Tíminn - 30.08.1986, Qupperneq 3

Tíminn - 30.08.1986, Qupperneq 3
Laugardagur 30. ágúst 1986 Tíminn 3 Vest-norræna þingmannaráöiö: Talsverðardeilurum afstöðu til kjarnorku- vopnalausra svæða - Samþykkt að mótmæla byggingu kjarnorkuvers í Dounreay Frá Svcini Hclgasyni, frcttaritara Tímans á Selfossi. Ekki náðist full samstaða um af- stöðu til kjarnorkuvopnalausra svæða á fundi Vest-norræna þing- mannaráðsins sem lauk á Selfossi í gær. Urðu miklar umræður um málið en loks var samþykkt með þorra atkvæða tillaga frá grænlensku sendinefndinni þar sent skorað er á stjórnir Islands, Grænlands og Fær- eyja að tryggja það að á hin vest- norrænu svæði verði ekki staðsett kjarnorkuvopn hvorki á friðar né stríðstímum. Brcytingartillaga frá Eiði Guðna- syni var felld en í henni segir að kanna skuli hvort unnt sé að ná samstöðu um að gera Norður-Evr- ópu og Grænland að kjarnorku- vopnalausu svæði. Er tillaga Eiðs í anda samþykktar sem Alþingi gerði um þetta mál í fyrra. I umræðum um málið hélt græn- lenska sendinefndin fast við sitt svo og Eiður Guðnason. Varaði hann við því að ef ekki næðist samstaða gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir samstarf þjóðanna. Eiður taldi einnig að tillaga Grænlendinganna hefði komið of seint fram og lagði til að skipaður yrði vinnuhópur til að koma með málamiðlunartillögur fyr- ir næsta fund ráðsins. Grænlending- ar sögðu hinsvegar að málefnið væri ekki nýtt af nálinni og lögðu greinilcga mikla éherslu á þá tillögu sem sam- þykkt var. Fleiri tóku ti! máls en samkontulag náðist ekki og því var gengið til atkvæðagreiðslu sem lykt- aði eins og fyrr var greint frá. Kjarnorkuna bar einnig á góma í annarri tillögu sem Færeyingar lögðu fram og samþykkt var á þinginu. Þar er mótmælt byggingu kjarnorkuvers í Dounray á Skotlandi og því að úrgangur frá verinu sé losaður í Stormbanka. í greinargerð tillög- unnar er m.a. vísað til afleiðinga kjarnorkuslyssins í Chernobyl og sagði Páll Pétursson forseti ráðsins að afstaða þess í málinu væri mjög mikilvæg. Af öðrum málum sem afgreidd voru á þinginu má nefna tillögu frá Eiði Guðnasyni um að hleypt verði af stað upplýsingaherferð í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu um mikilvægi auðlinda hafsins fyrir hin- ar vest-norrænu þjóðir. Þá var einnig samþykkt önnur tillaga frá Eiði scm fjallar um aukið samstarf þjóðanna í sjónvarpsmálum. Sagði flutnings- maðurinn að þar kæmi til greina að skipta á efni, starfsfólki og jafnvcl sameiginleg innkaup. Loks má geta tillögu um þátt kvenna í störfum ráðsins, sem flutt var af Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Á blaðamannafundi sem boðað var til sagði Páll Pétursson að sam- starf þjóðanna hefði þcgar skilað nokkrum árangri síðan það hófst í fyrra. Síðan tóku til máls varaforset- ar þingsins, þeir Hans Jakob Devers frá Færeyjum og Preben Lange frá Grænlandi og lýstu þeir báðir ánægj u með störf þess. Þingfulltrúar gerðu meira en að ræða tillögur fram og aftur. Þeir fóru meðal annars í skoðunarferðir í Mjólkurbú Flóamanna og Búrfells- virkjun og snæddu hádcgisverð í boði bæjarstjórnar Selfoss. Rómuðu þeir alla aðstöðu í Hótel Selfoss þar sem þingið var haldið. Næsti fundur Norræna þing- mannaráðsins verður haldinn í Þórs- höfn í Færeyjum að ári. Securitas sf.: VILL OPINBERA RANN- SOKN A ORYGGIS ÞJÓNUSTU VARA - og átelur harölega opinbera viöurkenningu sem Vari fékk frá dómsmálaráðuneytinu í sumar Securitas sf. hefur