Tíminn - 25.05.1989, Side 20
Atjan man. binding
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Halnarhúsinu v/Tryggvagölu,
S 28822
^o'BILAsr0 PÓSTFAX
ÞRÖSTIIR TÍM AISIS
685060 687691
y VANIR MENN
Tíniinn
FIMMTUDAGUR 25. MAl 1989
Spá Þjóðhagsstofnunar í nýjasta „Ágripi af þjóðarbúskapnum“ er ekki full bjartsýni:
6-7% iakari kaupmáttur
í ár og 21 % verðbólga
Þjóðhagsstofnun telur að kaupmáttur atvinnutekna og ráð-
stöfunartekna verði um 6-7% lakari á hvern mann í ár en
hann var í fyrra. Þrátt fyrir þessa rýrnun hafi nýliðnir
kjarasamningar haft það í för með sér að kauphækkanir hafi
teygt á fjárlagagatinu um tvo milljarða króna miðað við árið
1989 og aukið útgjöld ríkisins sem því nemur. Atvinnuhorfur
eru óljósar að mati Þjóðhagsstofnunar og fullyrðir hún í spá
sinni, „Ágripi af þjóðarbúskapnum“, að atvinnuleysi verði
um 1,5% af vinnuafli að meðaltali á þessu ári. Þetta gæti þýtt
um 2000 færri atvinnutækifæri
Þetta er meðal þess sem stofnunin
spáir fyrir þetta ár. En efnahagsleg
afkoma þjóðarinnar er vitaskuld
mest áberandi. í spánni kemur fram
að verðbólga er áætluð um 21% frá
ársbyrjun til ársloka 1989 og hafi
verðbólgustigið fest í sessi á bilinu
15-20%. í þessum útreikningum
kemur fram að gert er ráð fyrir
áframhaldandi sigi eða lækkun ís-
lensku krónunnar út þetta ár um
6-12%. Gert er ráð fyrir áframhald-
andi lækkun raunvaxta. Viðskipta-
halli er áætlaður um 10 milljarðar og
er það svipað hlutfall af landsfram-
leiðslu og síðastliðin tvö ár.
Verðum að auka
framleiðsluna
Þjóðhagsstofnun stígur fram í
tveimur áherslupunktum og fullyrðir
að eitt brýnasta verkefni framundan
sé að auka framleiðsluna. „Við erum
að benda á að hagvöxturinn hefur
verið hægur og því útlit fyrir að
lífskjörin hér á landi muni hægt og
sígandi dragast afturúr öðrum
í ár en í fyrra.
þjóðum," sagði Þórður Friðjónsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann
sagði að ekki væri æskilegt að kalla
fram einhverjar „flugeldasýningar"
og efnahagspakka frá hendi ríkis-
stjórnarinnar. „Það þarf að þoka
þessum málum í rétta átt og auka
landsframleiðsluna og bæta skilyrði
atvinnuveganna smátt og smátt, en
umfram allt í rétta átt,“ sagði
Þórður.
Síðari áherslupunktur Þjóðhags-
stofnunar þar sem hún stígur fram
með áskorun varðandi stjórnun
landsins, er sá að atvinnuvegum,
ekki síst útflutnings- og samkeppnis-
greinum, verði gefin betri skilyrði til
að ávaxta eigið fé fyrirtækjanna.
„Fyrirtækjunum verður að vera
kleyft að skila hagnaði, því eigið fé
fyrirtækja er yfirleitt of lítið hér á
landi,“ sagði Þórður.
10 milljarða viðskiptahalli
Þrátt fyrir samdrátt í landsfram-
leiðslu og minnkandi þjóðartekjur
gerir Þjóðhagsstofnun ekki ráð fyrir
Frá kynningarfundi Þjóðhagsstofnunar í gær. Þórður Friðjónsson, forstjóri, er annar frá vinstri. Tímamynd Árni Bjarna
meiri halla á viðskiptum við útlönd
en síðustu tvö ár, eða um 3,5% af
landsframleiðslu. Það þýðir um 10
milljarða viðskiptahalla í ár. Stærðir
eins og tvöföldun álversins í Staums-
vík, sem nú er mikið rætt um, eru
dæmi um möguleika á aukinni lands-
framleiðslu. Aukning í framleiðslu
af þeirri stærðargráðu gæti breytt
þjóðhagsspá verulega og yki t.d.
landsframleiðslu um 3-5%.
Það sem helst hefur breyst frá
síðustu spá Þjóðhagsstofnunar, en
hún var birt í febrúar sl., er meiri
samdráttur í tekjum þjóðarinnar. Þá
var gert ráð fyrir 13,5% verðbólgu
árið 1989, en núna 21% verðbólgu.
Þá hefur komið betur í ljós að
viðskiptahalli við útlönd verður um
10 milljarðar króna þrátt fyrir að svo
virðist sem eyðsla og almenn þensla
fari minnkandi. Inni í þessum mikla
viðskiptahalla eru innkaup á dýrum
hlutum eins og í flokki flugvéla og
skipa er nema um sjö milljörðum.
