Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 2

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 2
niér er nákvæmlega sama, hvort það heitir Kommún- istaflokkur, Alþýðuflokkur, eða Framsóknarflokkur, sem leysir hin faglegu mál, ef þeim er fundin viðun- andi úrlausn. Og við erum hverjum þeim flokki van- þakklátir, hvort sem hann heitir Kommúnistaflokkur, Alþýðuflokkur eða Framsóknarflokkur, sem heyir togstreitu um kálfshár og fífu, í stað þess að tengjast traustum vináttuböndum, til að finna hjartfólgnustu málum fólksins þau úrræði, sem að gagni mega verða. Það virðist liggja í augum uppi, að Kommúnista- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn eigi að renna sam- an í einn sósíalistiskan flokk, svo skjótt sem þeir hafa fundið sameiginlegan starfsgrundvöll. Þangað til eigi þeir að hafa samvinnu um málefni, sem þeir eru þegar sammála um. Og það virðist einnig liggja í augum uppi, að þessir flokkar hafi samstarf við Framsókn- arflokkinn, til að leysa vandamál þess fólks, sem hef- ir falið þeim umboð. En það er vinnandi fólk til sjáv- ar og sveita með sameiginlega hagsmuni. Ég heyri suma grunnfærna menn segja að Kom- múnistaflokkurinn og Framsóknarflo'kkurinn geti ekki starfað saman. Milli þeirra sé óbrúanlegt djúp. Þetta er alrangt. Milli þeirra eru ekki dýpri álar en svo, að þeir eru kosnir af nákvæmlega sama fólki. Og þetta fólk hefir stundum tekið ráðin af foringj- unum, eða knúið þá til að brúa álana með samhug og samstarfi, þegar sérréttindastéttin hefir ögrað mál- stað þess. Má ég nefna tvö dæmi? Á síðastliðnum vetri fór fram einskonar þjóðarat- kvæði í öllum hreppabúnaðarfélögum á íslandi um jarðræktarlögin nýju. Það var einhver harðasta bar- átta, sem sveitafólkið hefir nokkru sinni tekið þátt í, til að verja málstað fátækra bænda, fyrir ágangi í- haldsins, sem með flærð og fagurmælgi reyndi að blekkja bændur. íhaldið og hinn svokallaði Bænda- flokkur skriðu undir sameiginlegt jarðarmen, svo ekki mátti í milli sjá, hverir sigruðu. Hefðu vinstri- 258

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.