Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 30

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 30
á ferð eða Tómas Guðmundsson eða Smári. Öll list er honum líf — allt líf er honum list. Og maðurinn á bak við listamanninn er hvergi myrkur í máli um skoð- anir sínar á lífinu, — ekkert megnar að sætta hann við hálfleika eða loðmullu, hversu heillandi sem það kann að virðast við skyndisýn. Því staldrar hann hvergi smeykur frammi fyrir hinum siðfáguðustu mannverum samtímans, dáist innilega að öllum þeirra harla fullkomnu tegundareinkennum — en rýnir síð- an án allrar miskunnar inn í hugmyndakerfi þeirra og segir svo ósköp blátt áfram, jafnt við Tagore sem Krishnamurti: iJú, þið eruð ágætir handa fínum frúm, en litla stúlkan mín í Skálavík hefir ekkert með ykk- ur að gera. Þess er enginn kostur að hugleiða hér hverja ein- staka ritsmíð út af fyrir sig — aðeins skal þessu nýja safni fagnað í heild, bæði vegna sjálfs efnisins og formsins og ekki síður hins vegna, að það skýrir enn drættina í hinum mikilúðuga svip þessa höfundar, bregður margvíslegu ljósi yfir ýms persónueinkenni,. sem torveldara var að glöggva sig á í gegnum skáld- sagnagerð hans. Kiljan Laxness er hinn fyrsti veru- legi heimsborgari í bókmenntum vorum, sterkmótað- ur af alþjóðlegri menningu, en um leið hverjum heim- alningi þjóðlegri í listformi sínu og allri tjáningu. í dægurdeilum er hann hátt hafinn yfir allan smásál- arskap og afsláttarhneigð: herskár með afbrigðum í þjónustu málstaðar síns, en samtímis reiðubúinn til fegurstu viðurkenningar á skoðanalegum andstæð- ingi, ef tilefni gefst á öðrum sviðum. Yfirleitt er bók þessi gleðilegt vitni þess, að vér höfum eignast and- legan höfðingja, sem gefur lífi voru nýja vitund og fyilingu, bregður sífellt ljóma hins óskþrungna ævin- týrs yfir dagleið vora um fjöllin, bendir á haf út af hæsta tindi Öræfajökuls sem hinn djarfasti merkis- beri íslenzks sjálfstæðis. — Ég hygg að 1. desember 1935 verði eitt sinn meiri merkisdagur í sögu vorri 286

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.