Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 4
samari viðfangsefni en nokkru sinni fyr. Landbún- aðinum þarf að rétta trausta hjálparhönd, bæði vegna fjárpestarinnar og óþurrkanna og einnig til að finna aukinn kjötmarkað og nýjar leiðir fyrir þá, sem land- búnað stunda. Og öll alþýða landsins þai’f hjálp til að draga úr dýrtíðinni, sem nú leggst eins og mara á fólkið, en sem vafalaust er mikið hægt að draga úr með hagkvæmari milliríkja samningum og með lands- verzlun á helztu nauðsynjavörum. Viðfangsefnin eru fleiri, en leiðin ekki nema ein: Samvinna vinstri þing- flokkanna, til að finna þeim viðunandi úrlausn. Það er krafa allra vinstri kjósenda á íslandi, að þessir þingflokkar, sem fólkið hefir falið umboð, til að leiða sín hagsmuna mál í heila höfn, leggi niður alla tog- streytu og orðhengilshátt, en tengi með sér sterk sam- vinnubönd. Hver sá, sem daufheyrist við þeirri kröfu, er að bregðast trausti kjósenda sinna, — enda græða engir á því, nema íhaldið, — óvinur fólksins. Konan sem þvoði. Eftir Halidór Stefánsson. Sumir hugsa sér hlutina eins og þeir ættu að vera, aðrir sjá þá einungis eins og þeir eru, en undantekn- ingar mannlegra kosta reyna að gera hlutina eins og þeir ættu að vera. Ein af þessum undantekningum var hún, konan sem þvoði. Ég sté í land á hafnarbakkann í Reykjavík, á einu af þessum fögru haustkvöldum, sem Faxaflóinn hefir ráð' á að skreyta annes sín með, eftir grámyglulegan útsynningsdag. Kvöldhúmið breiddist gætilega yfir borgina og lognkyrran sjóinn, líkt og móðurleg hönd væri að hlúa að barni sínu undir svefn. Jökullinn stóð baðaður í marglitu sólarlaginu eins og göfugur ásetn- 260

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.