Réttur


Réttur - 01.10.1969, Qupperneq 10

Réttur - 01.10.1969, Qupperneq 10
og leitt framleiðsluna í keppninni um gróðann, ef það fengi staðizt við aðstæður hér. Efnahagsstjórn- unin á að felast I áætlunarbúskap, sem stefnir skipulega að því að mæta samfélagsþörfum og markmiði. En hann er ekki tæknilegt atriði að neinu marki. Hann er efnahagslegar aðgerðir, sem út- heimta pólitískan vilja og vald. Þróun efnahags- lífs á íslenzkum grunni verður ekki breytt nema með alhliða pólitískri baráttu. Þetta skilja margir menn úr ýmsum stéttum, en til þess að mæta drottnandi stétt þarf stétt, þjóðfélagsafl, og verka- lýðsstéttin ein hefur stöðu til að leiða það afl án þess að til bakfalla og afturhvarfs komi, þó fjöl- margir starfs- og stéttahópar geti verið kallaðir til þátttöku og starfa í þeirri umsköpun. NIÐRI í DALNUM Eftir fráfall vinstri stjórnarinnar í lok ársins 1958 var stefnu breytt og haldið niður í dalinn. Lág- launatimabilið hófst að nýju og líktist árunum 1951 og 52, sem fylgdu i kjölfar gengisfellinga rétt áður, er dollarinn var skráður 16,32 kr. I stað 6,51 1949, en þar áður hafði skráning hans haldizt óbreytt um margra ára skeið. Sá var þó munurinn, að nú hélzt láglaunatímabilið árin út með nokkrum sveiflum, enda hafði verðbólgan unnið hinni nýju valdastétt um árabil. Emilía Alþýðuflokksins vísaði veginn niður, þegar kaupgjaldsvísitalan var færð úr 202 stigum I 175 1. febrúar 1959. Ári síðar hafði Viðreisnarstjórnin komið sér vel fyrir og gengið var fellt og fall þess varð mikið. Skráning dollarans færð úr 16,32 kr. I 38 kr. og gangan langa niðri í dalnum hófst. Verkföll urðu tíð, en þeim var jafnan mætt með verðbólgu og löggjöf. Eftir verkfall og kauphækkun sumarið 1961 var brugðizt snögglega við. Ríkisstjórn og forseti lands- ins sviptu Alþingi með setningu bráðabirgðalaga gengisskráningarvaldinu og færðu það I hendur Seðlabankanum. Þar með var það komið í hús skuldarans og Alþingi einfaldlega svipt völdum I stóru ákvörðunaratriði. Alþingi hefði orðið líklegra til varfærni í umgengni við þetta valdstæki, vegna þrýstings af götunni. Einmitt þess vegna var það fært til á meðan að þingmenn voru í sumarfríi. Nú þarf ríkisstjórn ekki að spyrja Alþingi. Nú getur hún sagt Seðlabankanum. Og gengið var strax fellt 2. ágúst og dollarinn skráður 43 kr. og 13% kaup- hækkun nokkrum vikum fyrr að litlu gerð. Enn var fylkt liði niðri á dalsbotninum. Verkfall 1962 og ári siðar, en það voru stuttar útrásir. 1964 var samkomulag gert i júní og annað heildarsam- komulag rúmu ári síðar. Það var á þessum tima, sem síldin tók að sprengja næturnar og útflutn- ingurinn lifði óvænta mettíma við óvenjuhátt verð- lag erlendis. Kaupgjaldsvísitalan var hinn 1. marz á ný bundin verðlagsvísitölu, vinnufriður hélzt og allir að púla. En svo tóku við ár lík því, sem áður þekktust, venjuleg ár og allt verðlag og kaupgjald var bund- ið með lögum frá 1. des. 1966 í eitt ár á meðan menn blésu mæðinni. Á þessum 7 árum 1959—1966 hafði verðlagsvísi- talan hækkað að jafnaði um 12% á ári! NEÐAR í DALNUM Svo hófst stríðið á ný. Launafólk var hrakið nið- ur I dalinn og nú mun neðar en fyrr. 24. nóv. 1967 var gengið fellt og dollarinn færður í 57 kr. á skráningartöflunni. Lög um verðlagsuppbót voru numin úr gildi og stéttunum uppálagt að berjast á götum úti. Eftir mikið verkfall var samið 18. marz um skerta launauppbót. 12. nóv. sama ár var ný gengisskráning framkvæmd og dollarinn skráður 88 kr., en hafði 9 árum áður staðið I 16,32 kr. Keðjuverkföll voru skipulögð og 19. maí 1969 var samið um nokkuð hagstæðari samninga en árið áður. Á þessum tveimur siðustu órum hefur verðlags- visitalan hækkað um 40%. Kauptaxtar þeir, sem hæst bera og nema nú nær 4 þús. kr. I vikukaup fyrir 44 st. dagvinnu, hafa hækkað um nær 20%, en lægstu taxtarnir, fyrir neðan 3 þús. kr. á viku hafa hækkað um nær 30%. öll yfirvinna hefur hækkað minna. Mjög svipaða sögu er að segja frá öðrum svið- um, m.a. hækkun ellilífeyris miðað við verðlag. Það þýðir lítið að horfa á, hvernig almannatrygg- ingarnar eru færðar til milli ráðherra og gera sér i hugarlund, að Eggert sé veikur, Emil lasinn og eitt- hvað sé að honum Gylfa, vitandi af aflinu sem ræður ferðinni í fullu fjöri að baki þeim. Það afl ráða þeir þrír ekki við þó svo bæri undir — en hví veita því grið með hljóðri samstöðu? Þess vegna m.a. hafa fjölskyldubætur með þremur börnum rýrnað um helming á sl. áratug miðað við verðlag. Kaupmáttur launa og lífeyris hefur ekki einung- is lækkað. Nú fá menn ekki tækifæri til að þræla 156

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.