Réttur


Réttur - 01.10.1937, Side 21

Réttur - 01.10.1937, Side 21
isins starir hann með fullkomnu jafnvægi og caiar kumpánlega við hinn kúgandi óvin sinn: „Brýnslu- guðir, bítur ekki sigðin bráðum nógu vel“. Hann finn- ur líka enn til hæfileika sinna. Hann kann að brýna sigðina og sú kunnátta hans hlægir hann, jafnvel þótt hann finni sig neyddan til að beita henni í þjón- ustu dauðans. Hann kann líka að hvessa vopnin og beita þeim. Hvert orð kvæðisins er hárbeitt og hittir nákvæmlega, þar sem því er ætlað að hitta. En hvenær kemur næsta kvæði frá hverfisteinin- um, þegar sigð andans er hvesst til baráttu gegn öfl- um tortímingarinnar, hiklaust og markvíst með sigur- von að baki? Eigum við eftir að fá það kvæði frá þess- um bónda, eða er einhverjum nýjum ætlað það hlut- verk? Hvort sem heldur verður, þá er víst um það, að meðan íslenzk tunga er töluð, þá standa „Vísurnar við hverfisteininn 1936“, sem óbrotgjarn vegvísir um þróunarbrautir hins gáfaða smábónda á fslandi. Fraiiifai’iriiar i Sowétrikfumiiii. Eftir Paul Winterton. Grein þessi er tekin upp úr enska blaðinu „News Chronicle“ og er skrifuð út frá sjónarmiði borgara- legs blaðamanns, sem oft hefir ferðazt til Sovétríkj- anna. Lýsir greinin ástandinu þar eins og það kemur honum fyrir sjónir, með þeim athugunum er hann hef- ir gert á þeim miklu framförum, er þar hafa orðið á síðustu árum. (Þýð.) Lífsafkoma venjulegs borgarbúa í Rússlandi hefir batnað mjög mikið á síðastliðnum fjórum til fimm ár- um og heldur áfram að batna. Þetta hefi ég bæði séð með eigin augum og auk þes fengið það staðf est af op- 277

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.