Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 18

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 18
22 RÉTTUR kvenna, blés í básúnur, lék á ýmis konar strengjahljóðfæri og söng. Við tróðumst inn í þyrpinguna og hlustuðum. Kom þú, liljan Ijúf í dalnum, ó, leiðarljósið skært, til að lýsa mér í dauðans skuggadal.... Síðustu tónarnir dvínuðu hátíðlega. Svo var þögn ofurlitla stund, en því næst hrópaði djúp og karlmannleg rödd: Kæru bræður og systur! Hafið þið fundið Jesú? Mér fannst ég kannast við röddina, svo að ég mjakaði mér nær hljómsveitinni, unz ég kom auga á ræðumanninn. Guð minn góður! Það var Bjössi! Hann hélt á kaskeitinu sínu í annarri hendinni, sneri sér ýmist til hægri eða vinstri, horfði ýmist til himins eða hvessti stálblá augun á áheyrendurna — og hann talaði. Hvílík mælska! Hann sagðist vera frelsaður, sagðist hafa verið leiksoppur djöfulsins um margra ára skeið, unz hann hefði vaknað einn morg- un, slitið sig af djöflinum og flúið til endurlausnarans. Hann sveifl- aði kaskeitinu sínu, eins og hann ætlaði bæði að lemja sjálfan sig og aðra, brýndi röddina og hótaði okkur dauða og glötun eða log- andi kvölum frá eilífð til eilífðar, ef við sæum ekki að okkur strax í dag eða gæfum drottni að minnsta kosti nokkrar krónur í sam- skotabaukinn hennar systur Efemíu. Hann talaði eins og sá, sem valdið hefur. — Já, hann var sem sé genginn í Hjálpræðisherinn. Hann hafði sannarlega komizt áfram, pilturinn. Kunningjar mínir sögðu, að hann héldi ræður á Lækjartorgi um hverja helgi, ekki aðeins þegar veður var gott og hlýtt, heldur einnig í kalsa og rigningu. Hann talaði auk þess á samkomum í Kastalanum og orti ljómandi fallega sálma, miklu fallegri sálma en ég hafði getað ort, þegar séra Guð- mundur var búinn að kristna mig. Hann var orðinn skáld og postuli guðdómsins, sannheilagur maður, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. — Og þannig liðu tvö eða þrjú missiri í sælli endurfæðingarvímu, unz freistarinn kom til hans á nýjan leik og tældi hann til að fá sér í staupinu. Hann drakk á skammri stundu innihaldið úr tveimur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.