rúgbrauði
og kjötsúpuna sem hún amma bjó til öllum kerl-
ingum betur, eins og alþjóðlegt raslfæði, sem er
alls staðar eins.
Og rúgkökurnar hennar Stínu í Skagafirði gefa
Big Mac og allri þeirri kólesterólfamilíu ekkert eft-
ir, ef aðeins einhver legði sig eftir að selja þær, eða
markaðssetja á nútímamáli. Ef með þeim fengist
hangikjöt frá Hólsfjöllum og silungur frá Geiteyj-
arströnd, væri farið ab nálgast heimsmetið í mat-
gerðarlistinni. Þá fyrst væri hægt aö tala um ferba-
mannaþjónustu í alvöru. OÓ
Á víbavangi