Réttur


Réttur - 01.01.1943, Page 18

Réttur - 01.01.1943, Page 18
22 RÉTTUR kvenna, blés í básúnur, lék á ýmis konar strengjahljóðfæri og söng. Við tróðumst inn í þyrpinguna og hlustuðum. Kom þú, liljan Ijúf í dalnum, ó, leiðarljósið skært, til að lýsa mér í dauðans skuggadal.... Síðustu tónarnir dvínuðu hátíðlega. Svo var þögn ofurlitla stund, en því næst hrópaði djúp og karlmannleg rödd: Kæru bræður og systur! Hafið þið fundið Jesú? Mér fannst ég kannast við röddina, svo að ég mjakaði mér nær hljómsveitinni, unz ég kom auga á ræðumanninn. Guð minn góður! Það var Bjössi! Hann hélt á kaskeitinu sínu í annarri hendinni, sneri sér ýmist til hægri eða vinstri, horfði ýmist til himins eða hvessti stálblá augun á áheyrendurna — og hann talaði. Hvílík mælska! Hann sagðist vera frelsaður, sagðist hafa verið leiksoppur djöfulsins um margra ára skeið, unz hann hefði vaknað einn morg- un, slitið sig af djöflinum og flúið til endurlausnarans. Hann sveifl- aði kaskeitinu sínu, eins og hann ætlaði bæði að lemja sjálfan sig og aðra, brýndi röddina og hótaði okkur dauða og glötun eða log- andi kvölum frá eilífð til eilífðar, ef við sæum ekki að okkur strax í dag eða gæfum drottni að minnsta kosti nokkrar krónur í sam- skotabaukinn hennar systur Efemíu. Hann talaði eins og sá, sem valdið hefur. — Já, hann var sem sé genginn í Hjálpræðisherinn. Hann hafði sannarlega komizt áfram, pilturinn. Kunningjar mínir sögðu, að hann héldi ræður á Lækjartorgi um hverja helgi, ekki aðeins þegar veður var gott og hlýtt, heldur einnig í kalsa og rigningu. Hann talaði auk þess á samkomum í Kastalanum og orti ljómandi fallega sálma, miklu fallegri sálma en ég hafði getað ort, þegar séra Guð- mundur var búinn að kristna mig. Hann var orðinn skáld og postuli guðdómsins, sannheilagur maður, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. — Og þannig liðu tvö eða þrjú missiri í sælli endurfæðingarvímu, unz freistarinn kom til hans á nýjan leik og tældi hann til að fá sér í staupinu. Hann drakk á skammri stundu innihaldið úr tveimur

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.