Tíminn - 30.08.1986, Page 2

Tíminn - 30.08.1986, Page 2
2 Tíminn Laugardagur 30. ágúst 1986 Unga fólkið - 18-24 ára - virðist hafa nær alveg sömu skoðanir og þeir sem eldri eru, samkvæmt þjóðmálakönnun sem Félagsvís- indastofnun gerði fyrir SUF í júlí- mánuöi s.l. Farvarleitaðálitsfólks á atriðum eins og jöfnun búsetu- skilyrðay sjúklingaskatti, greiðslu skólagjalda, erlendri eign- araðild á fyrirtækjum hérlendis, stjórnmálaflokkum og stofnunum og fyrirtækjum. í engu þessara atriða voru skoðanir þeirra ungu að ráði frábrugðnar skoðunum alls hópsins. Miklu meiri skoðana- mundur kom hins vegar fram milli karla og kvenna um ýmis atriði. Röðun á lista skiptir litlu? Fyrir stjórnmálaflokkana hlýtur að vera athyglisvert að 57% yngstu kjósendanna segja það litlu sem engu máli skipta við val þeirra á flokki hve margir frambjóðend- anna eru undir 36 ára aldri. f>að hlutfall var hins vegar um 66% meðal allra þátttakenda. Fjöldi kvenna á listunum skiptir sömu- leiðis litlu sem engu máli fyrir 73% kjósenda, jafnt meðal þeirra yngstu og eldri. Það hlutfall meðal kvenna var hins vegar 65%. En þótt meirihlutinn láti þessi atriði ekki hafa áhrif á val þeirra á stjórnmálaflokkum er þó mikill meirihluti bæði ungra og eldri og af báðum kynjum sem telur of fáar konur og ungt fólk sitja á Alþingi nú. Flestir með jöfnun búsetuskilyrða Mikill meirihluti kjósenda er frekar eða alveg sammála því að stuðla beri að sem jöfnustum bú- setuskilyrðum um allt land, jafnvel þótt það kosti aukin þjóðarútgjöld. Þarna var yngsti hópurinn m.a.s. heldur ákveðnari, eða 78% miðað við 71% alls hópsins . Aðeins um fjórðungur er fremur eða alveg sammála því að sjúkling- ar verði sjálfir látnir greiða meira af kostnaði við heilbrigðisþjón- ustu, þó svo almennar skattalækk- anir kæmu á móti. Hlutfallið í yngsta hópnum var 28%. Yfir helmingur (56%) alls hóps- ins var andvígur því að foreldrar greiði skólagjöld, þó svo almennar skattalækkanir kæmu á móti. Þarna voru þeir yngri heldur linari, eða 49% á móti. Á móti erlendri eign fyrirtækja Afstaða til sjúklingaskatts og skólagjalda var hins vegar ábcrandi önnur meðal stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins og hinna flokk- anna. Afstaða bæði þeirra yngstu og allra skiptist nokkuð jafnt með og á móti því að landshlutasamtök og héruð sjái fremur en ríkið um skóla og heilbrigðisþjónustu. Helmings- eða meirihlutaeign út- lendinga á fyrirtækjum á Islandi nýtur aðeins um 20% stuðnings bæði ungra og gamalla (þó um 30% meðal krata og sjálfstæðis- manna). Velvild til bændasamtakanna Aðeins um 16% allra hafa nei- kvætt viðhorf til bændasamtakanna og aðeins um 8% þeirra yngstu. Jákvætt viðhorf höfðu 50-53% allra (aðvísu aðeinsum49% kratanna). Viðhorf til Samvinnuhreyfingar- innar skiptist nokkuð jafnt í jákvætt, hlutlaust og neikvætt. Já- kvætt viðhorf til ASÍ, skipt eftir stjórmálaflokkum, var mest 68% hjá Alþb. og minnst 46% hjá Bandalagi jafnaðarmanna - nei- kvætt mest 31% hjá Kvennalista og minnst 9% hjá Framsókn. Já- kvætt viðhorf til samtaka atvinnu- rekenda var mest 59% hjá sjálf- stæðismönnum en minnst 30% hjá Alþb., Bandalaginu og Kvenna- lista. Hverjir eru tækifærissinnar? Spurðir hvort stjórnmálaflokkar séu tækifærissinnaðir nefndi um þriðjungur allra einhvern flokk- anna. Hins vegar svöruðu 26% þeirra yngstu því alfarið neitandi en 18% alls