Tíminn - 30.08.1986, Qupperneq 7
Tíminn 7
Laugardagur 30. ágúst 1986
VETTVANGUR
IIIIllllll
Magnús E. Finnsson: Orðsendingu svarað
í tilefni af skrifum
Gunnars Guðbjartssonar
Gunnar Guðbjartsson fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs
landbúnaðarins birti mér undirrit-
uðurn nokkuð persónulega „orð-
sendingu" í Tímann þann 23. ágúst
sl.
Ástæðan er sú að ég leyfði mér
að gera athugasemdir við ummæli
hans, varðandi sölu og verð á
kartöflum, sem birst hafði í sama
dagblaði nokkru áður. Það er ljóst
að í „orðsendingu" sinni hrekur
Gunnar ekkert af því, sem ég sagði
og stendur því allt óbreytt. Hins-
vegar notar Gunnar tækifærið eins
og honum er tamt, að senda um-
bjóðendum mínum kaldar
kveðjur. Færir hann þar með um-
ræðuna niður á það stig að maður
íhugar að vafasamt sé að eiga
orðaskipti við mann sem hugsar
þannig. Gunnar er hinsvegar í
trúnaðarstarfi fyrir fjölmenna stétt
í þjóðfélaginu, svo ekki verður
' komist hjá því að eiga við hann
orðaskipti, cn ég er í vafa um að sú
stétt sé sammála slíkum málflutn-
ingi hans í þeim efnum. Sérstak-
lega þegar megin hluti bænda er að
gera sér Ijóst að það er ekki
nægilegt að framleiða vörur heldur
þurfi að selja þær og þess vegna
ríði á að gott samstarf takist milli
bænda og kaupmanna um sölu á
landbúnaðarafurðum. „Orðsend-
ing“ Gunnars gefur mér þrátt fyrir
allt, tækifæri til þess að skýra
frekar nokkur atriði.
I „orðsendingunni" eyðir Gunn-
ar mörgum orðunt í að reyna að
sannfæra sjálfan sig og aðra um að
verðið á kartöflum hafi verið lægra
í tíð Grænmetisverslunar landbún-
aðarins en nú. Gunnar sát sem
stjórnarformaður í Grænmet-
isverslun landbúnaðarins til
margra ára og sat í Sexmannanefnd
manna lengst. Nú hefur Grænmet-
isverslun landbúnaðarins verið
lögð niður og lögum um Sex-
mannanefnd breytt, vegna þess að
þessar stofnanir voru ekki taldar
þess megnugar að geta veitt neyt-
endum þá þjónustu, vöruverð og
gæði sem krafist var. Á meðan
Grænmetisverslun landbúnaðarins
starfaði, sem einokunarfyrirtæki,
urðu neytendur oft á tíðum að
greiða hæsta verð, sem nokkurn
tfmann hefur þekkst, fyrir kartöfl-
ur. Þetta sást ekki á verðútreikn-
ingi Sexmannanefndar, en þetta
sáu neytendur á því að stundum
var ekki nema 'A af innihaldi
kartöflupokans ætur. Þrefalda
mátti því verðið. Þó svo að sala á
garðávöxtum sé ekki frjáls í heild-
sölu eins og í smásölu er mikil
breyting orðin á þjónustu og gæð-
um kartaflna í heildsölu.
Nú gefst viðskiptavinum versl-
ana tækifæri til þess að velja um
gæði og verð en þurfa ekki lengur
að „kaupa köttinn í sekknum".
Eins og fram kom í athugasemdum
mínum við ummæli Gunnars hafði
heildsöluverð kartaflna á þeim
tíma (þ.e.a.s. við fyrstu og aðra
verðlagningu nú síðla sumars),
hækkað meira en almennt verðlag
í landinu. Bóndinn fékk því tiltölu-
lega hærra verð fyrir uppskeru sína
nú en áður. Jafnframt þessu hafði
hcildsöluálagning hækkað frá því
Sexmannanefnd ákvað álagning-
una og var hún þó að mínu mati
nægileg fyrir. Smásöluálagning
hafði hinsvegar ekki breyst og var
jafnvel sumsstaðar lægri en sú, sem
Sexmannanefnd ákvað síðast. þeg-
ar hún hafði með málin að gera.