sent Jóni Helgasyni dóntsmálaráðherra bréf þar sem harðlega er gagnrýnd viðurkenning sú sem opinberlega var veitt öryggisþjónustunni Vara nú fyrir skömrnu. í bréfinu er rakin nauðsyn þess að öryggisfyrirtæki á borð við Vara og Securitas þurfi að sýna traust sitt og ráðdeild í hvívetna til þess að öryggi viðskiptavina þeirra sé sem best borgið. í framhaldi af því er óskað opinberrar rannsóknar á starfsemi Securitas sf. og öryggis- þjónustunnar Vara. Sérstaklega er farið frant á að 8 atriði verði rannsökuð í starfsemi Vara þar er fyrst talið innbrot sem framið var í aðalstöðvar Vara sl. vetur og hvar vakthafandi vörður var þegar inn- brotið átti sér stað, en þá var búnaði fyrir hundruð þúsunda stolið. Óskað er rannsóknar á hvort marg dæntdur eiturlyfjasali og neytandi sé við störf eða hafi verið við störf hjá öryggisþjónust- unni Vara og hafi þar með lykla- völd að bönkum, fyrirtækjum og einkaheimilum. Spurt er í bréfinu. hvort það samræmist lagareglum og siðgæðiskröfum að afbrotasér- fræðingur lögreglunnar í Reykja- vík auglýsi fyrir Vara og einnig hvert samband ráðgjafar hans og viðskipta ríkisfyrirtækja sé við ör- yggisþjónustuna, svo og viðskipta einkafyrirtækja. Óskað er rann- sóknar á því hvort Vari ltafi byggt fjarskipta- og neyðarþjónustu sína á smygluðum fjarskiptabúnaði og verið sviftur fjarskiptaleyfi af þcim sökum og hvort lögreglan í Reykja- vík sé notuð í þjónustuútköll Vara en fyrirtækið taki síðan óskipt þjónustugjöld fyrir þau útköll. Þar er minnt á það að lögreglan sé kostuð af skattborgurum en ekki viðskiptavinum Vara. Óskað er rannsóknar á því hvort skrif Helg- arpóstsins í apríl í vor um Vara eigi við rök að styðjast en þar kemur m.a. fram að auglýst þjónusta fyrirtækisins eigi ekki við rök að styðjast og auðvelt sé að trufla boðleiðir rafeindabúnaðar fyrir- tækisins frá stjórnstöð til fyrirtækja sem vöktuð eru. Að síðustu er óskað rannsóknar á því hvort ör- yggismiðstöð Vara standist kröfur Brunamálastofnunar unt flutning og móttöku eldvarnarboða m.t.t. þess hvort stöðin getur tekið við boðum frá fleiri en einum stað í einu. Hjalti Zophaníasson deildar- stjóri í Dómsmálaráðuneytinu sagði að áður en Vara var veitt opinber viðurkenning á starfsemi sinni, hefði lögrcglan í Reykjavík látið fara fram rannsókn á starf- semi fyrirtækisins með tilliti til fjölda öryggisþátta. Það hefði verið gert nt.a. vegna þess að öryggisfyr- irtæki eru ný fyrirbæri á íslandi og þar sem ekki væri búið að semja reglugerð eða lög sem ná yfir slíka starfsemi þá hcfði verið farið eftir reynslu frá Norðurlöndunum. Þau lönd hafa fylgst með öryggisfyrir- tækjum sínum og veitt þeim viður- kenningu sem staðist hafa öryggis- kröfur. Það hefði verið gert vegna þess að alls konar labbakútar hefðu ætlað sér að starfrækja öryggis- þjónustufyrirtæki, sem ættu ekkert erindi í slíkan rekstur. Hjalti sagði að í bígerð væri að semja lagafrum- varp um öryggisþjónustufyrirtæki en það hefði dregist fram að þessu. ABS Guðjón B. Ólafsson. Erlendur Einarsson. Forstjóraskipti á mánudag: Erlendur Einarsson lætur af starfinu - og Guðjón B. Ólafsson tekur við Nú á mánudag verða forstjóra- skipti hjá Sambandi ísl. samvinnu- félaga. Þá lætur Erlendur Einars- son af því starfi. en við tekur Guðjón B. Ólafsson. Erlendur Einarsson tók við starfi framkvæmdastjóra Samvinnu- trygginga nákvæmlega þennan dag, 1. septembcr. fyrir réttum 40 árum, en þá tók hið nýstofnaða tryggingafélag samvinnumanna