hópsins. í þessu efni skiptast skoðanir mjög eftir stjórmálaflokkum. Þannig taldi um helmingur framsóknarmanna sem nefndi einhvern flokk að Alþýðu- flokkurinn væri tækifærissinnaður og svipað hlutfall í Bandalagi jafn- aðarmanna taldi Sjálfstæðisflokk- inn tækifærissinnaðan. Kratar, sjálfstæðismenn og Kvennalista- fólk telur tækifærismennskuna hins vegar helst að finna í Framsóknar- flokknum. Ekkert gamaldags Um 40% yngstu kjósendanna höfnuðu því alfarið að stjórnmála- flokkarnir væru gamaldags og að- eins færri í öllum hópnum. Rösk- lega þriðjungur svaraði hins vegar játandi og voru það þá fyrst og fremst Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur sem tilnefndir voru -HEI Verölagsgrundvöllur landbúnaðarvara: HÆKKUN 1. SEPTEMBER ER BRÁDABIRGDAHÆKKUN Endurskoðaður verðlagsgrund- völlur landbúnaðarvara er væntan- legur í lok september. Nýtt verðlags- ár byrjar hins vegar 1. septcmber og verðákvörðun búvara þá verður því að vera til bráðabirgða þar til bú- vöruverð verður ákveðið endanlcga samkvæmt nýja verðlagsgrundvell- inum. Hækkun 1. septcmbcr veröur 2,86% til bráðabirgða. Ýms rök virðast hníga í þá átt, að kindakjöt komi til með að hækka meira heldur en mjólkin, en það mun cndanlega koma í Ijós þegar hinn nýi verölagsgrundvöllur liggur fyrir. Núgildandi verðlagsgrundvöllur cr frá árinu 1980 og gildir fyrir blönduð bú. Síðastliðið ár hefur vcrið aflað upplýsinga um sauðfjár- bú og kúabú og hinn nýi verðlags- grundvöllur verður tvískiptur, ann- ars vegar fyrir sauðfjárbú og hins vegar fyrir kúabú. Þau gögn sem notuð cru til grundvallar nú, eru búreikningar Búreikningastofu landbúnaðarins og einnig var unnið sérstakt úrtak úr framtölum 424 lögbýla fyrir árið 1984. Þetta úrtak var tekið úr búmarksskrám Fram- leiðsluráðs og miðað var við að í úrtak kæmi 7. hver bóndi sem hefði búmark umfram 250ærgildi. -ABS Staðarsel í Breiðholti, fegursta gata í Reykjavík 1986. (Tímamynd-Sverrir) Reykjavík: STADARSELER FEGURSTA GATAN Staðarsel í Breiðholti var valin fegursta gatan í ár af Umhverfis- málaráði og fær gatan að hafa merki fegrunarnefndar næstu 10 ár. Fjölbýlishúsin að Miðleiti 5-7 og Flyðrugranda 2-10 og 12-20 fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegt útlit og fyrirtækin Póstur og sími við Ármúla, Hitaveita Reykjavíkur við Grensásveg, Kristján Siggeirs- son hf. Hesthálsi, Smith og Nor- land hf., Nóatúni, ísól hf. Skip- holti. Tollvörugeymslan hf. Héð- insgötu, Daníel Ólafsson & co Vatnagörðum, Kyndill Smiðs- höfða og Vatnsveita Reykjavíkur Breiðhöfða fengu öll viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegt umhverfi. Starfsnám Verslunarskóla íslands: Engar forkröfur í sérhæft nám - á sviöi bókhalds- og skrifstofustarfa Verslunarskóli Islands býður nú í haust upp á tvær brautir starfsnáms, skrifstofubraut og bók- haldsbraut og fer kennslan fram á kvöldin frá kl. 17.30 til 22.00 frá og með miðjum september. Brautirn- ar eru samsettar af 8 námskeiðum hvor og hægt er að Ijúka námi á einu námsári eða þremur misser- um. Engar forkröfur eru gerðar og eru brautirþessar þvíopnaröllum. Á bókhaldsbraut er kenndur verslunarreikningur, rekstrarhag- fræði, bókfærsa I, II og III, tölvu- bókhald, kostnaðarbókhald og tölvukennsla. Á skrifstofubraut er kennd vélritun I og II, bókfærsla 1, verslunarreikningur, íslenska, rit- vinnsla, viðskiptaenska