Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 3

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 3
menn í sveitunum hundsað hverir aðra; — hefðu kommúnistar t.d. setið hjá og farið að karpa við stéttar bræður sína úr öðrum flokkum, þá hefði íhaldið sigr- að og Búnaðarfélagi íslands um leið verið greitt bana- högg. En vinstri kjósendur lögðu flokkspólitík á hill- una og tóku höndum saman í einu stærsta velferðar- máli landbúnaðarins. Kommúnistar, Framsóknar og Alþýðuflokksmenn stóðu sameiginlega um málstað fólksins, án minnsta ágreinings. Og Framsóknar- menn, sem harðast hafa talað á móti allri samvinnu við kommúnista, höfðu ekki hið minnsta við það að athuga, þó þessir ,,Moskvadýrkendur“ veittu þeim iið. Hitt dæmið er ekki nema fárra vikna gamalt. Það var þegar alþýða Reykjavíkur og nágrennis á vett- vangi neytendasamtakanna hratt árás kolahringsins svo eftirminnilega, að glott heildsalanna stirðnaði. Þá var ekki spurt um það, hvort djúpið milli Framsóknar og Kommúnista væri óbrúanlegt, heldur aðeins um málstað fólksins, sem átti lífsafkomu sína að verja íyrir mönnum, sem halda sig hafa einkarétt á að skattleggja hvern bita og sopa, sem alþýðan neytir. Við sveitamenn samgleðjumst verkalýðsstéttinni og óskum samtökum hennar langtum stærri sigra, til að hnekkja valdi þeirra, sem arðsjúga hana. Og við gleðjumst líka yfir kveinstöfum burgeisanna, er bráð- in var hrifsuð úr klóm þeirra. En við drögum okkar ályktanir af þessum og því- líkum dæmum. Við getum ekki lokað augunum íyrir þeirri staðreynd, að hagsmunir fólksins eru sameig- inlegir og þegar það stendur sameinað, þá er það ó- sigrandi máttur ,og skæðasta vopnið á auðvaldið og hringana. Fólkið hefir sameiginlegra hagsmuna að gæta gegn yfirstéttinni, og samvinna þess og foringja þess um hagsmunamálin er leiðin til sigurs. Núna bíða næstkomandi Alþingis meiri og vanda- 25»

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.