formlega til starfa. í ársbyrjun 1955 tók hann svo við starfi for- stjóra Sambandsins af Vilhjálmi Þór. Forstjórastarfinu hefur hann gegnt samfellt síðan. Guðjón B. Ólafsson hefur starf- að samfellt hjá Sambandinu og fyrirtækjum þess frá 1954. Hann var framkvæmdastjóri Lundúna- skrifstofu þess 1964-68, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar 1968-75, en frá 1975 hefur hann verið framkvæmdastjóri sölufyrir- tækisins Iceland Seafood Corpor- ation í Bandaríkjunum. ésig Ræðismenn Islands funda í Reykjavík Þriðji fundur ræðismanha fs- lands verður haldinn í Reykjavík dagana 31. ágúst - 4. september, en fsland hefur 185 ræðismenn í 162 borgum og rúmlega 50 löndum víðs vegar um heiminn. Nær undantekningarlaust eru þetta ólaunaðir kjörræðismenn. Á fund ræðismannanna í Reykjavík, sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum, munu koma um 127 ræðismenn ásamt mökuin og öðru fylgdarliði, og er búist við að heildartala gesta verði í kringum 260 manns. Á fréttamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær, þar scm dagskrá ræðismannafundarins var kynnt kom l'ram að þetta er í þriðja sinn sem ræðismönnum ís- lands er boðið til fundar af þessu tagi, áður voru fundir árin 1971 og 1977. Ingvi S. Ingvason ráðuneytis- stjóri sagði að heldur hefði dregist að halda þennan fund, þau níu ár sem liðin væru frá síðasta lundi væru e.t.v. full langur tími ntiðað við gildi og nauðsyn þcssara funda. Sigríður Snævarr sendiráðunaut- ur sagði að á fundum sem þcssum gæfist ráðuncytinu einstakt tæki- færi til þess að kynna fyrir ræðis- mönnunum það sem væri að gerast á fslandi. nokkuð scm væri erfitt að gera frá degi til dags fyrir þetta stóran og dreifðan hóp. Á dagskrá fundarins eru fyrir- lestrar utanríkisráðherra og emb- ættismanna, auk þess sem fulltrúar úr atvinnulífinu muni flytja erindi. í lok fundarins á miðvikudag verða síðan pallborösumræður. Ekki mun þó allur tími ræðis- mannanna fara í stífar fundarsetur og munu þeir nt.a. fara í mótttöku á Bessastöðum hjá forscta íslands Vígdísi Finnbogadóttur og á þriðjudeginum vcröur farið í dags- ferð um Suður og Suðvesturland. Flestir gestanna munu síðan halda heimlciðis á fimmtudag, en einhverjir þeirra munu þó verða áfram til að skoða landið betur eða að sinna viðskiptasamböndum, enda margir ræðismannanna jafn- framt umboðsmenn fyrir íslenskan varning í heimalöndum sínum.BG Arinbjörn Kolbeinsson forniaður Keykjavíkurdcildar RKÍ afhcndir Rúnari Bjarnasyni slökkviliðsstjóra nýja neyðarbílinn. (Tfmamynd-Sverrir) Reykjavíkurdeild Rauðakrossins: Gefur nýjan neyðarbíl Reykjavíkurdcild Rauða krossins afhenti Slökkviliði Reykjavíkur nýj- an neyðarbíl í gær af gerðinni Ford Econoline, og er hann svipaður að gerð og neyðarbíllinn sem fyrir var. Bíllinn er útbúinn sem slysadeild á hjólum og öll tæki til cndurlífgunar og aðstoðar eru í bílnum. Heildar- verð hans er um 2,3 milljóniren ekki eru greidd aðflutningsgjöld eða sölu- skattur af sjúkrabílum. Neyðarbíll er á slysadeild frá klukkan 8-23.30 og er þá mannaður tveim sjúkraflutningamönnum frá slökkvistöð, lækni og hjúkrunar- konu. Á nóttunni er bíllinn á slökkvistöð og mannaður þrem sjúkratlutningamönnum, þar af tvcim sem lokið hafa sérstöku nánt- skeiði. Hægt er að hringja allan sólar- hringinn í síma 11100 til að óska aðstoðar bílsins og er öllum heimilt að hringja ef slys eða bráðaveikindi ber að höndum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.