og skjala- varsla. Að sögn Helga Baldurssonar forstöðumanns starfsnámsins er nám þetta sérstaklega ætlað þeim sem annað hvort vilja skipta um vinnu eða taka að sér ábyrgöar- meiri störf á vinnustað. Einnig kemur það sér vel fyrir þá sem hafa sjálfstæðan atvinnurekstur sem er að vaxa og í stað þess að þurfa að ráða starfskrafta með sérþekkingu á sviði bókhalds og viðskipta geta menn aflað sér þekkingar sjálfir á skömmum tíma sem nægir til þess að ráða við vaxandi rekstur fyrir- tækisins. Kennsla á brautum þessum er aðallega fjármögnuð meö náms- gjöldum, en hver kennslustund kostar að meðaltali um 100 kr. Hvert námskeið er á bilinu 40-60 kennslustundir. Helgi sagði að starfsmannafélög ríkisstofnana, Reykjavíkurborgar og Verslunar- mannafélag Reykjavíkur hefði styrkt starfsfólk sitt á svipuð nám- skeið sem skólinn hefði boðið upp á en nú væri búið að draga þau námskeið saman í heilsteyptar brautir. Kennarar á námskeiðum þessum eru kennarar Verslunar- skólans auk stundakennara. -ABS Sólheimaleikar ’86 - fjölskyldu- og íþróttahátíð Fréttaljósmyndir í Listasafni ASÍ Frcttaljósmyndasýningin World Press Photo ’86 verður opnuð í Listasafni ASÍ. Grcnsásvegi 16 í dag klukkan 14.00. Eru þarna sýndar 180 ljósniyndir sem hlutu verðlaun í ár í alþjóðlegri sam- keppni fréttaljósmyndara, en 5000 myndir bárust í samkeppnina eftir 900 Ijósmyndara frá 50 löndum. Fréttaljósmynd ársins var valin „Þjáningar Omairu Sanchez”úr samnefndum myndaflokki en myndin var tekin í bænuni Armero í Kolombíu eftir gos í eldfjallinu Nevando del Ruiz. Myndasyrpan í heild hlaut einnig 1. verðlaun í sínum flokki og hörmungarnar í Armero setja raunar mikinn svip á sýninguna í heild. Sérstök verðlaun voru veitt í ár kennd við Franz Liszt í tilefni af 175 ára afmæli og 100 ára dánaraf- mæli tónskáldsins. Sýningin verður opin daglega til 14. september virka daga kl. 16-20 og um hclgar frá 14-22. Á sunnu- dögum verður sérstök dagskrá í sambandi við sýninguna sem hcfst kl. 16. Þannig mun Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur halda erindi um náttúruhamfarirnar í Kolumbíu ogsýnaskyggnursunnu- daginn 31. ágúst. Sunnudaginn 7. ágúst mun Bernharður Guðmunds- son fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar tala um aðstæður í Afríku, verð- mætamat og viðhorf og ábyrgð annarra þjóða, og sunnudaginn 14. september mun Halldór Haralds- son píanóleikari halda tónleika þar sem verk eftir Liszt verða á efnis- skránni. Þessi mynd var valin fréttamynd ársins. Hún sýnir 12 ára gamla stúlku sem var föst í leðju upp að hálsi eftir náttúruhamfarirnar í Armero. Sólheimaleikarnir 1986 verða haldnir að Sólheimum í Grímsnesi nú um helgina 29.-31. ágúst. Þetta er fjölskyldu- og íþróttahátíð fyrir fatl- aða og aðstandendur þeirra. Keppt verður í helstu keppnisgreinum fatl- aðra, svo sem sundi, boccia og borðtennis. Einnig verður keppt í göngu og að henni lokinni verður dansleikur í nýja íþróttahúsinu í Sólheimum þar sem Stuðmenn leika fyrir dansi. Margt flcira verður gert til skemmtunar, dæmi um það er flug- eldasýning, þrautabraut, safarí, knattspyrna og lúðrasveitir spila. Sætaferðir verða alla dagana frá Umferðarmiðstöðinni en matsala og gisting er á staðnum. en allar upplýs- ingar um Sólheimaleikana er liægt að fá í Sólheimum í síma 99-6430.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.