Réttur


Réttur - 01.10.1969, Side 6

Réttur - 01.10.1969, Side 6
geta gæftir og aflabrögð haft hér áhrif og verðlag á afurðunum erlendis hreyfzt til, en það á sér stað alveg óháð þvi, hvort verðbóiga er innanlands eða ekki. Innflutningsfyrirtæki standa aftur á móti vel að vígi og smásalan að baki þeim. Á meðan verðlag og kaupgjald hækkar innanlands, helzt sú krónu- tala óbreytt, sem innflytjandinn greiðir fyrir vöruna að óbreyttu verðlagi á innflutningsvörum erlendis. En af hverju hækkar þá varan? Sama svar og áður: staðan leyfir það. Ef hér væri komið við bremsu mundi ýmislegt breytast. Draga mundi úr hlaupum launafólks upp stigann á eftir verðlaginu og kjara- bætur frekar ná fótfestu. Þó einhver kunni að segja, að hér væri ekki um beina orsök að peningaverðbólgunni að ræða, heldur stuld, sem gæti leitt til kreppufyrirbrigða, þá er það engu að síður staðreynd, að þetta arð- rán kallar á átök, sem leiðir af sér hreina verð- bólgu við það, að kerfið er allt látið velta viðleitni launafólks yfir það á ný, án þess að það fái endur- heimt þjófnaðinn og verður að hefja sókn á ný. Þau verðmæti eru ekki lítil, sem flutt hafa verið til á kostnað launafólks. I rúma tvo áratugi hefur verðlag hækkað um 10—12% að jafnaði á ári. Við slíkt langvarandi ástand standa útflutnings- fyrirtækin i stöðugum vandræðum og skyndihjálp er veitt — í stað skipulegrar uppbyggingar. Hvar eru verkfræðingarnir í þessari atvinnugrein? Eru þeir allir uppteknir við steypugerð og járnabind- ingar á öðrum stöðum? Af hverju ekki í þessari atvinnugrein? Verðbólgan orsakar misgeng! mikið milli atvinnu- greina. Hún orsakar einnig misgengi milli lands- svæða. Sjávarútvegurinn er undirstaða að myndun flestra byggða umhverfis landið og annarrar starf- semi, sem þar er við lýði. Staða hans snertir því fólk þar ekki aðeins óbeint sem launafólk, heldur einnig beint í daglegu starfi. Á höfuðborgarsvæðinu er aftur staðsett innflutningshöfnin, samgöngufyrir- tækin, heildsalarnir og aðalverzlunarfyrirtækin, bankakerfið að mestu, tryggingafélögin, fésýslan og stjórnsýslan. Þangað sogast verðmætin. Þar er yfirbyggingin, sem þetta þjónar allt undir. HÚS SKULDARANS I iðnaðarríkjum V-Evrópu og N-Ameríku drottnar hringa- og bankakerfið í skjóli eigin auðs. Það væri því glópska að ætla að örva verðbólguna, lækka gildi eigin peninga bankakerfisins og rekstr- arfjár fyrirtækja, þó einstaka atvinnurekenda gæti komið það vel að velta byrðum yfir á almenning I bráð. Það væri i og með að ræna úr eigin vasa, auk þess sem verðbólgan gæti á stuttum tima leitt til gengisfellingar, verðfalls á eigin mynt gagn- vart annarri. Auðdrottnarnir þar, fulltrúar fyrir hand- hafa auðsins og kerfis þess, eru það vald, sem leggur mátt sinn í að halda kerfinu stöðugu, varna því, að hinír ýmsu atvinnurekendur reyni að ná stundargróða á kostnað annarra í stað þess að láta vélina vinna sér gróða jafnt og þétt, því að það kallar á átök og verðbólgu fyrir allt kerfið. Kerfið er þess og þess er að gæta kerfisins. Þetta aðhald og kauphækkanir verkafólks eru drif- fjöður í tæknilegum framförum og skipulagningu í þessum auðvaldsríkjum. Hér er þessu á annan veg varið. Fjármálaveld- ið hér er veldi skuldarans. Bankinn er hús skuld- arans. Þegar verðbólgan nemur 12% á éri, en almennir innlánsvextir eru 7%, þá tapar eigandinn um 5% af peningaeign sinni, þrátt fyrir vextina. Þegar hann heldur á markaðstorgið til innkaupa, kemur í Ijós, að það hefur verið stolið af honum. Þrátt fyrir vext- ina fær hann núna minna fyrir peningana en áður. Hver á það fé, sem stöðugt er stolið af? Þetta er allt sparifé almennings, eigið fé ríkisbankanna og opinberir sjóðir, þ.e. almannafé og fé félagasam- taka m.a. verkalýðssamtaka og sjóða, sem þau hafa samið um. Það er alltaf verið að stela úr sjóðunum. Sem dæmi má nefna Atvinnuleysistryggingasjóð. 10% af tekjum hans er varið í bætur á þessum atvinnuleysistímum, hitt er lagt inn í bankakerfið eða hliðstæða sjóði. Nokkur hluti hans er þannig lánaður til húsbyggjenda (rúml. þriðjungur) en það eru einu lánin sem eru vísitölutryggð! Hin lánin hverfa að miklu leyti til fyrirtækja sem stofnlán ti! margra ára eða áhættulán, sem sjaldan skila sér að fullu. Þannig hverfur það fé hægt og hljóða- laust, en þau lán sem eigendur sjóðsins fá sjálfir, skulu endurgreidd að fullu með vísitölu. I stjórn þessa sjóðs eru verkalýðsfélögin í minnihluta. I stjórn þeirra lífeyrissjóða, sem nú er verið að koma á fót hjá verkalýðsfélögunum, sitja 2 fulltrúar Vinnuveitendasambandsins á móti hverjum tveimur hjá verkalýðsfélögunum. Þessir sjóðir munu á ör- skömmum tíma verða margfalt stærri en Atvinnu- 152

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.