Tíminn - 25.05.1989, Side 3

Tíminn - 25.05.1989, Side 3
Fimmtudagur 25. maí 1989 Tíminn 3 Horfur á nægri atvinnu á Austfjörðum út árið. Menn tóku mið af þeim kvóta sem úthlutað var: Vissu að hverju þeir gengu í upphafi árs Undanfarið hefur verið mikið rætt um horfur í atvinnu- málum á landinu og því verið haldið fram að með haustinu fari að bera á víðtæku atvinnuleysi í sjávarplássum, vegna skerðingar veiðikvótans. í samtölum við aðila í útgerð og fiskvinnslu á Austfjörðum, kemur fram að atvinnuástand hefur verið mjög gott það sem af er árinu og síður en svo útlit fyrir að með haustinu komi til atvinnuleysis, enda hafi menn tekið mið af þeim kvóta sem þeim var úthlutaður fyrir árið. Hermann Hansson kaupfélags- stjóri á Höfn sagði í samtali við Tímann að atvinna væri með venjubundnum hætti og engar at- vinnuleysisblikur á lofti. „Vetrar- vertíð er nýlokið og allir höfðu nóg að gera. Humarvertíð er að byrja og við gerum ráð fyrir þvf að hér verði næg verkefni í sumar, en búist er við að eitthvað færra verði af aðkomufólki en áður,“ sagði Hermann. Á Höfn er síldin uppi- staðan á haustin og sagði Hermann að ef sú starfsemi yrði með eðlileg- um hætti, sem hann átti von á, yrði næg atvinna á haustmánuðum. Flestir bátar á Höfn eru langt komnir með bolfiskkvótann, sem er ekkert frábrugðið því sem verið hefur. Venjan er sú að bátarnir taka meginhlutann af bolfiskkvót- anum á vetrarvertíð, síðan er eitthvað af honum tekið með hum- arveiðunum á sumrin, en svo er það síldin á haustin. „Menn vita alveg að hverju þeir ganga í kvóta- málum og eiga að geta stýrt sínum málum í samræmi við það. Menn fengu að vita í janúar hvaða kvóta þeir hefðu fyrir næstu tólf mánuði, það er því ekkert sem ætti að koma á óvart í þeim efnum. Ég held að menn hafi almennt gert það hér á Austfjörðum," sagði Hermann. Hann sagði að auðvitað vildu menn alltaf fá meiri kvóta, en hann væri hins vegar alveg í samræmi við þær reglur sem voru settar. „Ástandið er ekkert öðruvísi en við gátum búist við. Það hafa verið miklir rekstrarerfiðleikar hjá sjáv- arútvegsfyrirtækjum að undan- fömu, eins og víðast hvar á landinu og menn eru ekkert búnir að jafna sig eftir það, þó við gerum ráð fyrir því að staðan sé betri nú en í fyrra,“ sagði Hermann. Pétur Olgeirsson framkvæmda- stjóri Tanga hf. á Vopnafirði, té' í sama strengi og Hermann með ; næg atvinna hefði verið það sem . væri árinu og yrði svo alveg fra til jóla, auk þess sem þeir tækju ii skólakrakka í sumar sem fv Hann sagði að vissulega hefðu ( þegið meiri kvóta, „en við lát þann kvóta duga sem við hö' ■> fengið, eins og við höfum a gert,“ sagði Pétur. Smábátarnir hafa komið með mikinn afla að landi á haustin og skapað því mikla vinnu auk þess sem um 10 til 11 þúsund tunnur hafa verið saltaðar af síld undanfarin haust. Finnbogi Jónsson framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstað sagði að mikið hefði verið að gera hjá þeim í allan vetur og enn næg vinna. „Ég á von á því að hér verði þokkalegt atvinnu- ástand fram að áramótum. Við stýrum okkar skipum þannig að við miðum við að eiga afla út árið,“ sagði Finnbogi. Hann sagði að hægur vandi hefði verið að veiða kvótann á skemmri tíma, en skipin væru stoppuð milli túra og miðað væri við jafna dreifingu á aflanum yfir árið, sem komið væri með að landi. Síldarvinnslan gerir út þrjá togara og tvö loðnuskip. Tveir togaranna eru á sóknarmarki, en einn á aflamarki og sagði hann að þau væru búin með tæplega helm- ing kvótans. Finnbogi sagði að niðurskurður á kvótanum hefði vissulega komið illa við þá. „Almennt var 10% niðurskurður í þorski en þetta kom þannig út að sóknarmarksskipin urðu fyrir enn meiri skerðingu eða allt að 15%. Þetta þýðir hjá okkur um 700 tonna minni þorskafla á þessu ári, miðað við síðasta ár. Það vegur auðvitað mjög þungt og verður örugglega erfitt þegar kem- ur fram á árið, en síldin vegur það eitthvað upp,“ sagði Finnbogi. Adolf Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar hf. á Seyðisfirði og formaður atvinnu- málanefndar á staðnum sagði að mikið meira en næg vinna hefði verið það sem af væri árinu, því nánast hefði verið unnið í vinnsl- unni alla laugardaga að auki. „Maður veit ekki hvað framtíðin ber með sér, því kvótinn er farinn að minnka,“ sagði Adolf. Hann sagði að ekkert hefði þýtt að reyna að stýra þvf eitthvað hversu mikið kæmi á land, keyra yrði frystihúsið á fullum afköstum. Adolf sagði að ef litið væri til haustsins, þá yrði allt í fullum gangi frá um miðjum september og fram að áramótum, vegna sfldarvinnslu. „Það er spum- ing hvort og hvað við teygjum kvótann, og hvort smábátamir veiði eins vel og í fyrra, ef svo færi þá væri engu að kvíða,“ sagði Adolf. -ABÓ Hvorki VSÍ né Félag stórkaupmanna enn samþykkt