Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 35
RÉTTUR 39 ismans og leppa hans. Sú reynsla er alldapurleg. Þegar Bandamenn hernámu nýlendur Frakka í Vestur- og Norðurafríku í lok síðasta árs tóku þeir upp hina nánustu samvinnu við embættismenn Vichy- stjórnarinnar, sem frá upphafi hefur verið handbendi Hitlers. Dar- lan aðmíráll, einn hinn illræmdasti meðlimur Vichystjórnarinn- ar var gerður að landstjóra í Alsír. Þrátt fyrir hernámið lutu frönsku nýlendurnar í Afríku nýlenduráði Vichystjórnarinnar. Darlan bannaði stríðsupplýsingaskrifstofu Bandaríkjanna að út- varpa til Frakklands, og enska útvarpið neitaði að birta mótmæli de Gaulles hershöfðingja, svo að hann varð að láta útvarpa yfir- lýsingu sinni frá borginni Brazzaville í Miðafríku, sem er í höndum frjálsra Frakka. Völd Darlans urðu að vísu ekki langvinn, en þó var haldið uppteknum hætti um stjórnarfar í Afríkunýlendum Frakklands. Giraud hershöfðingi, eftirmaður Darlans, skipaði Pey- routon, yfirlýstan fasista og eina óhugnanlegustu persónuna úr klíku franskra þjóðníðinga, landstjóra í Alsír. Þar morar nú allt landið í pólitískum rottum, sem flýja hið sökkvandi far fasismans og ætla að hreiðra um sig í þeim löndum, sem falla í hendur Banda- mönnum. En í sama mund og fráfallnir fasistar búast um undir verndar- væng Bandamannaherjanna rotna pólitískir fangar Vichystjórnar- innar þúsundum saman í fangabúðum Norðurafríku, hinir hraustu hermenn alþjóðasveitarinnar, sem börðust á Spáni sem sjálfboða- liðar fyrir málstað lýðræðisins og hins evrópska frelsis. Raunar virðist nokkuð hafa breytzt til batnaðar um skipan mála í Norður- afríku upp á síðkastið. Áhrif frjálsra Frakka og annarra lýðræðis- sinna hafa farið í vöxt. En viðburðirnir í Norðurafríku sýna samt greinilega, hvílíkar hættur eru búnar málstað lýðræðisins í þeim löndum, sem herir Bandamanna leggja undir sig, ef lýðræðissinn- ar hafa ekki vakandi auga með aðgerðum herstjórnarinnar. Það er auðsætt, að viðburðirnir í nýlendum Frakka munu endur- taka sig í enn ríkara mæli, þegar innrásarherir Bandamanna taka að leggja undir sig meginlandið. Þá munu þúsundir fasista og naz- tsta taka trú „lýðræðisins“ og hjóða sigurvegurunum þjónustu sína. Þá verður reynt að halda í skefjum hinum lýðræðissinnuðu öflum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.