Tíminn - 25.05.1989, Page 16

Tíminn - 25.05.1989, Page 16
16 Tíminn Fimmtudagur 25. maí 1989 MINNING Ivar Helgason Fæddur 31. maí 1922 Dáinn 15. maí 1989. Vinum fækkar eftir því sem tíminn líður á lífsgöngunni og söknuður verður því sárari og tómleikinn meiri, þar sem vináttan og tryggðin hafa bundist traustum böndum. Þetta fann ég vel þegar andláts- fregn góðs vinar míns, ívars Helga- sonarbarst mértil eyrna 15. maísl. Ivar hefði orðið 67 ára þann 31. maí nk. hefði hann iifað. Við ívar höfðum þekkst um áratuga skeið, líklegast um hálfa öld eða svo, fyrst sem drengir að leik við Vesturgöt- una, síðar aftur sem ungir menn á stríðsárunum, þegar fólk fór að sjá pening. Þá hittumst við gjarnan á konsertum, sem fóru fáir framhjá okkur, einnig vorum við tíðir gestir í hljóðfæraverslunum bæjarins. Við vorum „diskofilar" eins og svo marg- ir aðrir á þessum árum. Já, við söfnuðum hljómplötum okkur til mikillar gleði og ánægju, með ís- lenskum og erlendum stórsöngvur- um. Við sóttum söngtíma hjá mestu og bestu stórsöngvurum þjóðarinn- ar, okkur til mikils fróðleiks, gleði og ánægju. Það var móðins þá, að kynna sér sem best þessa göfugu list, sem maður býr að alla æfi. Pétur Á. Jónsson óperusöngvari var sérstakur uppáhalds vinur okkar og kennari, hann fræddi okkur um óperulistina, svo vel að við vorum enn að fá okkur óperu, við og við, ennfremur var gott að fræðast af Pétri um alla frægustu söngvara 2. og 3. áratugarins, hann vissi allt um þá enda söng hann með þeim flestum. Seinna kom Sigurður Skag- field, Vinzenzo Demetz og fl. ívar hafði einnig sótt söngtfma til Bene- dikts Elfars er var kunnur á fyrri árum. Viðkynningin við þess litríku og ólíku listamenn urðu seinna óþrjót- andi og ánægjulegar upprifjanir og umræðuefni við ýmis tækifæri eins og þegar discofilar koma saman í Gramminu. Mikil músík umlék ívar alla tíð, enda maðurinn stórmúsík- alskur, og vel að sér í söng og músfk yfirleitt. Hann hafði ágæta bariton rödd sem hann kunni mjög vel á, og söng oft opinberlega við hin ólíkustu tækifæri. Söngtónlistin var ívari kærust, það má segja að hann hafi haft aristokratískan menningar- smekk í músík ef maður mætti lýsa þessu svona. ívar var mjög fær og eftirsóttur kórmaður vegna hæfni og öryggis, hann söng með Þjóðleikhúskórnum í yfir 30 ár og söng oft sólóhlutverk og var með í velflestum óperum sem hér hafa verið sýndar. ívar var rafvirki að mennt, og lærði þá iðn hjá Sigurði Bjarnasyni rafvirkja- meistara og starfaði við iðnina í allnokkur ár hér í bæ. Seinna fluttist hann og fjölskyldan til Patreksfjarð- ar, þar sem ívar var stöðvarstjóri í 4 ár, en fluttist aftur hingað suður og hóf störf hjá Pósti og síma, þar sem hann starfaði til dauðadags, og um nokkurra ára skeið sem fulltrúi. fvar Helgason var um margt óvenjulegur maður, og hann átti sér óvenju mörg og óh'k áhugamál önn- ur en diskofil. Það var með ólíkind- um hve vel fjölmenntaður og gagn- menntaður hann var og að mestu sjálfsmenntaður. Hann var ágætur málamaður, t.d. hafði vald á Norðurlandamálum, ensku, þýsku og eitthvað í ítölsku. Hann