Réttur


Réttur - 01.01.1943, Side 1

Réttur - 01.01.1943, Side 1
RETTUR TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL 28. árgangur 1. hejti 1943 Sigurhorfur Eins og flestir jafnaldrar mínir í hreyfingu íslenzkra sósíalista á ég Rétti stóra skuld að gjalda. Enn verð ég altekinn þakklátri gleði, ef ýtt er við minningu um haustkvöldið heima í Borgarfirði, er ég fékk hann fyrst í hendur, þá fimmtán ára heimalningur. Þyrrk- ingsstormur var um daginn og fiskur breiddur urn alla reitina. Undir kvöldið var kuldinn orðinn ömurlegur, en síðasta sprettinn í samantekningunni bar ég á börum móti sjómanni, sem verið hafði víða um land og mörgu kynnzt. Eins og endranær fór ég að snapa eftir bókum, og sjómaðurinn sagði mér frá tímaritinu Rétti og rit- stjóra hans, Einari Olgeirssyni. Kuldi og ömurleiki hauströkkursins vék fyrir hrifningu hans á ritinu og ritstj óranum. Ég fór heim með honum beint af reitnum og hann lánaði mér fyrstu heftin af Rétti Einars Olgeirssonar. Fátt er j afnheillandi fyrir alþýðuunglinga og sjá þá heima opn- ast, sem sósíalisminn er lykillinn að, kynnast stefnu, sem eggjar til náms og leitar og setur umhverfi þeirra og störf í stórt samhengi, stefnu sem sameinar á jafnfullkominn hátt eldmóð dýrustu hug- sjóna mannkynsins og verksvit í baráttu, þá kunnáttu um vinnuað- ferðir hversdagslífsins, sem tryggir að hugsjónin verði ekki þoku- kennd draumsýn, heldur skír og fagur veruleiki í lífi alþýðunnar. Réttur varð fyrsta og kærasta fræðibók mín um sósíalismann, enda þótt ég kallaði mig kommúnista áður en hann barst mér í hendur. Þegar ég nú tek við þessu tímariti þeirra Þórólfs frá Bald- ursheimi og Einars Olgeirssonar, get ég ekki stillt mig um að tjá

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.