Réttur


Réttur - 01.01.1943, Page 13

Réttur - 01.01.1943, Page 13
RÉTTUR 17 þekki kaupmann, sem myndi láta mig fá vörur í heildsölu. Eigum við að kaupa sígarettur og brjóstsykur til þess að selja strákunum hérna? Eigum við að græða? Eða áttu kannski enga peninga til að leggja í púkkið? Ég á bara fimmtán krónur. Allt í lagi! Ég ætla að skreppa til bæjarins um helgina. Þú lætur mig fá peningana, en ég kaupi vörurnar. Hann stóð á fætur og tók húfuna sína af snaga í horninu. Komdu, sagði hann. Við skulum heimsækja Stínu. Ég fylgdist með honum. Við gengum út úr piltaskálanum, geng- um fyrir hornið og fórum inn í kjallarann, þar sem Stína bjó í einni kytrunni ásamt Gunnu. Stína var langfallegust af öllum verksmiðju- stúlkunum, dökkhærð og brjóstamikil, en ákaflega guðhrædd og feimin. Mig minnir, að hún hafi verið í Éíladelfíusöfnuðinum, enda kafroðnaði hún, þegar Bjössi hlammaði sér niður við hlið hennar. Vinstúlkan Gunna var aftur á móti neflöng og hrikaleg, fingurnir stuttir og hnubbóttir, mjaðmirnar áþekkar mölum og kálfarnir digrir eins og kvartil. En hún var svo léttlynd og hláturmild, að hún varð að hafa sig alla við, til þess að missa ekki út sér gervitennurn- ar, þegar hún heyrði eitthvað skemmtilegt. Jæja, stelpur, sagði Bjössi. Eigum við að gera verkfall? Verkfall? Æ-hæ-hæ-hæ! A-ha-ha-ha! Afskaplega ertu fyndinn! veinaði Gunna og bólgnaði öll af hlátri. Stína sagði ekki neitt, held- ur sneri hún sér undan og fór að blaða í snjáðri biblíu. Hættu að lesa þessa vitleysu, sagði Bjössi og tók óðar að þylja yfir henni byltingaboðskap, en hún þagði lengi, eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, unz hún leit fjarrænum augum á dauft raf- ljósið og mælti veikri röddu: Iíitningin segir, að við eigum að elska óvini okkar og biðja fyrir þeim.... Nei, fari það í helvíti! hrópaði Bjössi og tókst allur á loft. Hann færði sig nær henni og réðst heiftarlega á kristindóminn. Jóhannes skírari var til dæmis útsmoginn kvennabósi, sem tældi saklausar stúlkur til að fara úr öllum fötum og stríplast úti í ánni Jórdan. Síð- an leiddi hann þær bak við hól.... jæja, sleppum því! Hvað var

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.