Hvað segir þetta okkur? Þetta
segir okkur m.a. að hin mikla
frjálsa samkeppni meðal matvöru-
verslana hefur gefið góða raun.
Þar sem heildsala á kartöflum er
ekki frjáls að öllu lcyti, og að
margir bændur eiga hagsrnuna að
gæta í heildsölufyrirtækjum, fær
heilbrigð samkeppni ekki að njóta
sín sem skyldi á þeim vettvangi.
Vera má að eitthvað hafi skolast
til í samtali mínu við blaðamann,
þegar ég segi í athugasemdum
mínum citthvað á þá leið að bónd-
inn þurfi að greiða 5% af vöruverði
sínu til Gunnars Guðbjartssonar.
Auðvitað átti ég við að það rynni til
samtakanna og sjóða bænda.
Ég ætla ekki að ræða sérstaklega
um sjóðagjöld bænda nú, þó þess
væri full þörf. heldur birti ég hér
með afrit af bréfi, sem Gunnar
Guðbjartsson lét senda umbjóð-
endum mínum á sl. ári. Þar kemur
greinilega fram hvað hlutur bónd-
ans í vöruverðinu skerðist mikið
við öll þau gjöld, sem greiða þarf
af kartöfluverðinu. Væru gjöld
þessi ekki svona há yrði hlutur
bóndans meiri. Ég er ckki viss um
að allir bændur geri sér grein fyrir
þcssu.
Það skal tekið fram að efni bréfs
þessa var misskilningur að hálfu
Framleiðsluráðsins og var því vísað
til föðurhúsanna af Kaupmanna-
samtökunum. Gerð var tilraun
með þessu bréfi, til þess að inn-
heimta öll þessi gjöld af smásala,
en bóndinn átti að standa skil á
þeim. Þar sem bændur seldu um
tíma framleiðslu sína beint til smá-
sala og brutu sig út úr hefðbundnu
kerfi, tókst illa til um innheimtuna,
og yfir þessu kvartar Gunnar í
orðsendingunni.
Ég er sannfærður um það að ef
forsvarsmenn bænda væru sveigjan-
legri í ákvörðun um sölu á afurðum
sínum, þá vegnaði þeim betur í að
selja sínar vörur.
Forsendan fyrir því að geta fram-
leitt vörur, þannig að staðið sé
undir framleiðslukostnað, er að
selja þær. Það er vonlaust og
reyndar hefur enginn efni á því að
framleiða og framleiða án þess að
geta selt. Hér á landi var þetta þó
reynt í skjóli óðaverðbólgu, að láta
skattborgarana borga kostnað við
framleiðsiu á landbúnaðarvörum
scm seldust ekki.
Bændur eru nýjungagjarnir og
hafa tæknivætt býli sín. Það er mín
skoðun að ef þeir væru eins ný-
jungagjarnir í markaðsmálum og
létu nægilegt fé til þeirra mála
rakna, þá væru markaðsmál þeirra
ekki vandamál.
I il þess að ná árangri í því að
selja landbúnaðarvörur bæði hér
og erlendis þurfa bændur að eiga
gott samstarf við söluaðila eins og
að ofan er getið. Að öðrum kosti
næst lítill árangur á þeiin vettvangi.
Hvorki kaldar kveðjur forsvars-
manna bænda í garð kaupmanna
eða of mikil íhaldsemi um breyt-
ingar á framleiðslu og/eða sölu-
stofnunum, leiða til árangurs, og
kann að vera að hér liggi hluti
vandans sem við blasir í landbún-
aðinum.
