Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 23

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 23
Verðmæti matvælaframleiðslunnar óx úr 6,5 millj- örðum í 14.2 1936. Sykurframleiðslan óx um 150 prócent. Framleiðsla á bómullarvörum næstum tvö- faldaðist og ullarvöruframleiðslan meira en tvöfald- aðist. Línvöruframleiðslan sexfaldaðist, sokkafram- leiðslan fimmfaldaðist, framleiðsla á niðursoðnum kjötvörum, smjöri og ostum þrefaldaðist og vindlinga- framleiðslan var tvöfölduð. En þótt afkoma fólks hafi þannig batnað mjög mik- ið, eru þó húsnæðiserfiðleikarnir ennþá miklir. Það væri samt óréttmætt að skella skuldinni af því á sov- étstjórnina. Hennar sök er aðeins í því falin að hafa með því að bæta lífsafkomuna í bæjunum orsakað það, að milljóhir bænda hafa flutt þangað úr sveit- inni, þar sem kröfur þeirra um húsnæði fóru ekki á keisaratímanum fram á annað en bjálkakofa með leirgólfi. Það er staðreynd að húsnæðiserfiðleikarnir í Rúss- landi eru geysilega umfangsmikið úrlausnarefni. Á síðustu fimm árum hefir íbúatala bæjanna vaxið um €.5 milljónir. Á tímabili hinnar hraðtækustu iðnaðar- þróunar tvöfaldaðist íbúatala Moskva. Hún er nú 3.8 milljónir, en 5 millj. íbúa hefir verið ákveðin há- markstala borgarinnar. í öðru lagi þá hefir þetta vandamál verið tekið föst- um tökum. Ef einhver skyldi halda að stjórnin gæti gert meira en hún gerir til að ráða bót á því, þá skora ég á hann að‘leita svefns í einhverju af hótelum borg- arinnar við þann hávaða af borvélum og hamarshögg- um, sem ríkir á götum Moskva. 1932 var gólfflötur- inn 4.66 fermetrar á hvern íbúa, en nú er hann 5,35 fermetrar. Frá því um byltingu og einkum á síðustu tíu árum, hefir húsrýmið vaxið um einn þriðja. Tak- markið er 15 metra gólfflötur fyrir hvern íbúa í Moskva, sem er gott, en þó ekki yfirdrifið húsrými. í þriðja lagi, þar sem íbúðirnar eru alls ekki full- nægjandi, þá er líka húsaleigan eftir því lág. í Rúss- 279

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.