lyfjafræöingasamninginn: Hver verða maílaun hjá lyfjafræðingum? Eftir hvaða kjarasamningi verða lyfjafræðingum greidd laun nú um mánaðamótin, sem óðum nálgast? Samkvæmt upplýsingum Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra hefur samningur lyfjafræðinga - um 10 til 15 þús.kr. kauphækkun á mánuði frá 1. maí - enn ekki verið samþykktur af VSÍ, sem m.a. hefur Apótekarafélag íslands innan sinna vébanda. Félag íslenskra stórkaupmanna hefur heldur ekki samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. Án samþykkis þessara tveggja heildarsamtaka mun hvorki apótekurum né lyfjaheildsölum bera nokkur skylda til að greiða laun samkvæmt hinum nýja launataxta - þótt vitanlega sé hins vegar öllum heimilt að yfirborga starfsfólki sínu ef þeir vilja. Kjarasamningur þessi er afar at- hygliverður m.a. vegna þess hvernig prósentur reiknast þar. í samningn- um segir að laun skuli hækka um 2% frá 1. maí. í ljósi þess má merkilegt kalla að frá launatöflu 82 (frá 15. febr.) til launatöflu 83 (frá 1. maí) hækka mánaðarlaun í 1. launaflokki úr 72.367 kr. upp í 76.715 kr. Það segja reiknivélar Tímans 6% hækk- un hversu oft sem reynt er. Og sama verður uppi á teningnum þegar borin er saman hækkun 8. launaflokks úr 116.206 kr. upp í 123.188 kr. - niðurstaðan reynist aftur 6% hækkun. Þar til viðbótar bætist síðan nýr launaflokkur við á launatöflu 83, án þess að þess sé að nokkru getið í kjarasamningnum - né heldur þess að allir lyfjafræðingar færast upp um einn launaflokk með hinum nýja samningi. Það þýðir í raun að 8. launaflokkur hækkar úr 116.206 kr. upp í 131.811 krónur á mánuði. Það er hækkun um rúmlega 13,4% yfir línuna, en í krónum talið fra 9.718 kr. upp í 15.605 kr. eftir mismunandi launaflokkum lyfjafræðinga, þ.e. með menntunargráðu cand. pharm. Hvort 1,5% hækkun 1. sept., 1% hækkun 1. nóv. og 2% hækkun 1. janúar 1990 skulu reiknast eins ríf- lega og 2% hækkunin nú fyrsta maí kemur ekki fram í samningnum. En þó svo verði ekki verður ekki betur séð en að launahækkanir verði a.m.k. 18,6% á samningstímanum. Þar við bætast svo sérstök orlofsupp- bót (6.500 kr.) og desemberuppbót (9.000 kr.) fyrir fullt starf. - HEI Úthlutun úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1989: 6,5 millj. úthlutað Tólfta úthlutun úr Þjóðhátíðar- sjóði fyrir árið 1989 fór fram fyrir nokkru. Markmið sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila sem vinna að vernd menning- ararfs íslendinga. Fjórðungur af árlegu ráðstöf- unarfé sjóðsins, sem nú nam sex og hálfri milljón, rennur til Friðlýsing- arsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. Annar fjórð- ungur, ein milljón 625 þúsund, rennur til varðveislu fornminja á vegum Þjóðminjasafnsins. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í sam- ræmi við megintilgang hans og koma þar einnig til álita viðbótar- styrkir til fyrrgreindra aðila. Alls bárust 42 umsóknir um styrki að upphæð tuttugu milljónir króna en umsóknarfrestur rann út 24. febrúar síðastliðinn. Helming- ur fjárins, þrjár milljónir og 250 þúsund, skiptust milli 21 aðila. Hæsti styrkurinn rann til Listasafns íslands. En Listasafnið hlaut 265 þúsund til kaupa á lágþrýstiborði til viðgerða á safnmunum. Nátt- úruverndarráð fékk 260 þúsund til að gera úttekt á friðlýstum svæðum á Náttúruminjaskrá, 255 þúsund runnu til kaupa á barrokkhljóðfær- um til að nota á tónleikum í Skálholtskirkju, 205 þúsund voru veitt bæði Húsfriðunarnefnd ísa- fjarðar og stofnun Sigurðar Nordal, til viðgerða og aðrir styrkir voru nokkru lægri. Formaður stjórnar Þjóðhátíðar sjóðs er Magnús Torfi Ólafsson fyrrverandi blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar, varaformaður er Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og aðrir stjórnarmeðlimir eru Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri, Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráð- herra, Gils Guðmundsson fyrrver- andi ráðherra og ritari sjóðsstjórn- ar er Sveinbjörn Hafliðason lög- fræðingur. jkb Kflóin fjögur sem fundust á konunni. Tfmamynd: Ami Bjarna Handtekin með rúm 4 kíló af hassi: Þriggja vikna gæsluvarðhald Rúmlega fjögur kíló af hassi fund- ust í fórum konu við komuna til landsins á laugardagskvöld. Það var við hefðbundna tollleit tollgæslunn- ar á Keflavíkurflugvelli sem hassið fannst. Konan sem er rétt um þrítugt var að koma frá Kaupmannahöfn, og hefur hún verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 12. júní nk. Hún hefur margsinnis komið við sögu fíkniefnadeildar lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta er mesta magn sem lagt hefur verið hald á hér á landi síðan 1987, en þá var lagt hald á um 11 kíló af hassi sem falið hafði verið í málningardósum. - ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.