Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 29

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 29
Það er kannske einn ólýgnasti votturinn um stserð Kiljans sem höfundar og persónu, að hann svo korn- ungur að aldri skuli bera uppi af slíkum glæsileik ritsmíðasöfn sem Alþýðubókina og þessa nýju bók, þar sem jafnvel margt hvað er látið fljóta með, sem höfundurinn hefir lagt til dægui-mála í blöðunum. Slíkt er ekki heiglum hent, — jafnvel aldnir öðlingar í andans ríki hafa komizt að því fullkeyptu. En hér ber tvennt til: Bráðþroski Kiljans sem listamanns var svo mikill, að hann er fyrir löngu orðinn höfundur, sem allir verða að lesa; hvort þeim líkar betur eða ver — og tök hans á greinarforminu virðist engu veikari en í sjálfri skáldsagnalistinni. En hitt er þó ekki síður burðarstoð þessara ritsmíða hans, að þær eru gagnsýrðar af göfgi mikils persónuleika, sem skrifar ekki einn stafkrók í fagurfræðilegu tilgangs- leysi, heldur er svo fullkomlega í þjónustu lífsgild- anna, að ,,rúmhelgin“, sem hann nefnir svo oft, er alls ekki til í hans tímasafni, —hið svokallaða ,,dægur- mál“ er í skynjun hans ein perlan í hinni óendanlegu festi tilverunnar, stundum rauð, stundum svört, en æfinlega eins þýðingarmikil og hún væri sjálft höfuð- djásn eilífðarinnar. Ást Kiljans á snillingum og lýðhetjum er því nær takmarkalaus, og hin djúpa lotnipg hans fyrir hverju bylgjurisi mannlegleikans býr yfir sömu tign og hljóð- leiki íslenzkra öræfa. Berfætlingur eins og Gorki, bóndi eins og Stephan G., bersei'kur eins og Upton Sinclair — það eru Kiljans menn, þvílíka skapendur kýs hann til samfylgdar um fjöll sín, ásamt ungri stúlku úr Skálavík á Hornströndum, hversdagslegri dóttur alþýðunnar, sem nú þeysir sígild á beizlislaus- um húðarjálki í regni næturinnar, forkláruð af ást hins unga snillings á hispursleysi hennar og’ hlæjandi náttúrubernsku. En gott þykir hinu músíkalska eyra Kiljans að huldusveinar slái hörpur sínar á förnum vegi, hvort heldur Stefán sálugi frá Hvítadal er þar 285

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.