stundaði alla tíð ættfræði og var fær í þeirri grein. ívar safnaði einnig gömlum póstkortum og átti sérstætt og merkilegt safn af þeim og tók þátt í sýningum um þetta efni sem vöktu athygli. Hann var einnig áhugamaður um flug og flugvélar, og vissi allt um það efni, hann fór á allar flugsýningar og fylgdist vel með í flugmálum almennt, bæði fyrr og síðar. ívar átti stórt og fjölbreytt bóka- safn sem hann var stoltur af, enda bókamaður mikill og víðlesinn og eitt er víst að það sat, það sem hann las. fvar átti örugglega fjölbreyttasta plötu- og segulbandasafn í einkaeign hérlendis, og meðal þeirra er að finna margar þær sjaldgæfustu plötur sem íslenskir söngvarar hafa sungið á. Svo átti hann Caruso komplett, eins og það er kallað, þegar ekkert vantar inní. Við sem eftir erum, getum glaðst af því að þegar bestu söngvarar þjóðarinnar fara að heyr- ast á plötum hér aftur, eftir frá 30 til 60 ára bið, getum við þakkað ívari Helgasyni það öðrum fremur, því hann hefur oftast lagt aðalplöturnar til, þegar eitthvað gott kemur út svo sjaldan sem það skeður. fvar gerði það af virðingu fyrir listamönnun- um, sem hann þekkti suma svo vel og af þjónustulund við þjóð sína. fvar var mikill fjölskyldumaður og ættrækinn. Fjölskyldan var fvari mjög kær, hún var honum allt. Eiginkona fvars frú Lilja Ingimund- ardóttir frá Tálknafirði, hefur staðið við hlið manns sfns af mikium mynd- arskap og dugnaði alla tíð og ekki minnst þegar ívar gekkst undir mik- inn uppskurð á Guys Hospital í London fyrir nokkrum árum, en það var mikil reynsla fyrir þau bæði. ívar og Lilja áttu þrjú börn, Helgi giftur Jónínu Steingrímsdóttur, þau eiga þrjú börn. Rannveig gift Otta Kristinssyni, þau eiga fjögur börn. Guðbjörg hárgreiðslumær, ógift á eitt barn. Það var æfiniega gott að koma á menningarlegt heimili fvars og Lilju, þau höfðu einkar gott lag á því að láta mann finna að maður var vel- kominn, alltaf með léttu vinsamlegu viðmóti og frábærri gestrisni. Öll framkoma ívars einkenndist af hóg- værð og heiðarleika og hann var einn þeirra manna sem mat og virti trúnað og skyldurækni. ívari átti einkabróður, Sigurð Guðlaug sem hefur átt við mikla erfiðleika og sjúkdóma að stríða, hann var honum innan handar eins vel og hann gat og missti aldrei sjónar á honum. Með fvari Helgasyni er góður maður genginn - hreinn og beinn í öllum samskiptum, yfirborðs- mennska var honum framandi. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga fvar Helgason að trúnaðarvini, öll þessi ár, og þegið hollráð af honum þegar mikið lá við. Við Maddý sendum frú Lilju og fjölskyldunni allri okkar dýpstu sam- úðarkveðju, um leið og við kveðjum þennan góða vin og heiðursmann sem mátti ekki vamm sitt vita. Maríus Blomsterberg. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma Ingibjörg Elíasdóttir, Heimalandi, Grindavík sem lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 18. maí, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju, laugardaginn 27. maí n.k. kl. 13.00 El ías Guðmundsson Eva Oddgeirsdóttir Guðjón Guðmundsson Sveinfriður Ragnarsdóttir og barnabörn Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á af- mælis- og eða minningargrein- um í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. LEKUR ER HEDDID BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viðgeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin - Sími 84110 lllllillllllli DAGBÓK Óiafur Proppé, nýkjörinn formaður LHS, ásamt fulltrúum hjálparsveitanna á 15. landsþingi LHS. Kaffileikhúsið í Bíókjallaranum sýnir: Sögu úr dýragarðinum Kaffileikhúsið sýnir „Sögu úr dýragarð- inum“ eftir Edward Albee í Bíókjallaran- um, þ.e. Café Rosenberg (í Kvosinni) á þriðjudags-, fimmtudags- og sunnudags- kvöldum kl. 22. Sýningar standa út maí. Leikendur eru tveir, Haraldur Krist- jánsson og Daníel Ingi Pétursson. Leik- stjóri er Árni Blandon. Húsið er opnað kl. 21 og veitingar eru á staðnum. Landsþing LHS: Ákveðnar krófur gerðar um búnað, þjálfun og getu hjálparsveitanna Á 15. landsþingiLandssambands hjálp- arsveita skáta voru samþykktar tillögur að skipun hjálparsveitanna í flokka eftir aldri þeirra, búnaði, þjálfun og getu. Flokkunin er miðuð við að hún virki hvetjandi og einnig eiga stjómendur björgunaraðgerða að sjá með skjótum hætti styrk viðkomandi hjálparsveitar. Hingað til hefur ekki verið til í landinu ákveðin skilgreining yfir björgunarsveitir önnur en sú, að það sé hópur manna sem ákveður að kalla sig björgunarsveit. Með samþykkt Landsþings hjálparsveitanna, 19.-20. maí 1989, hefur þessu verið breytt. A þinginu var Ólafur Proppé kjörinn nýr formaður LHS og tók hann við af Tryggva Páli Friðrikssyni, sem nú gegnir starfi félagsmálastjóra LHS. Auk Ólafs eru í stjórn LHS þeir Arnfinnur Jónsson, Páll Árnason, Ögmundur Knútsson og Bjarni Axelsson. Ingibjörg Marteinsdóttir og Þorgeir Andrésson syngja einsöng í Upprisuórat- oriu Carls Philipps Emanuels Bach, auk Michaels Jóns Clarke. Passíukórinn á Akureyri o.fl.: Frumflytja Upprisuóratoríu C.Ph. Emanuels Bach á íslandi Passíukórinn á Akureyri, félagar úr Kammersveit Akureyrar og einsöngvar- amir Ingibjörg Marteinsdóttir (sópran), Þorgeir Andrésson (tenór) og Michael Jón Clarke (bassi) flytja Upprisuóratoríu Carls Philipps Emanuels Bach á tónleik- um í Iþróttaskemmunni á Akureyri sunnudaginn 28. maí kl. 17. Þetta er frumflutningur á íslandi á þessu verki. Stjómandi er Roar Kvam. Þessi óratoría er önnur tveggja óratoría C.Ph. Emanuels Bachs, en hann var einn af sonum snillingsins Johanns Sebastians Bach. C.Ph. Emanuel (1714-1788) hafði tónlistina í blóðinu og naut aldrei hand- leiðslu tóniistarkennara. Hann var hvað þekktastur fyrir fjölda píanóverka sem hann samdi og af mörgum er hann talinn faðir nútíma pianóleikara. Þetta em þriðju tónleikar Passíukórs- ins á starfsárinu. Einsöngvarar með kórn- um að þessu sinni em þrtr. Michael Jón Clarke er kennari í fiðluleik við Tónlistar- skólann á Akureyri og stjómandi Karla- kórsins Geysis. Hann hefur oft áður sungið með Passíukórnum, síðast söng hann einsöng með kómum í lögum The- odorakis á Sal Menntaskólans í apríl sl. Hinir tveir einsöngvaramir