Fjárfestingar ekki
minni síðan 1950
í samanburði við eldri spár, kemur
og í ljós að hlutfall fjárfestinga
miðað við landsframleiðslu hefur
ekki verið lægra síðan í kreppunni
árið 1950. Það er nú áætlað um 18%
af landsframleiðslu, en hefur verið
nálægt 25-30% af landsframleiðslu.
Eðlilegt hlutfall er talið vera á bilinu
20-25% og er því ljóst að mati
Þjóðhagsstofnunar að ískyggilega
mikil umskipti hafa orðið í þessum
efnum. Telja þeir í spá sinni að
haldist fjárfestingarhlutfallið svona
lágt, megi búast við því að á löngum
tíma geti það þýtt enn frekari sam-
drátt í framleiðslugetu atvinnuvega
landsins og verðmætasköpun. Ekki
er þó lagt mat á það í skýrslunni
hvort hið háa hlutfall fjárfestinga
nýliðinna ára hafi allt orðið til þess
að leggja grunninn að aukinni fram-
leiðni atvinnuveganna. Má í þessu
sambandi nefna að inni í þessu háa
fjárfestingarhlutfalli síðustu ára eru
fjárfestingar eins og Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, bygging Seðlabanka
íslands, bygging Blönduvirkjunar,
og aðrar fjárfestingar sem lúta annað
hvort ekki að auknum þjóðartekjum
framtíðarinnar eða eru ekki enn
farnar að skila sér í aukinni lands-
framleiðslu. KB
Ný reglugerð varðandi útflutning á óunnum afla:
Ný reglugerð varðandi útflutn- lelur það nauðsynlegt að skipu- lendis scndi samdægurs skýrslu til
ing á óunnum afla tekur gildi 10. leggja virkara eftirlit með útflutn- Fiskifélags íslands um sölu afla
júní nk. Reglugerðin kemur í kjöl- ingi á óunnum afla. erlendis, þar scm tilgreint er
far þess að á undanförnum árum Meginatriði reglugerðarinnar endanlegt magn hverrar fiskiteg-
hefur útflutningur á óunnum afla eru þau að sigli fiskiskip með eigin undar og söluverð.
færst mjög i vöxt, m.a. vegna afla til sölu á eriendan rnarkað, Vanhöld á skýrsluskilum leiða
breyttrar flutningstækni. skal skipstjóri straxer skipið hættir tii tafarlausrar sviptingar á veiði-
í tilkynningu frá sjávarútvegs- . veiðum, senda veiðieftirliti sjávar- leyfi þess fiskiskips sern vciddi
ráðuneytinu segir að þar scm þessi útvegsráðuneytisins upplýsingar. aflann auk frekari viðurlaga.
afli sé að jafnaði ekki veginn á Sé aflanum lestað um borð í flutn- Það er skoðun ráðuneytisins að
íslandi, hafi skapast ósamræmi ingstæki hér á landi skal útflytjandi þetta fyrirkomulag muni tryggja
milli þeirra sem flytja afla sinn út aflans skiia inn upplýsingum til meira jafnræði milli þeirra sem
og þeirra sem selja afla sinn til vciðieftirlitssjávarútvegsráðuneyt- s'elja alla sinn til framleiðslu innan-
framleiðslu innanlands. Þrátt fyrir isins. Þá eiga skipstjóri veíðiskips lands og þeirra sem selja afla sinn
að ráðuneytið hafi sent eftirlits- sem landar afla erlendis og útflytj- , óunninn á erlendan markað og
menn utan til að fylgjast með andi óunnins afla að tryggja að nákvæmari upplýsingar um sölur
uppskipun og sölu á óunnum afla umboðsmenn eða kaupandi er- erlendis. -ABÓ
Fékk á sig hnút og
lagðist á hliðina
Þorri, um fimm tonna plastbátur,
fylltist af sjó og lagðist á hliðina,
þegar hann fékk á sig hnút skammt
frá innsiglingunni við Sandgerði um
klukkan hálftólf í fyrrakvöld. Einn
maður var um borð og tókst honum
að keyra bátinn upp og rétta hann
við.
Björgunarbáturinn Sæbjörg frá
Sandgerði fór til móts við Þorra, og
fylgdi honum til hafnar. Ferðin gekk
vel og var komið að bryggju um
fimmtán mínútum eftir miðnætti.
Manninn sakaði ekki, en mestur
hluti af afla dagsins og lausir hlutir á
dekki bátsins fóru í hafið. -ABÓ
1800 UNGLINGAR
SÓTTU UM VINNU
Á síðasta fundi borgarráðs upp-
lýsti borgarverkfræðingur að alls
hefðu 1800 umsóknir borist um störf
við unglingavinnuna að þessu sinni,
en áætlað hefði verið að 750 ungling-
um yrði veitt vinna.
Hugmyndir atvinnumálanefndar
voru þær að bætt yrði við um 250
störfum í unglingavinnunni, sem
þýddi aukafjárveitingu upp á 50 til
55 milljónir, til þessa eina liðar.
Þetta þýðir að kostnaðurinn við
hvert starf í unglingavinnunni er um
200 þúsund krónur.
Búast má við að tekin verði
ákvörðun um hversu margir verði í
unglingavinnunni á þessu sumri á
næsta fundi borgarráðs. -ABÓ