Réttur


Réttur - 01.01.1943, Síða 35

Réttur - 01.01.1943, Síða 35
RÉTTUR 39 ismans og leppa hans. Sú reynsla er alldapurleg. Þegar Bandamenn hernámu nýlendur Frakka í Vestur- og Norðurafríku í lok síðasta árs tóku þeir upp hina nánustu samvinnu við embættismenn Vichy- stjórnarinnar, sem frá upphafi hefur verið handbendi Hitlers. Dar- lan aðmíráll, einn hinn illræmdasti meðlimur Vichystjórnarinn- ar var gerður að landstjóra í Alsír. Þrátt fyrir hernámið lutu frönsku nýlendurnar í Afríku nýlenduráði Vichystjórnarinnar. Darlan bannaði stríðsupplýsingaskrifstofu Bandaríkjanna að út- varpa til Frakklands, og enska útvarpið neitaði að birta mótmæli de Gaulles hershöfðingja, svo að hann varð að láta útvarpa yfir- lýsingu sinni frá borginni Brazzaville í Miðafríku, sem er í höndum frjálsra Frakka. Völd Darlans urðu að vísu ekki langvinn, en þó var haldið uppteknum hætti um stjórnarfar í Afríkunýlendum Frakklands. Giraud hershöfðingi, eftirmaður Darlans, skipaði Pey- routon, yfirlýstan fasista og eina óhugnanlegustu persónuna úr klíku franskra þjóðníðinga, landstjóra í Alsír. Þar morar nú allt landið í pólitískum rottum, sem flýja hið sökkvandi far fasismans og ætla að hreiðra um sig í þeim löndum, sem falla í hendur Banda- mönnum. En í sama mund og fráfallnir fasistar búast um undir verndar- væng Bandamannaherjanna rotna pólitískir fangar Vichystjórnar- innar þúsundum saman í fangabúðum Norðurafríku, hinir hraustu hermenn alþjóðasveitarinnar, sem börðust á Spáni sem sjálfboða- liðar fyrir málstað lýðræðisins og hins evrópska frelsis. Raunar virðist nokkuð hafa breytzt til batnaðar um skipan mála í Norður- afríku upp á síðkastið. Áhrif frjálsra Frakka og annarra lýðræðis- sinna hafa farið í vöxt. En viðburðirnir í Norðurafríku sýna samt greinilega, hvílíkar hættur eru búnar málstað lýðræðisins í þeim löndum, sem herir Bandamanna leggja undir sig, ef lýðræðissinn- ar hafa ekki vakandi auga með aðgerðum herstjórnarinnar. Það er auðsætt, að viðburðirnir í nýlendum Frakka munu endur- taka sig í enn ríkara mæli, þegar innrásarherir Bandamanna taka að leggja undir sig meginlandið. Þá munu þúsundir fasista og naz- tsta taka trú „lýðræðisins“ og hjóða sigurvegurunum þjónustu sína. Þá verður reynt að halda í skefjum hinum lýðræðissinnuðu öflum,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.