hafa ekki áður sungið með Passíukómum. Ingibjörg Marteinsdóttir, lauk ein- söngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1986 þar sem Þuríður Pálsdóttir var aðalkennari hennar. Ing- ibjörg söng hlutverk Adinu í Ástar- drykknum í uppfærslu Söngskólans og nú nýverið í hlutverki Cherubinos í Brúð- kaupi Fígarós, einnig í uppfærslu Söng- skólans. Þá söng hún hlutverk Tebaldos í Don Carlos í konsertuppfærslu Sinfóníu- hljómsveitar Islands. Á sl. vetri söng Ingibjörg hlutverk í Ævintýrum Hoffm- ans í uppfærslu Þjóðleikhússins. Ing- ibjörg hefur haldið sjálfstæða tónleika og sungið fyrir útvarp og sjónvarp og komið fram sem einsöngvari með fjölda ís- lenskra kóra. Þorgeir Andrésson stundaði nám í Söngskólanum i Reykjavík og lauk þaðan 8. stigs prófi árið 1985. Hann naut þar handleiðslu m.a. Garðars Cortes og Guðrúnar A. Kristinsdóttur. Þorgeirsöng hlutverk Nemorinos í Ástardrykknum í uppfærslu Söngskólans 1986 og hlutverk Nathanel í Ævintýmm Hoffmans í upp- færslu Þjóðleikhússins á sl. vetri. Hann var ráðinn söngvari í kór Ríkisóperunnar í Hamborg 1986-1987 og í kór Tónlistar- hátíðar Richards Wagner Bayreuth 1987. Þá hefur Þorgeir haldið einsöngstónleika, sungið fyrir útvarp og með fjölda ís- lenskra kóra. ÚTIVIST Helgarferðir 26.-28. maí 1. Þórsmörk-Goðaland. Nú eru Þórs- merkurferðir að hefjast af fullum krafti. Góð gisting í Útivistarskálunum Básum. Fararstjóri Hákon J. Hákonarson. 2. Skagafjörður-Drangey. Gist að Fagra- nesi. Bátsferð í Drangey. Fylgst með bjargsigi og eggjatöku. Einstök ferð. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófmni 1, símar: 14606 og 23732. Útivist, ferðafélag Félag eldri borgara Göngu-Hrólfur. Hittumst að Nóatúni 17 nk. laugardag kl. 10. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag. Kl. 14: Frjáís spilamennska. KI. 19.30: Félagsvist. Kl. 21: Dans. Opið hús í Tónabæ nk. laugardag, 27. maí. Kl. 13.30: Frjálst, spil og tafl. Kl. 15: Bingó. 12 umferðir. Kl. 20: Lokaskemmt- un, dans og góð skemmtiatriði, m.a. koma fram Árni Sighvatsson, Kór Átt- hagafélags Strandamanna ásamt Gils- bræðrum. Heriólfur h.f. SUMARAÆTLUN 1989 Frá Frá Vestm: Þorl.höfn: Alla daga, nema laugar- og mánud . 07.30 12.30 Laugardaga og mánudaga 10.00 14.00 Aukaferðir: Föstudaga og sunnudaga 17.00 21.00 auk þess á fimmtud. í júní/júlí 17.00 21.00 Kristinn Nicolai í Gallerí Borg Kristinn Nicolai opnar sýningu á verk- um sínum í Gallerí Borg Pósthússtræti 9, 25. maí kl. 17. Nicolai er fertugur að aldri. Hann var við myndlistarnám hjá Adolf von Spitze í Nurnberg 1971-1975, en hefur um langt árabil verið búsettur í Part's og haldið þar fjölda einkasýninga. Hann hefur einnig haldið einkasýningar í Tókýó, Madrid og Los Angeles, en aðeins sýnt einu sinni hér heima, að Kjarvalsstöðum 1978. Hann hefur þar að auki tekið þátt í mörgum samsýningum erlendis, bæði í Bandaríkj- unum og Evrópu. Á sýningu Kristins Nicolai nú eru ný olíuverk og eru þau öll til sölu. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur 6. júní.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.