Réttur


Réttur - 01.10.1937, Qupperneq 26

Réttur - 01.10.1937, Qupperneq 26
bænda nýjan heim. Sköpun samyrkjubúa og" ríkisbúa hefir leitt af sér þá byltingu í tækni landbúnaðarins, sem hefir yfirunnið draug stöðugt endurtekinna hungursneyða. Og vankunnáttu í lestri og skrift hefir raunverulega verið útrýmt. Ástandið í samyrkjubúunum er nú orðið allt annað en það, sem ég kýnntist 1933. Þá voru samyrkjubúin ennþá að berjast við afleiðingar útbreiddra bænda- óeirða, sem orsakazt höfðu af ónærgætnum og alltof fljótvirkum tilraunum til að koma á samyrkj- unni, og endaði með því, að milljónum hesta og hús- dýra var slátrað. Það hafði verið skortur og allstaðar ríkt beiskja og óánægja. Nú stendur samyrkjuloftvogin á ,,stöð- ugt góðviðri“. Þegar bezt lætur er bóndinn fullur hrifningar, en í versta falli sættir hann sig við það sem er. Meira en 93 hundraðshlutar landsins og 90 af hundraði bændanna tilheyrir ríkis- og samyrkju- búunum, og afkoman í sveitunum er betri en nokkurn tíma áður. Fyrir hálfum mánuði síðan talaði ég við formann samyrkjubús eins nálægt Charkov. Búið var stofnað 1930 með 30 bændum. Síðan hafa 225 gengið í það og enginn sagt sig úr því. Hann sagði mér, að hver bóndi afhenti samyrkjubúinu land sitt, hesta og öll vinnutæki, um leið og hann gengi í það. En þótt hann eigi ekkert til, þá er það engin hindrun fyrir inntöku hans. 40 hundraðshlutar af andvirði eigna hans ganga til samyrkjubúsins, en hann á fræðilega kröfu til að fá að halda hinum 60 hundraðshlutunum. Hver meðlimur samyrkjubúsins getur fengið að halda 1 til 2 hekturum af landi sínu til eigin afnota fyrir matjurtagarð, eina kú og kálf, tíu svín, alifugla og bíflugur. Þetta ákvæði fullnægir einstaklings- byggju hans og löngun til að eiga jörð og hefir áreið- anlega átt sinn þ^tt í framförum samyrkjuhreyfing- arinnar. 282

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.