Það verður að skiljast að það
skiptir ekki öllu máli hvort smá-
söluálagning á landbúnaðarvöru cr
20-30% eða hvort bóndinn fær
40% eða 50% af heildarverði,
cndanlegt vöruverð til neytandans,
gæði og umbúnaður vörunar er
það sem skiptir neytandann máli.
Neytandanum er sama urn hlut-
lallslega skiptingu verðsins milli
framleiðslu og söluaðila ef verðið
er honuin að skapi.
Ég gæti trúað, Gunnar Guö-
bjartsson, að gamla krónutölu-
kerfið þitt, sem þú vilt nota við
útreikninga á smásöluálagningu á
landbúnaðarvörum, gilti ekki við
vcrðlagningu á kjöti á þeim er-
lcndu mörkuðum, sem þið reynið
að selja á. Hváða máli skiptir
bóndann hver smásöluálagningin
er á kjöti crlendis, ef það tekst
bara að selja á því verði sem
framleiðandinn er sáttur við og
neytandinn vill borga.
X6P«V00l
MitmríÞoro 3 •
rtinti 0771
n \tu
--- 16
I l.lit *« •I*u* t.rttll". Ilrlr
rr..1.lt»l"r‘*' •« oi.n.HH.
^ ,l..blllt OI.OÍ
„..1.tt.ot..•'*> * í... 1... «
!iS=sr»s-.sr5.-....................................
1 (|||« »11 ■ , I n I»r ».11 > 11,1
rMÆS.rrs..........................................
€1111 ... ,,■,•', . ... ... lt..tt* « .1 »'
..... ..1.1 «'••■'.„ „ ., „UI.U.*..‘t . M»f
„...l,.,.'t'.‘.T ..,.t" |1,‘ ;*•■■;rSM,T. (siun •■
1..................................................
.....
i *.t..itti .. t..»“"
ri.t.t... .......
' '“>"!............... b,..l.< ‘ ‘■•■”.!1!
• .... „ o«.n‘6ia« ■■■.>»"
c,. tt.ti t * * ■*■■;:; i„,... »•>*■• h,l*;„ctt.rtn» m
.......................................- *r >,nn
| Mr. 1
Mr 1
Hr. 3
, Hr »
1 Hr . 5
I Hr »
sS--
...................
Drltt.n»»ttr
l„1,l,.l»t«‘°'t",*"rr ,5
3.»t.I» fr ls 07
*r
‘ 7 930.SO
SaatOo pr 13 .07'05 # ti) »3triU»ol«
HA)6ns*on,
Gjöld þau er Framleiðsluráð hefur falið lögfræðingi að innheimta
samkvæmt þessu bréfi eru: Búnaðarmálasjóðsgjald 0,5% - gjald til
Bjargráðasjóðs 0,6% - framleiðandagjald til stofnlánadeildar landbúnað-
arins 1% - og lífeyrissjóðsgjald 1,25%. Samtals eru þetta 3,35% af
framleiðsluverði á hverjum tíma. Af heildsöluverði kemur síðan 1%
neytendagjald og 1% jöfnunargjald (bæði vegna laga um stofnlánadeild)
þá 0,20 kr. pr. kg inatsgjald og 0,27 kr. pr. kg flutnings og jöfnunargjald.
Samtals eru það 4.606.- kr. sem lögfræðingnum var falið að innheimta
vegna sölu á 3.425 kg. af kartöflum sem seldar voru á tímabilinu 1. sept.
til 1. des. 1984. Verð til bænda var þá 15,65 kr. pr. kg , eða samtals 53.601
kr. fyrir framangreint magn.
Jón Kristjánsson, alþingismaður.
Hvað hef ur áunnist?
Nú þegar líða tekur að lokum
kjörtímabilsins, er ekki úr vegi að
staldra við og meta árangur þcss
stjórnarsamstarfs sem verið hefur
milli Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins.
Þegar núverandi ríkisstjórn tók
við lá við stöðvun undirstöðuat-
vinnuveganna og var það aðeins
dagaspursmál hvenær svo myndi
verða. Orsök þess var verðbólga,
en hraði hennar var um 130% um
þær mundir.
