Réttur


Réttur - 01.01.1943, Page 54

Réttur - 01.01.1943, Page 54
58 RÉTTUR myndi ekki hafa annað í för með sér en nýjar launadeilur þar sem verkalýðssamtökin ættu vísan sigur. Grunnkaupið myndi verða hækkað að sama skapi. Og reynslan hefur sýnt, að kaupþvingunar- lög eru óframkvæmanleg. Ennþá eru óskir yfirstéttarinnar og fulltrúa hennar í ríkisstjórn og Alþingi hinar sömu og óður. En nú eru þeir ekki lengur þess umkomnir að hrinda þeim í framkvæmd. Það er mikils um vert að vinnandi stéttirnar geri sér vel ljóst, hvert vald þær hafa í hönd- um, eftir sigra ársins 1942, og hvað þær eiga í vændum, ef þær glata þessu valdi. Valdajafnvægi milli stétta stendur aldrei lengi. Bezta vörnin er sókn. Og ef alþýðan vill tryggja þá sigra, sem þegar hafa unnizt, verður hún að búast til nýrrar sóknar. Alþingi mun hafna tillögum stjórnarinnar. Hvað gerist þá? Og hvaða ráðstafanir er líklegt að þingið geri? SAMSTARFSNEFND „VINSTRI“ FLOKKANNA Um leið og núverandi ríkisstjórn tók við sendi Sósíalistaflokk- urinn hinum flokkunum eftirfarandi bréf: Bréjið til Alþýðuflokksins: „Með skírskotun til samþykktar flokksþings Alþýðuflokksins, sem birt er í Alþýðublaðinu 25. nóv. 1942, og þess sem fram hefur komið í 8 manna nefndinni, fer Sósíalistaflokkurinn þess á leit við yöur, að þér hafið samstarf við hann um að hrinda í framkvæmd eftirfarandi málum, sem flokkarnir virðast vera sammála um: 1. Flokkarnir undirbúi og flytji sameiginlega frumvörp um eftir- farandi mál, á Alþingi: a) Afnám tolla á nauðsynjavörum. b) Þingið komi á fót og skipi sjálft stofnun, er hafi yfirstjórn alls innflutnings og útflutnings, í því skyni að hagnýta sem bezt skipakostinn og stuðla að verðlækkun á innfluttum vörum. c) Opinbert verðlagseftirlit með víðtæku valdi til þess að lækka

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.