Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 6

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 6
hugsjón mína í öllum smáatriðum, þá hefði þessi vetr- artími í höfuðborginni haft aðrar afleiðingar fyrir mig en raun varð á. Ég hugsa mér það til dæmis svo, að ég hefði hitt á samvizkusamari kennara, sem kveð- ið hefði upp yfir mér dauðadóminn, áður en hann var búinn að klófesta alla mína peninga, og eins hitt, að ég hefði lent einhversstaðar þar til heimilis, sem ég hefði átt kost á að umgangast fleira fólk. Samt er ég ekki að harma þessa reynslu mína; hún er eins og öll reynsla, eina færa leiðin til þess að eygja eitthvað af þeim gannleika, sem maður sífellt hyggur sig vera að leita að. Herbergið mitt og vinnustofa var í rauninni þurk- loft konunnar sem þvoði. Hvernig hún fór að bæta sér upp missi þess, er og verður hennar leyndarmál. í rauninni fór vel um mig þarna. Það var bjart og all- listamannslegt, rúmgott og ekki kalt til óþæginda. Auk þess hafði það þann kost, sem ég held, að kunn- ingi minn hafi talið mestan, þegar hann tók það á leigu, það var mjög ódýrt. í fyrstu geðjaðist mér fremur illa að konunni. Hún var gömul og frámunalega visin, smávaxin og feimni- leg, og það var einhver dæmalaus sápubragur yfir henni allri, sem hafði ill áhrif á vit mín og hugmyndir um skapgerð hennar. Það hefir sem sé verið reynsla mín, að mjög sápuþvegið fólk sé oft og tíðum hræsni- fullt. Ég lærði samt fljótt að meta kosti þessarar konu, og komst að raun um, að fræðikerfi mitt um hræsnina átti ekki við um hana, enda gat hver meðalgreindur maðursagtsér það sjálfur.þegar hann leit í augu henn- ar, að þar bjó engin lævísi. Augu hennar líktust hunds- augum, að öðru leyti en því, að í þeim var greinileg glóð einhverrar ástríðu, sem vel hefði getað álitist trúlegs eða listræns eðlis, en gekk, eins og ég komst að raun um við viðkynningu okkar, einungis út á það, að þvo alla skapaða hluti og halda þeim hreinum. Eitt af hennar fyrstu orðum við mig, var tilboð um 262

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.