Framsóknarmenn bentu á það í
ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen
að í algert óefni væri komið og
kröfðust aðgerða scm samstaða
náðist ekki um.
Alþýðubandalagið hafði ekki
áhuga á að vera með í leiknum
lengur enda drógu þeir lappirnar
þegar raunhæfar aðgerðir í verð-
bólgu- og efnahagsmálum voru til
urnræðu í þeirri ríkisstjórn.
Alþýðuflokksmenn heyktust á
síðustu stundu við að taka þátt í
núverandi ríkisstjórn og niðurstað-
an varð sú að Framsóknaflokkur-
inn og Sjálfstæðisflokkurinn mynd-
uðu stjórn undir forystu þess fyrr-
nefnda, til þess að takast á við
þennan mikla vanda.
Sú stjórn setti sér í upphafi
nokkur meginmarkmið og þar voru
tvö efst á blaði, atvinnuöryggi og
aðgerðir til hjöðnunar verðbólgu.
Segja má að seinna markmiðið
hafi verið forsenda þess fyrr.
Nú þegar hálft ár er eftir af
kjörtímabilinu er atvinnuleysi nær
óþekkt og verðbólgan stefnir niður
fyrir 10%.Það er minnsta verð-
bólga um 15 ára skeið.
Að sjálfsögðu valda ytri skilyrði
nokkru hér um eins og aflaaukning
og olíuverðlækkun. Þessi árangur
hefði þó verið óhugsandi ef ríkis-
stjórnin hefði ekki gripið til harðra
efnahagsaðgerða í upphafi ferils
síns.
Róttækar aðgerðir
í einstökum ráðuneytum hefur
verið unnið að því að koma á nýrri
skipan mála. Þar eru fyrirferðar-
mestar aðgerðir í sjávarútvegi og
landbúnaði.
Kvótakerfið í sjávarútveginum,
skuldbreytingar flotans og niöur-
lagning sjóðakerfisins. Þetta eru
mestu breytingar sem orðið hafa í
þessum málaflokki í áratugi. Hall-
dóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráð-
herra hefur tekist að ná breiðri
samstöðu hagsmunaaðila um þess-
ar róttæku breytingar.
f landbúnaði hefur verið tekist á
við mikla erfiðlcika vegna mark-
aðsmála. Ný löggjöf hefur tekið
gildi sem felur í sér harða stjórnun
framleiðslu og eflingu nýrra bú-
greina.
Gjörbreytt kerfi er að taka gildi í
lánakerfinu til húsbygginga sem
komið var á í tengslum við kjara-
samninga. Fyrir þessar aðgerðir
hafði fjármagn til húsnæðislána-
kerfisins verið stórauki frá því sem
það var í tíð fyrri ríkisstjórnar.
Samstarf stjórnar-
flokkanna
Við framsóknarmenn crum
stundum sakaðir um að láta undan
frjálshyggjugaurum í Sjálfstæðis-
flokknum.
Þctta er fjarri sanni. í ráðuneyt-
um þeim sem framsóknarmenn
stjórna hefur verið unnið í anda
skipulags en ekki frjálshyggju.
Tekist hefur að hamla á móti
ýmsum tiltektum samstarfsflokks-
ins þar sem kennisetningar frjáls-
hyggjunnar ráða ferðinni. T.d. í
málefnum Lánasjóðs íslenskra
námsmanna og við sölu ríkisfyrir-
tækja. Vaxtamálin rniða í rétta átt.
Hinsvegar ber framsóknar-
mönnum héreftir sem hingað til,
að vera vel á verði gagnvart stutt-
buxnaliði og ýmsum öfgafullum
hugmyndum frjálshyggjugauranna
í Sjálfstæðisflokknum.
Frjálshyggjan er öfgastefna sem
við eigum ekki samleið með ef hún
, fær að ráða ferðinni í stjórnarsam-
starfinu.