Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 14

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 14
lífs. Með steininn og sigðina að réttarvottum gerir hann nú upp reikningana við skapanornir lífsins. Hann talar ekki um búskapinn, grassprettu, veður- gæftir, það er ekki einu sinni að heyra að hann hafi hugmynd um Deildartunguveikina, og þó er hún með ógnarhrammi sínum á næstu grösum. Fyrir honum er enginn Kreppulánasjóður eða skipulagning afurða- sölu. Þú skalt samt ekki halda, að hann hugsi ekkert um þessa hluti eða skilji þá ekki. Ef þú gefur þig á tal við hann og ferð að spyrja hann um hag hans og: áhugamál, þá myndi hann færa í tal búskap sinn ogr þá gæti þig undrað, hve ljósan skilning þessi fátæki bóndi hefir á þjóðfélagslegu eðli og þýðingu Kreppu- lánasjóðs, og hann gæti talað við þig af miklum á- huga og þekkingu um ýms vísindaleg atriði'búskap- arins, atriði, sem þú gætir sannfærzt um, að hanri hefði aldrei haft skilyrði til að færa sér í nyt. En um þetta talar hann ekki við sjálfan sig í hátíð- leika einverunnar. Þá fjalla ræður hans um dýpstu rök hans eigin lífs og örlaga. Hann er óánægður með hlutskipti sitt í lífinu. Svo er undantekningarlítið með þá íslenzku gáfumenn, sem aldur sinn hafa orðið að ala í faðmi íslenzku fjallanna og orðið að eiga líf sitt undir frjósemi þeirr- ar jarðar, sem þau umlykja. Enginn þeirra, sem lagt hafa fram veigamesta skerfinn til þeirra mennta, sem mestu orði hafa komið á íslenzka bændamenningu, hafa unað bændahlutskipti sínu. Svo þröngan stakk sníða búmannskjörin stórbrotnum hæfileikum. Þess- vegna kasta þeir svo kyrfilega búmannshamnum, þeg- ar þeir gefa listagyðjunni einhverja stund ævi sinnar. Þá verður ekkert eftir, sem vitnar um bóndann, ann- að en kvörtunin yfir klafa skyldustarfsins. Hví hefir hann hlotið þetta hlutskipti? Ráðningin liggur í því, að hann ólst upp við þetta. „Ungur hóf ég verk mitt vinnuglaður“. Hann uggði einskis ann- ars en að hér ætti hann heima. Lífið sýndi honum eng- 270

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.