Réttur


Réttur - 01.10.1969, Page 5

Réttur - 01.10.1969, Page 5
og búast má við hækkun þjóðartekna um 9,5%. — Hér aftur á móti telst það ekki til tiðinda, þótt tölur þessar komi fram og það I öfugri röð: þjóð- artekiurnar vaxi um 3% og verðlag allt hækki um 9,5 á ári. Það þykir vel sloppið. Þessi sifelldi tröppugangur er ekkert náttúrulögmál eða óum- þreytanlegt dulrænt fyrirbrigði. Verðbólgan er gangverk ríkjandi hagskipunar, sú stöðuga blóð- gjöf, sem ríkiandi valdastéttir nærast á og við- halda sinni stöðu með. Blóðstraumurinn liggur um peningakerfið og er þvi oft hulinn sjónum manna, þó þeir viti af honum og finni til hans. Ef til vill má segja með almennum orðum, að verðbólga sé rýrnun á gildi peninganna, sem eigi sér stað við það, að of mikið peningamagn sé í um- ferð miðað við framleiðslu og vöruumsetningu á ríkjandi verðlagi og kalli á verðhækkun á vörum og þjónustu. Slík almenn skilgreining segir þó fremur fátt, því að verðbólgan á sér félagslegar rætur. Verðbólgan er verðmætistilfærsla, hún er tilfærsla á þjóðartekjunum og hún er tilfærsla á þjóðarauðn- um. Við núverandi þjóðfélagsgerð og valdaaðstöðu innan þjóðfélagsins hvílir mikill þungi á fram- leiðslukerfinu. Því er að siálfsögðu ætlað að risa undir þeirri elnka- og samneyzlu og samfélagslegri fjármunamyndun, sem alþýða manna knýr fram f trássi við gróðasjónarmið fyrirtækja. Það verður einnig í reynd að standa undir eigin endurnýjun og vexti. Auk þess verður það að standa straum af uppihaldskostnaði fjölmennrar yfirstéttar og yfir- byggingu í þjóðfélaginu. Afdrifaríkarl er þó sú þjóðfélagslega sóun, sem verðbólgugróðinn orsakar. Fyrirtækin búa vlð stöð- ugan rekstrarfjárskort og rekstrartruflanlr af þelm sökum, fjárfest er af skammsýni og nýting fjár- muna oft afleit. Þannig geta fyrirtæki gengið með hálfum afköstum árum saman án þess að bein vandkvæði fyrir það hljótist af. Fjárfest er fjárfest- ingarinnar vegna eftir því sem tekst að ná I lánsfé •— en ekki svo mjög eftir framtíðarþörfum, sem efling fyrirtækisins og atvinnugreinarlnnar kallar á. Þannig er oft undir hælinn lagt, að hve miklu leyti fjármunirnlr henta þörfum, þegar þeir komast I gagnið. Hús og steypugerð er oftast betra að selja en vélakost, þegar fram líða stundir, og þannig mætti lengi telja. 1 heild kostar uppbygging fram- leiðslukerfisins þvl þjóðfélagið miklu meira yfir nokkurn tima séð. Þótt svo gangl til Innan framleiðslukerfisins, er sú staðreynd engu háskaminni, að fjármagnið er dregið frá þvi og komið fyrir i öðrum greinum eins og verzlunar og bankahöllum, húsakosti og aðstöðu allri hjá fésýslu og verzlun. Takmarkið er að fjárfesta I seljanlegri eign, en ekki endilega að taka þátt I framleiðslukeppni, sem undir þess- um kringumstæðum er oft erfið og stundum háska- leg. Þessum bagga svipar til herkostnaðar hjá öðrum þjóðum. Undir þessari byrði hefur launafólk orðið að burðast og ekki haft pólitíska stöðu til að velta af sér. Verðbólgan hefur verið aðaltækið til að færa verðmætin til og viðhalda þeirri skipan, sem rikir. TRAPPAN í TURNINUM Við verðbólgu minnkar kaupmáttur launa. Sama krónutala er greidd í kaup, en krónurnar rýrna, minna fæst fyrir aurana. Kerfið tekur til sín mis- muninn og færir hann til. Tíminn liður. Þá er reynt að jafna metin: verkalýðsfélögin knýja á um kaup- hækkun. Framleiðslukostnaður fyrirtækja eykst nokkuð a.m.k. í fyrstu en mismunandi hjá aðilum. Þau svara þegar bezt lætur með því að hagnýta sér meiri tækni og skipulagningu, en sé aðstaða fyrir hendi, þá velta þau þvi á ný út I verðlagið. Það hækkar af þeim sökum og síðan enn meir fyrir dyggar undirtektir kaupmanna. Tíminn líður. Reynt er á ný að jafna metin. Verkalýðsfélögin verða að kveða menn til vopna, sitja á löngum samningafundum og oft að slást, en mótaðilinn getur að loknum slag örvað sina blóðrás á ör- stuttum tíma eða beitt pennastriki. Til þess hefur hann pólitíska stöðu og þjóðfélagsaðstöðu. Þar er unnið á tíma. Verkalýðsstéttin hefur ekki megnað á síðari árum að komast út úr þessum vítahring, ná raun- verulegum kjarabótum og veita atvinnurekstrinum fullt aðhald í tækniþróun og skipulagningu. Hún hefur átt fullt í fangi með að hlaupa á eftir verð- laginu upp tröppuna í turninum. Fátt væri henni meira að skapi en að losna úr þeirri prisund, en pólitísk staða hennar hefur verið of veik til þess. Verðbólgan kemur víða við. Við hækkun launa og verðlags í landinu hækka öll útgjöld útflutn- ingsgreina eins og sjávarútvegs og fiskiðnaðar — en tekjur þeirra eru bundnar. Föst gengisskráning færir þeim sömu krónutölu eftir sem áður. Að vísu 151

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.