Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 13
RÉTTUR 17 þekki kaupmann, sem myndi láta mig fá vörur í heildsölu. Eigum við að kaupa sígarettur og brjóstsykur til þess að selja strákunum hérna? Eigum við að græða? Eða áttu kannski enga peninga til að leggja í púkkið? Ég á bara fimmtán krónur. Allt í lagi! Ég ætla að skreppa til bæjarins um helgina. Þú lætur mig fá peningana, en ég kaupi vörurnar. Hann stóð á fætur og tók húfuna sína af snaga í horninu. Komdu, sagði hann. Við skulum heimsækja Stínu. Ég fylgdist með honum. Við gengum út úr piltaskálanum, geng- um fyrir hornið og fórum inn í kjallarann, þar sem Stína bjó í einni kytrunni ásamt Gunnu. Stína var langfallegust af öllum verksmiðju- stúlkunum, dökkhærð og brjóstamikil, en ákaflega guðhrædd og feimin. Mig minnir, að hún hafi verið í Éíladelfíusöfnuðinum, enda kafroðnaði hún, þegar Bjössi hlammaði sér niður við hlið hennar. Vinstúlkan Gunna var aftur á móti neflöng og hrikaleg, fingurnir stuttir og hnubbóttir, mjaðmirnar áþekkar mölum og kálfarnir digrir eins og kvartil. En hún var svo léttlynd og hláturmild, að hún varð að hafa sig alla við, til þess að missa ekki út sér gervitennurn- ar, þegar hún heyrði eitthvað skemmtilegt. Jæja, stelpur, sagði Bjössi. Eigum við að gera verkfall? Verkfall? Æ-hæ-hæ-hæ! A-ha-ha-ha! Afskaplega ertu fyndinn! veinaði Gunna og bólgnaði öll af hlátri. Stína sagði ekki neitt, held- ur sneri hún sér undan og fór að blaða í snjáðri biblíu. Hættu að lesa þessa vitleysu, sagði Bjössi og tók óðar að þylja yfir henni byltingaboðskap, en hún þagði lengi, eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, unz hún leit fjarrænum augum á dauft raf- ljósið og mælti veikri röddu: Iíitningin segir, að við eigum að elska óvini okkar og biðja fyrir þeim.... Nei, fari það í helvíti! hrópaði Bjössi og tókst allur á loft. Hann færði sig nær henni og réðst heiftarlega á kristindóminn. Jóhannes skírari var til dæmis útsmoginn kvennabósi, sem tældi saklausar stúlkur til að fara úr öllum fötum og stríplast úti í ánni Jórdan. Síð- an leiddi hann þær bak við hól.... jæja, sleppum því! Hvað var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.