Réttur


Réttur - 01.01.1943, Page 39

Réttur - 01.01.1943, Page 39
RÉTTUR 43 „Það verður athugað. Hver var fyrir henni?“ Fanginn sneri nú alveg að baki og Kassner hlustaði eftir svarinu. „Maður, sem hét Hans.“ „Það hefði ég getað sagt mér sjálfur. Það sem ég vil vita, er ættarnafn hans. Þú skalt ekki reyna að fara í kringum mig, ræfill- inn þinn.“ „Við vitum ekki nerna skírnarnafn félaganna. Það er ströng regla.“ „En heimilisfangið?“ „Ég sá hann aldrei nema á sellufundunum.“ „Olræt! Ég sendi þig í einn klefann okkar. Þú skalt sjá, að það getur skerpt minnið. — Hvað varstu lengi í Moabit?“ „Sex mánuði.“ „Hundrað og áttatíu dagar síðan þú varst tekinn. . . . “ Nú fyrst fór Kassner að hugsa sitt mál. Stormsveitarmennirnir höfðu farið með hann í strætisvagni fyrsta hluta leiðarinnar, og innan um nazistafarþegana var það enn óskennntilegra en þó farið hefði verið í lögregluvagni. Eitt hinna mörgu starfa hans var for- sjá lítillar verksmiðju, sem framleiddi flugvélaskrúfur, og fékk því að hafa flugvél til sinna nota. Hún beið þar í skýli sínu og Kassner hafði ekki hugsað um annað alla leiðina. Á götuhorni einu hafði bíllinn farið framhjá syngjandi málarasveinum, sem voru að mála framhlið skriflahúðar eins marglita og Rauðatorgið. . . . Allt til þessarar stundar hafði honum fundizt þetta óraunverulegt, en þó líkara leik en draum. „Hundrað og áttatíu... sagði foringinn aftur. „Sjáum til.... en svo við víkjum að öðru: Hver hefur sofið hjá konunni þinni allan þann tíma?“ Foringinn þrástarði á fangann; hafði skeytið hitt? Kassner tók sárt til mannsins, er stóð þarna negldur í sömu sporin, alveg hjálp- arvana, en heitti allri orku til að láta ekkert á sig ganga. Rödd for- ingjans var ekki hörkuleg lengur. „Hver sefur hjá konunni þinni?“ endurtók hann. Kassner reyndi að setja sig í spor kommúnistans; það var ein- kennilegt að vera bæði áhorfandi og þátttakandi harmleiks,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.