Réttur


Réttur - 01.10.1937, Page 15

Réttur - 01.10.1937, Page 15
in önnur verksvið. Og enginn hirti heldur um að skyggnast um eftir huldum hæfileikum og hneigðum hjá þessum æskumanni. „Enginn spurði, hvort ég ekki ætti aðra starfaþrá“. Þetta er saga íslenzku sveita- æskunnar með örfáum undántekningum. Þegar loks æskumaðurinn vaknar og fer að líta eftir verksviði í lífinu og spyr, hví honum hafi verið haslað þetta svið, þá bregst ekki svarið: „Sjá hér er þinn staður, sigðar- innar þræll um dag og nátt“. Því verður aldrei fram- ar breytt. Hann er bundinn til æfiloka. Hann er graf- inn í einveru og tilbreytingarleysi, óþekktur af öllum, nema þegar einmæli sálar hans berast út í heiminn á arnefldum vængjum djúphyggju og orðsnilldar. Það þarf engrar skýringar við, að fátækur bóndi finni til þreytu og hann örvænti um afkomu, þegar illa gengur. Það undrast enginn, þótt gáfaður bóndi finni til þess, hve lífið er tilgangslaust, með öllu þess ávaxtarýra striti. En hvernig stendur á því, að þessi bóndi þjáist af tilfinningu þess, að hann sé í þjónustu dauðans, — að hann sé að hvessa sigð heljar og byggðin brosi móti dauðanum, þar sem hún stendur í sumarblóma sínum? Eigum við að skilja hann svo, sem hér sé um borg- aralega angurværð að ræða, eins og hjá þeósófiskri frú, sem varla hefir lyst á steikinni, af því að það þurfti að leggja lifandi veru að.velli, til að útvega henni þessa fínu steik? Er samhyggð bóndans með hinni gróandi plöntu svo rík, að hann í listþrungnu kvæði stimpli sjálfan sig sem verkfæri dauðans, af því að hann þarf að fella jarðarstráin til vetrarforða fyrir bústofn sinn? Slík tilgáta samræmist illa hinni karlmannlegu festu í formi kvæðisins og hinni óbif- anlegu ró, sem hann tekur með þessu hlutskipti sínu að hvessa sigðina í þjónustu dauðans. Það er engin sjúkleg angurværð í orða,vali né hrynjandi, heldur þróttuðug þreyta, sem þrátt fyrir allt býður tilverunni byrginn. 271

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.